15.11.2006 | 23:35
Hasar á Bifröst

Er ekki hægt að segja annað en að þetta mál allt sé hið dapurlegasta fyrir Háskólann á Bifröst, sem er einn öflugasti háskóli landsins. Runólfur boðaði í dag til fundar nemenda og starfsfólks til að kanna hvort hann nyti trausts til starfa sinna á Bifröst áfram. Meirihluti fundarmanna lýsti yfir stuðningi við rektorinn þar. Deilur eru nú um boðun fundarins og hvernig hann fór fram. Þar komu fram nemendur sem eru í fylkingum með og á móti Runólfi.
Þetta er vond staða fyrir þennan öfluga skóla og hlýtur að veikja hann. Þetta eru mjög viðkvæmar fréttir og þarna er greinileg ólga innan veggja. Andrúmsloft illinda boðar aldrei gott. Það verður varla á Bifröst frekar en öðrum stöðum. En fyrst og fremst vekja þessar hörðu deilur athygli, enda hefur Háskólinn á Bifröst haft á sér blæ krafts og sóknar í nýjar áttir. Þessi staða hlýtur að veikja allt grunnstarf þarna, sem er varla af hinu góða.
![]() |
Formaður nemendafélagsins á Bifröst lýsir óánægju með fund rektors |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 23:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.11.2006 | 20:00
Stjórn SUS ályktar um Árna Johnsen

"Að gefnu tilefni gerir stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna þá kröfu til Árna Johnsen sem hugsanlegs þingmanns Sjálfstæðisflokksins að hann sýni auðmýkt þegar hann ræðir um þau brot sem hann var sakfelldur fyrir í starfi sínu sem þingmaður. Háttsemi sú sem Árni var dæmdur fyrir var ekki tæknileg mistök" heldur alvarleg og mjög ámælisverð afbrot.
Þátttakendur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi hafa nú veitt Árna Johnsen annað tækifæri til að sýna að hann geti staðið undir því trausti sem kjósendur sýna kjörnum fulltrúum. Fyrsta skrefið í að endurvinna traust flokksmanna og almennings í landinu er að iðrast fyrri mistaka af einlægni og koma fram af auðmýkt og virðingu.
Ef Árni Johnsen tekur sæti á Alþingi munu fjölmiðlar og aðrir fylgjast vandlega með störfum hans þar. Ætla má að embættisstörf hans verði í meira mæli undir smásjánni en gildir um aðra þingmenn. Standi Árni Johnsen undir þeim auknu kröfum sem til hans verða gerðar hefur hann nýtt tækifærið og lagt grunninn að því að endurheimta það traust sem hann glataði við áðurnefnd afbrot."
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
15.11.2006 | 17:51
Á að íslenska heiti kvikmynda?
Það er fátt sem jafnast á við það að skella sér í bíó og sjá vandaðar og vel gerðar kvikmyndir. Ég fer mjög oft í bíó og hef gaman af að stúdera kvikmyndir sem listform og allar hliðar þeirra. Seinustu vikurnar hefur verið nóg af góðum myndum í bíó og því hef ég oft skellt mér og kíkt á þær nýjustu.
Það er mikið talað um hvort íslenska eigi heiti kvikmynda. Er menntamálaráðherra nú að tala fyrir því að íslenska eigi heitin. Stefnt er að því sérstaklega á morgun vegna dags hinnar íslensku tungu. Ég hef mjög lítið spáð í þessu svosem. Ég fer í bíó alveg sama hvort er. Það skiptir litlu máli í raun að mínu mati. The Departed er alveg jafngóð hvort sem hún er presenteruð sem slík eða Hinir framliðnu, sem væri væntanlega íslenskaða heitið annars.
Ég skil að málverndarsinnar geri mál úr þessu. En hvernig sem fer munum við alltaf kalla The Departed, meistaraverk Martin Scorsese, (sem er ein vinsælasta myndin í bíó þessar vikurnar) því nafni sama hvort hún er auglýst þannig eður ei. Þetta er kynningarheiti myndarinnar á veraldarvísu. Þannig að ég skil ekki þessa umræðu alveg. En ef þetta róar einhverja málverndarsinna er mér svosem alveg sama. Ég kalla myndir ávallt sínu heiti, alltsvo hið erlenda, enda er það heiti myndarinnar á heimsvísu.
![]() |
Titlar erlendra kvikmynda þýddir í tilefni af degi íslenskrar tungu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.11.2006 | 13:11
Málefni Akureyrarflugvallar rædd á Alþingi

Það er mikilvægt að framkvæmdir tali í stað gagnslausra orða. Það hefur verið talað um lengingu Akureyrarflugvallar um þónokkuð skeið, en ekkert gerst í þeim efnum. Nú hafa Akureyrarbær og KEA boðið flýtifjármögnun til að hægt sé að lengja brautina á vellinum, eins og fram kom í hádegisfréttum Bylgjunnar. Það eru mikil vonbrigði að aðstæður séu með þeim hætti að Iceland Express treystir sér ekki lengur til að halda úti vetrarmillilandaflugi til bæjarins. Grunnforsenda þess að hafa millilandaflug er að lengja brautina.
Það er gleðiefni að þverpólitísk samstaða sé um stöðu mála. En orð megna sín mjög lítils ef þeim fylgja ekki sýnilegar efndir. Þeirra hefur verið beðið lengi frá Sturlu Böðvarssyni, samgönguráðherra. Það er vonandi að þessi ráðherra sé þess megnugur að standa við stóru orðin og koma þessu máli úr umræðugírnum og á vegferð framkvæmda. Það er það sem skiptir máli, ekki innihaldslaust blaður.
![]() |
Lenging flugbrautar á Akureyrarflugvelli rædd á Alþingi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
15.11.2006 | 11:59
Fer Jacques Chirac fram í þriðja skiptið?

Nú hefur hið merkilega gerst að Bernadette, eiginkona forsetans, hefur lýst því yfir að ekki sé útilokað að forsetinn fari fram þriðja sinni. Það var gert með mjög áberandi hætti í Nouvel Observateur. Greinilegt er að verið að reyna að kanna stöðu forsetans með áþreifanlegum hætti. Chirac er gamall pólitískur refur og veit að með því að láta eiginkonu sína vera boðbera tíðindanna getur hann betur skannað landslagið og viðbrögð landsmanna. Það kemur þó á óvart að hann taki þessa afstöðu.
Það er samt ljóst að forsetinn á undir högg að sækja. Frekar litlar líkur verða að teljast á því að hann fari fram aftur í forsetakjöri eins og staða mála er þessar vikurnar. En með þessu er greinilegt að forsetinn hefur ekki enn tekið formlega ákvörðun um að hætta, eins og svo víða hefur verið talað um. Það er greinilegt að ákvörðunin er handan við hornið, enda fer að líða að hörku kosningabaráttunnar, en forsetakjörið fer fram í tveim umferðum í apríl og maí, ef forseti er ekki kjörinn í fyrri umferð, sem sjaldan hefur gerst.
Mikið er talað um forsetaframboð Segolene Royal og Nicolas Sarkozy. Heldur verður nú að teljast líklegt að það verði þau sem berjist um lyklavöldin í Elysée-höll, embættisbústað franska forsetaembættinsins, að vori. Chirac verður varla persóna í þeim kosningaslag. En þetta er merkilegt útspil sem við verðum vitni að með viðtalinu við Bernadette Chirac og mjög til vitnis um að forsetinn hefur ekki enn slegið formlega á framboð sitt.
Það verða þó að teljast hverfandi líkur að hann leggi í framboð til annarra fimm ára og enn ólíklegra að hann kæmi sem sigurvegari út úr þeim kosningaslag.
![]() |
Eiginkona Chiracs segir hann íhuga framboð þriðja kjörtímabilið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.11.2006 | 10:42
Eðlileg ákvörðun hjá Iceland Express

Bæjaryfirvöld og fleiri aðilar hafa talað af krafti fyrir þessum þáttum, en fyrir daufum eyrum stjórnvalda sem draga lappirnar í málinu. Því hefur farið sem farið hefur. Mér finnst mikilvægt að þakka vel það sem vel er gert, öll metum við þetta flug milli Akureyrar og heimsborga mikils. Iceland Express hefur að mínu mati staðið sig mjög vel og fyrirtækið á heiður skilinn fyrir þá þjónustu sem það hefur veitt fólkinu á svæðinu. Þetta er því skiljanlegt að þau taki þessa ákvörðun út frá grunnforsendum mála. Það er enda mikilvægt að skrefið verði stigið til fulls og ráðist í endurbætur á vellinum.
Það er lykilatriði málsins. Beðið er eftir því að þessar endurbætur komi, enda eru þær forsendur þess að millilandaflug sé raunhæft á vetrarmánuðum í heildina litið.
![]() |
Eðlileg ákvörðun Iceland Express miðað við aðbúnað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 10:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)