14.11.2006 | 23:59
"Tæknileg mistök" Árna Johnsen

Í kvöld var viðtal við Árna Johnsen í fréttum. Fór hann yfir málið eftir að Geir H. Haarde, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, tjáði sig um það í gær. Skilaboð Geirs voru kristalskýr - Árni nyti stuðnings forystu flokksins og trausts þeirra. Það voru skilaboð sem eru umdeild innan flokksins. Það veit ég mjög vel. Í kvöld talaði Árni af iðrun og baðst fyrirgefningar á stöðu mála. Það er gott og blessað og hefði átt að gerast fyrir margt löngu. Enginn getur fyrirgefið iðrandi syndara sem ekki iðrast nema með herkjum og ósannfærandi túlkun á brá. Það er algjör grunnforsenda þess að fyrirgefning sé möguleg. Það er mitt mat, ég er viss um að margir séu mér sammála.
Eitt orðalag sló mig nokkuð. Árni sagðist hafa gert tæknileg mistök á sínum tíma. Ég leiddi hugann að því hvernig í ósköpunum sé hægt að kalla það sem gerðist er leiddi til pólitískra leiðarloka Árna fyrir fimm árum tæknileg mistök. Þetta er óheppilegt orðalag og hjálpar engum, allra síst þingmannsefninu sem sunnlenskir sjálfstæðismenn sáu í Árna Johnsen. Ekki urðu þessi ummæli til að milda afstöðu mína, svo mikið er víst. Það er að mínu mati algjört lágmark að Árni bæðist afsökunar og gerði þessi mál upp. Ástæða þess að mörgum mislíkar pólitísk upprisa hans á Suðurlandi þessa dagana er einmitt að iðrunina vantar í kjölfar þess að hann sat sinn dóm.
Það eitt myndi bæta stöðu Árna mikið í huga margra, almennra flokksmanna innan Sjálfstæðisflokksins og ekki síður landsmanna í heildina litið. Það er mannlegt að brjóta af sér en forhert að geta ekki viðurkennt með heiðarlegum hætti það sem aflaga fór. Það er grunnforsenda þess að maður geti tekið syndara í sátt er á hólminn kemur. Það er altént mitt mat.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 15.11.2006 kl. 00:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
14.11.2006 | 19:32
James Bond snýr aftur í Casino Royale

Mikið hefur verið deilt um Daniel Craig sem James Bond og sitt sýnist hverjum, eins og ávallt. Mörgum finnst hann stílbrot í hlutverkið í langri sögu Bond-myndanna, en hann mun væntanlega koma með sinn stíl og eðlilegt er að breytt sé um nú. Ég hef alla tíð verið gríðarlegur Bond-aðdáandi. Ég á allar myndirnar 20 sem gerðar hafa verið og er fíkill í spennu og hasar myndanna. Hraðskreiðir bílar, stórhættuleg og seiðandi glæpakvendi, banvænir bardagasnillingar og forríkir glæpamenn eru auðvitað stór þáttur í hverri Bond-mynd og við viljum auðvitað engar drastískar breytingar frá þessum höfuðreglum.
James Bond, þarf varla að kynna fyrir nokkru mannsbarni. Í fjóra áratugi hefur þessi lífseigi kvennabósi skemmt bíógestum um allan heim með hnyttnum tilsvörum og fáguðu skopskyni. Það jafnast sjaldan neitt á við það að fá sér popp og kók og hverfa inn í hugarheim sagnanna. Uppáhaldið mitt í þessum myndaflokki er og hefur alla tíð verið Goldfinger frá árinu 1964. Þvílík dúndurmynd, alveg klassi. Sean Connery er og hefur alla tíð verið minn uppáhaldsBond og sá sem bæði skapaði hlutverkið á hvíta tjaldinu og markaði fyrstu og mikilvægustu sporin í hlutverkinu.
Annars hlakka ég svo sannarlega til að sjá nýjustu myndina. Ég held að þessi skothelda blanda af spennu, hasar og gríni klikki aldrei.
![]() |
Englandsdrottning væntanleg á heimsfrumsýningu Casino Royale |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.11.2006 | 18:55
Kyngir niður snjó á Akureyri

Maður hugsar hinsvegar óneitanlega til jólanna í svona veðri. Ég er einmitt þessa dagana að vinna við að klára jólakortin. Ég bý þau til sjálfur þetta árið, eins og í fyrra. Ég ætla að skrifa á þau öll fyrir vikulok, svo að það sé frá. Svo tekur eitt og annað við sem eftir er af verkum fyrir jólin, en ég er langt kominn með þennan undirbúning. Ég er einn þeirra sem klárar grunnverkin í nóvember og nýt þess að eiga desember rólegan, við bókalestur og rólegheit. Þannig á desember að vera.
En hér snjóar og snjóar. Okkur mun ekki vanta áminningar um veturinn hér næstu dagana, svo mikið er nú alveg víst.
![]() |
Norðanbálviðri og ófærð norðanlands |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.11.2006 | 15:11
Ólafur Ragnar minnist Eysteins Jónssonar

Ólafur Ragnar sat í miðstjórn Framsóknarflokksins 1967-1974 og í framkvæmdastjórn 1969-1973. Á þessum fyrstu árum Ólafs Ragnars í Framsóknarflokknum var Eysteinn Jónsson, formaður flokksins. Eysteinn var öflugur maður í íslenskri stjórnmálabaráttu. Hann varð yngstur allra ráðherra, leiddi flokkinn og var lengi forystumaður á sínum heimavelli í pólitík fyrir austan. Í skjóli Eysteins Jónssonar hóf Ólafur Ragnar Grímsson stjórnmálaþátttöku sína. Það kom mér því ekki að óvörum að forsetinn Ólafur Ragnar Grímsson hefði flutt ávarp til heiðurs Eysteini, en hann hefði orðið tíræður um þessar mundir. Þar er talað af virðingu um pólitísk verk Eysteins og forystu hans í íslenskum stjórnmálum.

Segir Ólafur Ragnar svo í minningargreininni um það er Eysteinn þar í þeirri ferð tilkynnti Ólafi Ragnari að hann ætlaði að hætta formennsku í flokknum árið 1968: Í skugga sólarinnar, sem sleikti hin sögufrægu fjöll, sagði hann mér að nú ætlaði hann að hætta formennsku í Framsóknarflokknum. Rétti tíminn væri kominn. Honum varð ekki þokað þótt ég beitti öllum þrótti og ákafa ungs manns til að telja honum hughvarf. Auðvitað lét svo sterkur stofn íslenskra stjórnmála ekki ungan strák hagga sér. Hugurinn var skýr. Ákvörðunin hafði verið tekin. Rökin voru margvísleg en þó var fjarri því að hann ætlaði að draga sig í hlé.
Í upphafi áttunda áratugarins lenti Ólafur Ragnar upp á kant við forystu flokksins og hann stofnaði ásamt fleirum ungliðum í Framsóknarflokknum, samtök Möðruvellinga, sem voru til vinstri í flokknum. Ólafur Ragnar vildi kanna þann kost að sameina Framsóknarflokkinn og vinstri flokkana í einn flokk. Ólafur Jóhannesson, sem á þeim tíma var forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, var andvígur þessum hugmyndum og Ólafur Ragnar yfirgaf flokkinn ásamt samherjum sínum með miklum hvelli. Hann gekk þá í flokk Hannibals Valdimarssonar, Samtök frjálslyndra og vinstri manna og var t.a.m. formaður framkvæmdastjórnar flokksins 1974-1976. Eftirmálann þekkja allir.
Ólafur Ragnar skrifar af virðingu um Eystein Jónsson. Ræða Ólafs Ragnars er minnisvarði um einn merkasta stjórnmálamann íslensku þjóðarinnar. Það er ekki óvarlegt að telja að Austfjarðagoðinn Eysteinn Jónsson hafi verið sá stjórnmálamaður sem mest mark setti á Ólaf Ragnar Grímsson og mótaði hann til framtíðar í íslenskum stjórnmálum. Leikur lítill vafi á því. Eysteinn mótaði þann mann hugsjónalega sem nú er forseti Íslands til verka í stjórnmálum og þess sem síðar tók við.
Ræða Ólafs Ragnars Grímssonar um Eystein Jónsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.11.2006 | 14:30
Baráttan um forsetaembættið í USA að hefjast

Þrátt fyrir að þingkosningar séu aðeins nýlega afstaðnar er stutt stund milli stríða í þessum efnum. Það er auðvitað mikið verkefni að halda í forsetaframboð í Bandaríkjunum og krefst allt að eins og hálfs árs grunni við uppbyggingu maskínu til verka. Það má því gera ráð fyrir að línur um hverjir fari fram þar muni ráðast fyrir mitt næsta ár. Svipuð vinna er þegar hafin í herbúðum Hillary Rodham Clinton, öldungadeildarþingmanns í New York, sem hlaut glæsilegt endurkjör á dögunum. Það varð ekki til að stöðva orðróminn um framboð að Hillary talaði í sigurræðu sinni til allra landsmanna með þjóðernisást og hvatningu á vörum, en ekki bara þeirra sem kusu hana í borg háhýsanna.

John McCain varð undir í hörðum forkosningaslag innan repúblikana við George W. Bush. Það var eftirminnilegur slagur vissulega, enda leit út fyrir framan af að McCain myndi sigra forsetasoninn frá Texas og niðurlægja framboðsvonir hans. Svo fór ekki, Bush komst í höfn og vann að lokum sögulegan sigur í Flórída-fylki gegn Al Gore. 36 dagar óvissunnar í Flórída í nóvember og desember 2000 gleymist engum stjórnmálaáhugamanni sem upplifði þá merkilegu daga. Að lokum stóð hann uppi sem sigurvegari. Árið 2004 hjálpaði McCain Bush við að ná endurkjöri með athyglisverðum hætti. Nú vill hann reyna aftur við að ná forsetaembættinu.

Það stefnir í gríðarleg átök líka í Demókrataflokknum og ljóst að ekki verður Hillary Rodham Clinton krýnd sem forsetaefni vilji hún taka skrefið alla leið. Það verða lífleg átök á báðum stöðum. Þetta er reyndar óvenju galopinn forsetaslagur, enda er þetta í fyrsta skipti frá árinu 1952 þar sem hvorki sitjandi forseti eða varaforseti verða í kjöri og því mikil uppstokkun framundan innan beggja flokka.
![]() |
Giuliani tekur fyrsta skref í átt að forsetaframboði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |