18.10.2006 | 23:38
The Exorcist mest ógnvekjandi myndin
Kvikmyndin The Exorcist, í leikstjórn William Friedkin, varð efst í könnun tímaritsins Stuff um mest ógnvekjandi myndir í sögu kvikmyndasögunnar. Efstu myndirnar í könnuninni eru hver annarri ógnvænlegri og meira spennandi. Þær eru Rosemary's Baby, The Shining, Halloween, Jaws, Nightmare on Elm Street, Psycho, Candyman, Planet of the Apes og Alien. Ekki kemur valið á The Exorcist á óvart, þó ég verði að viðurkenna að Rosemary´s Baby náði meiri tökum á mér þegar að ég sá hana fyrst. Þvílík spenna. Svo er auðvitað Nightmare on Elm Street ansi grípandi.
The Exorcist hefur alla tíð verið ein mest umdeildasta kvikmynd sögunnar. Hún vakti hroll hjá kvikmyndahúsagestum árið 1973 og telst algjörlega ógleymanleg í huga þeirra sem hana hafa séð. William Friedkin, leikstjóri hennar, var einn bestu leikstjóra sinnar kynslóðar, en hann hefur t.d. leikstýrt The French Connection, sem tryggði Gene Hackman alheimsfrægð á einni nóttu. Myndin hlaut mörg verðlaun hjá bandarísku kvikmyndaakademíunni. Friedkin fékk leikstjóraóskarinn, Hackman valinn leikari ársins og myndin valin sú besta á árinu 1971.
Það er hægt með svo misjöfnum hætti að vekja skelfingu hjá kvikmyndahúsagestum. Allir sem séð hafa Psycho vita að hún hefur vissa sérstöðu í þessum flokki. Þar sést lítið sem ekkert blóð. Skelfing áhorfenda er fengin með snöggum klippingum og magnaðri tónlist meistara Bernard Herrmann. Sturtuatriðið fræga með hinni sálugu Janet Leigh hefur mikla sérstöðu í kvikmyndasögunni. Í því morðatriði er þó nær ekkert blóð, heldur snöggar klippingar og drastískasta útgáfan af stefinu fræga spilað mjög snöggt. Algjör snilld.
Hef ekki séð The Exorcist merkilega lengi. Þarf að rifja hana upp enn og aftur, en ég á hana hérna heima á DVD reyndar. Þarf að líta á hana eftir helgina, þegar að ég hef góðan tíma. Hvet alla til að líta á hana og þær myndir sem voru með henni á topp 10 í þessari merkilegu könnun.
![]() |
Særingarmaðurinn mest ógnvekjandi allra kvikmynda skv. tímaritskönnun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kvikmyndir | Breytt s.d. kl. 23:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.10.2006 | 22:54
Ályktun stjórnar SUS um RÚV-frumvarp
Við í stjórn SUS sendum í dag frá okkur þessa góðu ályktun, þar sem við lýsum sárum vonbrigðum okkar með að menntamálaráðherra og ríkisstjórnin undir forystu Sjálfstæðisflokksins standi nú að frumvarpi sem ætlað er að efla rekstur Ríkisútvarpsins og styrkja stöðu þess á fjölmiðlamarkaði.
"Stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna lýsir sárum vonbrigðum sínum með að menntamálaráðherra og ríkisstjórnin undir forystu Sjálfstæðisflokksins standi nú að frumvarpi sem ætlað er að efla rekstur Ríkisútvarpsins og styrkja stöðu þess á fjölmiðlamarkaði. Það stangast á við grundvallarhugmyndir sjálfstæðisstefnunnar að ríkisvaldið standi í samkeppni við einkaaðila, hvort sem það er á sviði fjölmiðlunar eða öðrum sviðum atvinnulífs.
Það er sorgleg staðreynd að engin skref hafa verið stigin í frjálsræðisátt í málefnum ríkisfjölmiðlunar frá því að þáverandi menntamálaráðherra, Ragnhildur Helgadóttir, fékk samþykkt á Alþingi frumvarp sem afnam einkaleyfi ríkisins á útvarps- og sjónvarpsrekstri. Síðan þá eru liðnir rúmlega tveir áratugir.
Varðandi menningarlegt hlutverk Ríkisútvarpsins, ítrekar SUS fyrri afstöðu sína þess efnis að ríkisstyrkt menning kæfir frumkvæði og sköpunargleði einstaklinga. Þegar stjórnmálamenn deila fé úr sameiginlegum sjóðum til sérhagsmunahópa er slík úthlutun jafnan eftir geðþótta fremur en hæfileikum listamanna og eftirspurn. Með því eru stjórnmálamenn í raun að þröngva upp á borgarana sínum eigin smekk á því hvað skuli vera menning. Hin raunverulega menning þokar þannig fyrir ríkismenningunni.
Þær fyrirætlanir menntamálaráðherra að auka skilvirkni í starfsemi Ríkisútvarpsins með hinu nýja frumvarpi eru góðra gjalda verðar. Ríkisrekstur á fjölmiðlamarkaði er hins vegar tímaskekkja og því hefði verið eðlilegt og skynsamlegt af menntamálaráðherra að draga ríkisvaldið alfarið út úr þeim rekstri, leggja stofnunina niður og selja eignir hennar."
Ég vil auk ályktunarinnar benda á sögupistil minn um Ragnhildi Helgadóttur, fyrrum menntamálaráðherra, sem birtist á vef SUS fyrr í þessum mánuði, en eins og fyrr segir lagði hún fram þá lykilbreytingu fyrir tveim áratugum að einkaaðilum skyldi leyft að reka ljósvakamiðla.
18.10.2006 | 21:27
10 í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í kraganum
Framboðsfrestur vegna prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi er nú runninn út. 10 gefa kost á sér í prófkjörinu sem fram á að fara laugardaginn 11. nóvember nk.
Í framboði verða:
Ármann Kr. Ólafsson, forseti bæjarstjórnar Kópavogs,
Árni Þór Helgason, arkitekt,
Bjarni Benediktsson, alþingismaður,
Bryndís Haraldsdóttir, varaþingmaður,
Jón Gunnarsson, framkvæmdastjóri,
Ragnheiður Elín Árnadóttir, aðstoðarmaður forsætisráðherra,
Ragnheiður Ríkharðsdóttir, bæjarstjóri í Mosfellsbæ,
Sigurrós Þorgrímsdóttir, alþingismaður,
Steinunn Guðnadóttir, íþróttakennari,
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra
Heldur verður það nú að teljast líklegt að kjörnefnd muni bæta við frambjóðendum, með tilliti til prófkjörsreglna Sjálfstæðisflokksins, en henni er það heimilt standi fjöldi frambjóðenda ekki undir væntingum kjörnefndar.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.10.2006 | 19:11
Ungir sjálfstæðismenn í NA standa sig vel
Það er mikið gleðiefni að ungir sjálfstæðismenn eru öflugir og vinna vel saman í Norðausturkjördæmi. Höfum við stofnað kjördæmasamtök og hafið góða samvinnu okkar á milli. Það sem ég er stoltastur af úr formannstíð minni í Verði var að standa að stofnun kjördæmasamtakanna og hefja samstarf milli kjördæmahlutanna, t.d. okkar norðanmanna við Austfirðingana, en lítið samstarf var fram að því í Norðausturkjördæmi milli ungliðanna. Það hefur svo sannarlega breyst.
Um helgina á kjördæmisþingi flokksins í Mývatnssveit komum við saman og unnum að séráliti okkar á stjórnmálaályktun þingsins. Er hún send út í nafni félaganna allra. Hvet alla lesendur til að lesa það og kynna sér skoðanir okkar ungliðanna.
![]() |
Ungir sjálfstæðismenn í NA-kjördæmi telja að ríkið þurfi að taka nýtingu auðlinda fastari tökum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.10.2006 | 13:55
Ályktun kjördæmisþings í Norðausturkjördæmi

Kjördæmisþing okkar sjálfstæðismanna í Norðausturkjördæmi var haldið um síðustu helgi að Skjólbrekku í Mývatnssveit. Þar var góð samstaða um flest mál, bæði stjórnmálaályktun og þá ákvörðun að boða til prófkjörs í næsta mánuði. Þetta var gott kjördæmisþing og höldum við samstillt og öflug í næstu verkefni. Bendi hérmeð á stjórnmálaályktun kjördæmisþingsins.
![]() |
Sjálfstæðismenn í NA-kjördæmi fagna árangri ríkisstjórnarinnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.10.2006 | 12:04
Friðarsúla Yoko Ono í Viðey

John Lennon setti að mínu mati eftirminnilegast mark á tónlistarsögu 20. aldarinnar. Nú um þessar mundir eru 26 ár frá því að hann var myrtur í New York og hann hefði orðið 66 ára, hefði hann lifað, í þessum mánuði. Lennon og hljómsveit hans, The Beatles, slógu í gegn og unnu sér frægð fyrir ógleymanlega tónlist í upphafi sjöunda áratugarins. Framlag Bítlanna og Lennon varð til þess að breyta gangi sögu tónlistarinnar - ekkert varð samt eftir að þeir komu til sögunnar í tónlistinni. Bítlarnir liðu undir lok árið 1970. Seinustu ár ævi sinnar gaf Lennon út tónlist einn síns liðs á sólóferli eða með eiginkonu sinni, Yoko Ono. Hún hefur staðið vörð um minningu hans.
Nú stendur til að reisa friðarsúlu í minningu Lennons og undir merkjum Imagine, sem ber ennfremur heiti eins þekktasta lags Lennons á sólóferli hans, í Viðey. Um er að ræða ljóssúlu sem myndi standa upp í mikla hæð. Unnið er að lokaútfærslum verksins. Mér finnst það viðeigandi að heiðra minningu Lennons og tel hið besta mál að þetta verði hér á Íslandi. Lega landsins gerir það að verkum að það er mitt á milli austurs og vesturs og greinilega er Ísland valið til að birtunni stafi héðan um allan heiminn, enda miðja vegu milli risaveldanna. Greinilegt er að þessi friðarsúla er hjartans mál Yoko Ono nú, enda liggur hún mikla áherslu á verkið.
Hef ég lengi verið mikill unnandi tónlistar Lennons, sérstaklega áranna með Bítlunum og seinni hluta sólóferilsins. Eitt þekktasta lag Lennons er fyrrnefnt Imagine. Er það ekki annars uppáhaldslag okkar flestra. Tær snilld - best að birta ljóðið hérmeð.
Imagine there's no Heaven
It's easy if you try
No hell below us
Above us only sky
Imagine all the people
Living for today
Imagine there's no countries
It isn't hard to do
Nothing to kill or die for
And no religion too
Imagine all the people
Living life in peace
You may say that I'm a dreamer
But I'm not the only one
I hope someday you'll join us
And the world will be as one
Imagine no possessions
I wonder if you can
No need for greed or hunger
A brotherhood of man
Imagine all the people
Sharing all the world
You may say that I'm a dreamer
But I'm not the only one
I hope someday you'll join us
And the world will live as one
![]() |
Gerð friðarsúlu erfið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.10.2006 | 11:09
Juan Peron jarðaður í Buenos Aires

Eflaust kippast einhverjir lesendur upp við þessa fyrirsögn. Það eru jú 32 ár síðan að Juan Peron, þáv. forseti Argentínu, lést. Það er nú samt svo að Peron var jarðaður skammt utan við höfuðborgina Buenos Aires í gær. Fáir eru umdeildari og hafa verið í sögu Argentínu en Peron-hjónin, Evita og Juan. Juan Peron hefur verið jarðaður oftar en tvisvar frá því að hann lést þann 1. júlí 1974. Landið var í kaos þegar að hann dó. Hann hafði gert eiginkonu sína, Isabel Peron, að varaforseta við valdatöku sína (að nýju) árið 1973. Það var því hún sem tók við af honum. Hún var algjörlega óreyndur stjórnmálamaður og réð ekki við neitt. Henni var steypt af stóli árið 1976.
Margar bækur hafa verið skrifaðar um valdaferil Juan Peron. Hann var umdeildur leiðtogi, sem skipti þjóðinni í fylkingar með og á móti sér. Hann hefur þó sennilega verið umdeildastur árin eftir að hann dó og ekkja hans missti völdin í valdaráni. Margoft hafa verið gerðar tilraunir til að svívirða bæði lík hans og Evitu, konu hans. Hann missti völdin svo fljótt (í fyrra sinnið) eftir lát hennar að hann gat ekki verndað lík hennar, svo að illa fór. Eins fór fyrir honum, en einu sinni var gerð tilraun til að svívirða lík hans svo illa að mótmælendur reyndu að kveikja í því. Evita var goðsagnapersóna í lifanda lífi, um hana hafa verið gerður söngleikur og þekkt lög sem allir kannast við.
Eftir að Evita dó missti Peron völdin og hann varð aldrei eins vinsæll eftir lát hennar. Vandræði hafa verið með líkamsleifar Peron-hjónanna, enda eru enn starfandi fylkingar sem eru mjög andvíg því að virða minningu hjónanna. Það eru því auðvitað nokkur tíðindi að eftir 32 ár sé Peron jarðaður að nýju. Það varð reyndar lítil viðhöfn við þessa athöfn, enda voru óeirðir slíkar að forsetinn, Nestor Kirschner, gat ekki verið viðstaddur, sem segir sína sögu mjög vel um stöðu mála.
Umfjöllun um jarðsetningu Perons
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.10.2006 | 02:29
Vínberjaát í verslunum

Alltaf gaman að hlusta á svæðisfréttirnar hérna á Akureyri. Missi aldrei af þessum héraðsfréttum og notalegt að geta alltaf gengið að þeim vísum á ruv.is þegar að ekki er hægt að hlusta á í beinni. Fannst skondið að hlusta á fréttina sem þar var sögð í dag um vínber í Hagkaup. Þar var komið með þá kostulegu tölfræðilegu staðreynd að viðskiptavinir Hagkaupa hér á Akureyri sporðrenni eitthvað um eða yfir 6 tonnum af vínberjum á ári hverju án þess að greiða fyrir þau.
Alveg kostulegt mál. Alltaf heyrir maður eitthvað nýtt. Maður sér svosem oft fólk að versla í búðunum sem fá sér eitt og eitt vínber af stilkunum, en já 6 tonn er tala sem fáum órar held ég fyrir í raun þegar að þeir fara í búðina að versla.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)