4.9.2005 | 20:46
Engin fyrirsögn

Í sunnudagspistli í dag fjalla ég um ţrjú fréttamál vikunnar:
- í fyrsta lagi fjalla ég um William H. Rehnquist forseta hćstaréttar Bandaríkjanna, sem lést í gćr áttrćđur ađ aldri. Hann átti ađ baki merkilegan feril í réttinum, hafđi setiđ ţar í rúma ţrjá áratugi og veriđ forseti hans í tćpa tvo áratugi. Hans verđur minnst fyrir ađ hafa stýrt réttinum af krafti og hversu öflugur baráttumađur hann var fyrir ţeim hugsjónum og grunngildum sem hann mat mest. George W. Bush forseti Bandaríkjanna, minntist Rehnquist í dag í rćđu í Hvíta húsinu. Viđ sama tćkifćri lýsti hann ţví yfir ađ hann myndi skipa eftirmann Rehnquists mjög fljótlega. Verđur merkilegt ađ fylgjast međ ţeim breytingum sem verđa á hćstarétti Bandaríkjanna viđ dómaraskiptin, en tvćr dómarastöđur eru lausar viđ réttinn nú. Ţađ er eins og kunnugt er jafnan talin ein helsta arfleifđ forseta Bandaríkjanna á hverjum tíma hverja hann tilnefnir til setu í hćstarétti landsins. Međ vali sínu getur Bush forseti ţví sett mark sitt á stefnu réttarins og samfélagiđ á hverjum tíma ennfremur í fjölda ára.
- í öđru lagi fjalla ég um málefni Ríkisútvarpsins. Páll Magnússon útvarpsstjóri, tók til starfa í vikunni og tjáđi sig afdráttarlaust um mikilvćgar breytingar á RÚV strax á fyrsta starfsdegi. Frumvarp menntamálaráđherra um stofnunina hefur tekiđ ţeim breytingum ađ nú er gert ráđ fyrir ađ RÚV verđi gert ađ einkahlutafélagi en ekki sameignarfélagi eins og áđur var stefnt ađ. Ţađ gerist í kjölfar ţess ađ ESA, eftirlitsstofnun EFTA, gerđi athugasemdir ţess efnis ađ fyrri áćtlanir myndu flokkist undir ríkisstyrki sem brjóti í bága viđ reglur á evrópska efnahagssvćđinu. Ţađ er alveg ljóst ađ ţađ stefnir í spennandi umrćđu um fjölmiđla í ţinginu í vetur.
- í ţriđja lagi fjalla ég um borgarmálin, en ţađ stefnir í spennandi leiđtogaeinvígi í stćrstu flokkunum. Ánćgjulegt er ađ sjá hversu Sjálfstćđisflokkurinn hefur góđa stöđu í ţeim skođanakönnunum sem birst hafa eftir dauđa R-listans. Ţađ sannast ţar ađ Sjálfstćđisflokkurinn getur náđ meirihluta í borginni og mjög hagstćđum úrslitum sem leiđa muni til breytinga í borginni – jákvćđra breytinga og uppstokkunar á fjölda lykilmála sem hafa dankast alltof lengi.
Breytt 18.9.2006 kl. 08:02 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
4.9.2005 | 04:24
Engin fyrirsögn
1924-2005

William H. Rehnquist forseti hćstaréttar Bandaríkjanna, lést á heimili sínu í Washington í gćrkvöldi, áttrćđur ađ aldri. Hann hafđi setiđ í hćstarétti frá árinu 1972 er hann var skipađur í réttinn af Richard Nixon ţáv. forseta Bandaríkjanna. Ronald Reagan ţáv. forseti Bandaríkjanna, skipađi hann forseta réttarins áriđ 1986 og gegndi Rehnquist ţví embćtti allt til dauđadags. Óhćtt er ađ segja ađ hann hafi sett mikiđ mark á hćstarétt Bandaríkjanna í ţau 33 ár sem hann sat í réttinum og ţá tvo áratugi sem hann leiddi réttinn. Hann sat í réttinum í forsetatíđ sjö forseta Bandaríkjanna. Rehnquist hafđi barist viđ skjaldkirtilskrabbamein í tćpt ár. Greindist hann međ sjúkdóminn seinnihluta októbermánađar 2004 og urđu veikindi hans til ţess ađ umrćđa um skipan hćstaréttardómara varđ áberandi á lokaspretti kosningabaráttu í forsetakosningunum 2004. Rehnquist neitađi ţrátt fyrir veikindin ađ láta af embćtti og var stađráđinn í ađ sinna vinnu sinni allt til loka. Allt fram ađ sumarleyfi réttarins í júlí mćtti hann daglega til vinnu á skrifstofu sinni og vann sinn eđlilega vinnutíma, ţrátt fyrir alvarleg veikindi og međferđir viđ sjúkdómnum samhliđa ţví. Hann sýndi styrk sinn og ákveđni í ađ sinna störfum sínum mjög vel er hann mćtti viđ embćttistöku George W. Bush forseta Bandaríkjanna, hinn 20. janúar sl. og las honum embćttiseiđinn, ţrátt fyrir ađ lćknar höfđu ráđlagt honum annađ.
William Rehnquist fćddist í Shorewood, úthverfi Milwaukee-borgar í Wisconsin-fylki hinn 1. október 1924, sonur millistéttarhjóna. Ađ loknu skyldunámi hélt Rehnquist í Kenyon-háskóla ţar sem hann var í eitt ár. Ađ ţví loknu skráđi hann sig í flugher Bandaríkjanna. Hann ţjónađi í flughernum í seinni heimsstyrjöldinni árin 1943-1946. Ađ stríđinu loknu hóf hann nám í Stanford-háskóla og nam stjórnmálafrćđi. Áriđ 1950 hóf hann nám í Harvard-háskóla ţar sem hann tók kúrsa í stjórnskipunarfrćđum. Ađ ţví loknu hélt hann í lagadeild Stanford-háskóla og nam lögfrćđi. Hann útskrifađist međ fyrstu einkunn frá skólanum. Ađra einkunn ţađ áriđ hlaut ţrítug námsmćr frá Texas ađ nafni Sandra Day O'Connor. Um tíma međan á náminu stóđ áttu ţau í ástarsambandi og hélst vinátta ţeirra allt til loka. Í 24 ár unnu ţau saman í hćstarétti Bandaríkjanna, en Sandra sem tilnefnd var í réttinn af Reagan forseta áriđ 1981, bađst lausnar frá embćtti sínu hinn 1. júlí sl. Eftir nám sitt var Rehnquist ađstođarmađur Robert H. Jackson hćstaréttardómara, 1952-1953. Rehnquist starfađi sjálfstćtt sem lögfrćđingur árin 1953-1969. Ţađ ár varđ hann einn af lagalegum ráđgjöfum Nixons forseta og varđ svo ađstođardómsmálaráđherra Bandaríkjanna. Í október 1971 skipađi Nixon hann til setu í réttinum og hann tók viđ embćttinu hinn 7. janúar 1972.

Ţađ er óhćtt ađ fullyrđa ađ Rehnquist hafi átt merkilegan feril í embćtti, ţau 33 ár sem hann sat í hćstarétti Bandaríkjanna. Hann var ásamt Byron White andvígur úrskurđi meirihluta hćstaréttar áriđ 1973 í hinu sögufrćga máli Roe vs. Wade, ţar sem réttur kvenna til fóstureyđinga var stađfestur. Rehnquist var mjög áberandi talsmađur íhaldssamra sjónarmiđa sem dómari og var í fjölda ára leiđtogi ţess hóps í réttinum. Hann leiddi tvö umfangsmikil mál sem voru í fjölmiđlum af miklum krafti undir lok embćttisferils hans. Hiđ fyrra var ákćruréttarhöld yfir Bill Clinton forseta Bandaríkjanna, áriđ 1999. Rehnquist var ţar í sögufrćgu hlutverki viđ ađ leiđa réttarhöld fyrir ţinginu í máli gegn sitjandi forseta. Var ţađ ađeins í annađ skiptiđ í sögu landsins sem ţađ gerđist. Hiđ fyrra skiptiđ var ţegar ađ Salmon P. Chase leiddi sem forseti hćstaréttar, réttarhöld yfir Andrew Jackson forseta, áriđ 1868. Sem forseti hćstaréttar var Rehnquist í forsćti réttarhaldanna sem fram fóru eins og segir í stjórnarskránni um međferđ slíkra mála í sal öldungadeildarinnar. Var ţetta sögufrćgt mál og öll heimsbyggđin fylgdist í beinni útsendingu međ réttarhöldunum yfir Clinton forseta. Líkt og Jackson var Clinton sýknađur af ákćruatriđunum en um var ađ rćđa eitt mesta hitamál bandarískra stjórnmála á 20. öld og ţáttur Rehnquists í réttarhöldunum mjög áberandi.
Seinna máliđ er svo auđvitađ umfjöllun réttarins í deilumálunum sem vöknuđu vegna forsetakosninganna 2000. Deildu Al Gore og George W. Bush um úrslitin í Flórída-fylki í 36 daga vegna ţess hversu naumt var á milli ţeirra. Munađi ađeins nokkur hundruđ atkvćđum ađ lokum. Ţađ naumt varđ ađ úrslit fengust ekki strax og handtelja ţurfti atkvćđi í nokkrum sýslum fylkisins. Leiddi ţađ til dómsmála til ađ fá fleiri atkvćđi endurtalin. Gore fékk örlítiđ fleiri atkvćđi á landsvísu í forsetakosningunum en tapađi hinsvegar í kjörmannasamkundunni. Ađ lokum fór svo ađ hćstiréttur stađfesti sigur forsetans í fylkinu og Gore viđurkenndi ţví ósigur sinn eftir lagaflćkjurnar ţar sem úrslitin réđust í raun í dómsalnum í Washington. Umfjöllun réttarins í ţví markađi söguleg ţáttaskil. Dómur réttarins um ađ ógilda ekki fyrri niđurstöđu um ógildingu endurtalningar í Flórída tryggđu sigur George W. Bush í kosningunum. Rehnquist var forseti réttarins í 19 ár. Ađeins tveir sátu lengur á forsetastóli en hann, ţeir Melville Weston Fuller og John Marshall. Ţađ segir sig sjálft ađ ţegar einstaklingar leiđa starf jafnmikilvćgrar stofnunar og hćstaréttar Bandaríkjanna jafnlengi og um er ađ rćđa hafa ţeir gríđarleg áhrif á allt starf og stefnumótun innanborđs. Varđ Rehnquist fyrsti hćstaréttardómarinn í 52 ár sem lést í embćtti, en Fred M. Vinson lést áriđ 1953.

Hćstiréttur Bandaríkjanna er stjórnlagadómstóll og ţví dćmir hann fyrst og fremst í málum sem rísa vegna ágreinings um stjórnarskrá Bandaríkjanna. Dómarar viđ réttinn eru ekki bundnir neinum aldursmörkum og eru ţví skipađir til dauđadags, nema ţeir biđjist lausnar frá setu ţar eđa gerast sekir um brot á lögum og verđa vegna ţess ađ láta störfum. Gott dćmi um ţetta er ađ Rehnquist sat í réttinum í 33 ár. Sá sem lengst hefur nú setiđ í réttinum, John Paul Stevens, sem er 85 ára, tók ţar sćti áriđ 1975. Ađeins einn ţeirra er yngri en sextugur, Clarence Thomas, sem er fćddur áriđ 1948. Ekki hafđi losnađ sćti í réttinum í áratug, eđa frá árinu 1994 er Bill Clinton tilnefndi Stephen Breyer, er Sandra Day O'Connor tilkynnti um starfslok sín í júlí. Í ţeim mánuđi tilkynnti Bush forseti ađ hann hefđi tilnefnt John G. Roberts í stađ Söndru. Stađfestingarferliđ vegna skipunar hans hefst formlega á ţriđjudag. Eins og fyrr segir var Rehnquist lengi forystumađur íhaldssama hluta réttarins. Ásamt honum í ţeim hluta voru Clarence Thomas, Antonin Scalia og Anthony Kennedy. Sandra Day O'Connor var svo ţarna mitt inn á milli, var svokallađ swing vote, en kaus ţó oftast međ ţeim sem áđur eru nefndir. Frćgasta dćmi ţess er auđvitađ dómurinn vegna forsetakosninganna 2000, sem fyrr er nefndur.
Ţađ verđur nú verkefni George W. Bush forseta, ađ tilnefna eftirmann hins litríka William Rehnquist sem forseta hćstaréttar Bandaríkjanna. Ţađ verđur vandasamt verkefni ađ mínu mati. Verđur merkilegt ađ sjá hvort hann velji einn af ţeim sjö dómurum sem eftir eru í réttinum eđa leitar út fyrir hann, eins og gerđist t.d. í vali á forvera Rehnquist á forsetastóli, Warren G. Burger, sem var forseti hćstaréttar á árunum 1969-1986 og setti mjög afgerandi mark sitt á réttinn rétt eins og eftirmađurinn. Međ vali sínu á Roberts og nú á nýjum forseta réttarins getur Bush forseti markađ arfleifđ sína međ markvissum hćtti. Ţađ hefur ekki gerst í 33 ár ađ tveir dómarar hafi veriđ tilnefndir samhliđa og stađfestingarferli í tvennu lagi fari fyrir ţingiđ, sem stađfesta verđur val forsetans. Ţađ er jafnan talin ein helsta arfleifđ forseta Bandaríkjanna á hverjum tíma hverja hann tilnefnir til setu í hćstarétti Bandaríkjanna. Međ vali sínu getur forsetinn sett mark sitt á stefnu réttarins og samfélagiđ á hverjum tíma ennfremur. Verđur dómaraefni forsetans ađ hljóta stađfestingu meirihluta öldungadeildar Bandaríkjaţings og ţví er forsetinn auđvitađ ekki einráđur um ţađ hverjir veljast ţar til setu.
En ţađ er alveg ljóst ađ mikiđ verkefni bíđur ţess sem tekur viđ forsetastarfinu í réttinum af Rehnquist. Ekki ađeins sat hann lengi í embćttinu og hafđi mótađ störf hans í huga svo margra, heldur var hann áhrifamikill talsmađur grunngilda ađ margra mati. Ţađ verđur fróđlegt ađ sjá hvern Bush forseti muni velja til ađ taka viđ leiđtogahlutverki ţessa áhrifamikla dómstóls, sem stendur óneitanlega á nokkrum krossgötum samhliđa forsetaskiptum og mannabreytingum í dómarasveitinni.
Saga dagsins
1969 Björgvin Halldórsson kjörinn poppstjarna Íslands - Björgvin varđ einn helsti söngvari landsins.
1973 Bókstafurinn z var felldur úr opinberu máli, til dćmis úr embćttisgögnum og kennslubókum.
1985 Flak skipsins Titanic sem fórst áriđ 1912, er kvikmyndađ af dr. Robert Ballard, í fyrsta skipti.
1997 Kofi Annan framkvćmdastjóri Sameinuđu ţjóđanna, kom til landsins til viđrćđna viđ íslenska ráđamenn - Annan hlaut friđarverđlaun Nóbels fyrir umfangsmikil störf sín ađ friđarmálum áriđ 2001.
1998 Háskólinn í Reykjavík formlega stofnađur og settur í fyrsta skipti - hét áđur Viđskiptaháskólinn í Reykjavík. Međ nýjum háskólalögum Björns Bjarnasonar ári áđur hafđi tilvera skólans veriđ tryggđ.
Snjallyrđiđ
Langt inn í gljúfrin lýsir dagsins sól,
ţar lauga daggir stalla mosagrćna
og ţarna fá ţau friđland sitt og skjól
hin fáu blóm, sem engum tekst ađ rćna.
Á bylgjum stormsins berast ţangađ frć
frá brjóstum hinnar ljósu sumarnćtur.
Í fylgsni ţeirra festir aldrei snć,
ţví funi jarđar vermir djúpar rćtur.
Og ţarna angar enn hiđ hvíta blóm,
og um ţađ lykur ţverhnípt hamraborgin,
ţó böđlar jarđar búist fjallaskóm,
og bćndur flytji grös á sölutorgin.
Davíđ Stefánsson skáld frá Fagraskógi (1895-1964) (Langt inn í gljúfrin)
Breytt 18.9.2006 kl. 08:02 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)