4.11.2006 | 22:56
Leiðtogaeinvígi Gunnars og Þórunnar í kraganum

Í fyrstu tölum var Gunnar í fyrsta sæti, Katrín Júlíusdóttir, alþingismaður úr Kópavogi, var í öðru sætinu, Þórunn í því þriðja, Árni Páll Árnason í því fjórða, Guðmundur Steingrímsson, Moggabloggari og sonur Steingríms Hermannssonar fyrrum forsætisráðherra, var í fimmta sætinu og Tryggvi Harðarson, fyrrum bæjarfulltrúi í Hafnarfirði í því sjötta. Á eftir komu þau Sonja B. Jónsdóttir og Jakob Frímann Magnússon. Valdimar Leó Friðriksson sem varð alþingismaður á miðju kjörtímabili er mjög neðarlega og orðið ljóst að hann hefur misst þingsæti sitt. Nú fyrir skömmu skaust Þórunn upp í fyrsta sætið en Gunnar niður í hið þriðja.
Það stefnir því í spennandi einvígi milli Gunnars og Þórunnar um forystuna. Fram að því sýndist stefna í það að breytingarnar á forystunni yrðu þær að nýjir fulltrúar Hafnarfjarðar og Kópavogs færu í forystuna. Efst í prófkjöri síðast voru Hafnfirðingurinn Guðmundur Árni og Kópavogsbúinn Rannveig Guðmunds, og í staðinn kæmu Gunnar, sem fulltrúi Hafnfirðinga til forystu, og Katrín, sem arftaki Rannveigar úr Kópavogi, og um leið myndi Þórunn sitja eftir fyrir neðan Katrínu, en Þórunn varð þriðja í síðasta prófkjöri en Katrín fjórða. En þetta verður greinilega jöfn og hressileg talning.
Það verður fróðlegt að sjá hvernig henni lýkur að lokum um eða eftir miðnættið.
![]() |
Þórunn komin í 1. sæti Samfylkingarinnar í SV-kjördæmi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.11.2006 | 20:25
Kristján sigrar - Akureyringar ná ekki settu marki
Úrslit liggja nú fyrir í prófkjöri Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi. Kristján L. Möller, leiðtogi flokksins í kjördæminu, sigraði í prófkjörinu með glæsibrag og hlaut um 70% greiddra atkvæða. Kristján hefur setið á þingi allt frá árinu 1999, fyrst leiddi hann lista flokksins í gamla Norðurlandskjördæmi vestra en hefur leitt listann í Norðausturkjördæmi frá árinu 2003. Sigur Kristjáns kemur fáum að óvörum sem fylgjast með pólitíkinni hér á svæðinu.
Einar Már Sigurðarson, alþingismaður frá Neskaupstað, vinnur mikinn varnarsigur með því að halda sínu öðru sæti. Lára Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri hér á Akureyri, náði ekki að sigra Einar Má í slagnum um annað sætið og vekur það nokkra athygli, enda lögðu Akureyringar mikið kapp á það að eiga fulltrúa sinn í öruggu sæti. Einar Már þótti vera undir í slagnum lengi vel og var talað um að hann myndi jafnvel ekki komast í efstu þrjú sætin. Niðurstaðan er því gleðiefni fyrir hann og væntanlega má hann vel við una.
Lára heldur sínu þriðja sæti en nær ekki settu marki. Það hljóta að vera vonbrigði fyrir hana í þeirri stöðu sem uppi er. Það er merkilegt að kona verður ekki í öruggu sæti á lista flokksins og enginn Akureyringur um leið. Þingmennirnir halda velli og verða prófkjörsúrslitin að teljast mikill sigur þeirra, enda að þeim sótt úr mörgum áttum. Benedikt Sigurðarson fær nokkurn skell og er langt frá því að ná settu marki. Hann stefndi á fyrsta sætið af krafti gegn Kristjáni og var langt frá því að ná því og fór frekar illa út úr þessu. Úrslitin verða því ekki túlkuð öðruvísi en mikil vonbrigði fyrir hann að öllu leyti. Það verður fróðlegt að heyra skoðanir Bensa á úrslitunum í kosningunni, en hann hefur ekki enn birst í viðtali.
Næst á eftir þeim þrem efstu koma Ragnheiður Jónsdóttir og Örlygur Hnefill Jónsson á Húsavík. Ragnheiður virðist fá mjög góða kosningu, en hún kom í slaginn nokkuð óþekkt í heildina séð. Örlygur Hnefill sem varð þriðji í prófkjörinu 2002 en færður niður fyrir Láru til að efla hlut kvenna á listanum fékk nokkurn skell og varð fimmti, því mun neðar en í síðasta prófkjöri. Jónína Rós frá Egilsstöðum fær hina fínustu kosningu. Neðstir eru svo ungliðarnir; Svenni bloggvinur og Kristján Ægir. Það veikti stöðu ungliðanna að þeir væru tveir báðir að stefna á sama sæti, en svo fór sem fór. Enginn ungliði var reyndar á lista flokksins í kjördæminu í síðustu kosningum.
Heilt yfir séð verður ekki annað sagt en að þessi prófkjörsúrslit séu allnokkuð áfall fyrir Akureyringana í framboði. Þau Lára og Bensi sóttu að þingmönnunum af krafti en urðu undir í þeim slag. Það er niðurstaða mála. Þetta hlýtur að vera mikið áfall fyrir Samfylkingarmenn á Akureyri, sem hafa langsterkasta stöðu á sveitarstjórnarstiginu innan flokksins á svæðinu einmitt hér á Akureyri, verandi með þrjá bæjarfulltrúa og tilvonandi bæjarstjóra eftir tæp þrjú ár, Hermann Jón Tómasson. En svona fór þetta fyrir þeim. Þessi tíðindi eru ansi stór og verða víða rædd hér í bænum væntanlega á næstu dögum.
Þetta færir okkur sjálfstæðismönnum mikil tækifæri í prófkjörinu eftir þrjár vikur og við berjumst nú fyrir því að Akureyringar komist í örugg sæti á okkar lista. Að öllu óbreyttu getum við tryggt að Akureyringur leiði lista og við vinnum að því af krafti. Það virðist vera að hjá okkur sjálfstæðismönnum séu nú einu líkurnar til staðar á því að Akureyringur leiði framboðslista í komandi kosningum í kjördæminu. Við munum væntanlega nota það tækifæri vel hér og vinna fyrir okkar fólk af krafti.
![]() |
Kristján Möller sigraði í prófkjöri Samfylkingarinnar í NA-kjördæmi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.11.2006 | 18:08
Kristján, Einar Már og Lára efst hjá Samfó í NA

Það verður fróðlegt að sjá hver sigrar prófkjörið, en fjögur sóttust eftir því að leiða listann; þau Kristján, Benedikt, Ragnheiður Jónsdóttir og Örlygur Hnefill Jónsson, þau tvö síðarnefndu sóttust eftir 1. - 3. sæti en Kristján og Benedikt aðeins eftir leiðtogastólnum. Kristján leiddi Samfylkinguna í Norðausturkjördæmi í síðustu þingkosningum og í Norðurlandskjördæmi vestra í kosningunum 1999 og hefur setið á þingi alla tíð síðan.
Það verður væntanlega fylgst með því hvernig fer í Norðausturkjördæmi. Flokkurinn hlaut þar tvo þingmenn kjörna í þingkosningunum 2003, en munaði litlu að Lára Stefánsdóttir kæmist inn á þing úr þriðja sætinu. Ef marka má fyrstu tölur stefnir í að óbreytt röð verði í þrem efstu sætum framboðslistans frá síðustu þingkosningum.
Viðbót - kl. 18:40
Þegar 1200 atkvæði hafa verið talin í prófkjörinu er staðan óbreytt á röð þriggja efstu og stefnir í að úrslitin verði með þessum hætti.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.11.2006 | 15:06
Kostuleg skrif á "Orðinu á götunni"

Það hlýtur að vera skrifað um þetta á forsendum Samfylkingarmanna, en margar sögusagnir ganga um það hverjir skrifi á Orðinu, og ekki eru þær kjaftasögur um að sjálfstæðismenn eigi þar hlut að máli allavega. Það má svo sannarlega telja fimmta sætið á lista sjálfstæðismanna í kraganum, sem verður væntanlega leiddur af Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, menntamálaráðherra og varaformanni flokksins, sem þingsæti og væntanlega hið sjötta líka. Í nýjustu mánaðarkönnun Gallups mælist nefnilega Sjálfstæðisflokkinn með heil sjö þingsæti í kjördæmi og meira en helmingsfylgi, hvorki meira né minna. Sterk staða það heldur betur.
Væntanlega er spáin um sjö þingsæti nokkur bjartsýni en það er hlægilegt að sjá vangaveltur um það að sjálfstæðismenn fái innan við fimm þingsæti í kraganum miðað við allar aðstæður. Það eru enda allar forsendur á því að listi sjálfstæðismanna í kraganum verði sigurstranglegur og öflugur. Það er öflugur hópur frambjóðenda þar og alveg ljóst að flokkurinn stendur gríðarlega vel á svæðinu, með hreina meirihluta í nokkrum sveitarfélögum og sterka stöðu í flestum öðrum. Allar forsendur eru fyrir góðu gengi að vori. Það er því undarlegt að sjá þessa spá, sem ekki á sér hljómgrunn í mánaðarkönnun Gallups allavega.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.11.2006 | 14:01
Konungsbók Arnaldar komin út

Þetta er tíunda skáldsaga Arnaldar. Sagan gerist að mestu í Kaupmannahöfn árið 1955 og tengist leyndarmáli sem snertir helsta dýrgrip Íslands, Konungsbók Eddukvæða. Aðalsöguhetjan er ungur íslenskufræðingur, Valdemar að nafni. Valdemar heldur til náms í Danmörku, kynnist þar gömlum prófessor og um leið skelfilegu leyndarmáli sem leiðir þá félaga í mikla háskaför um Evrópu, inn í skjalasöfn, grafhýsi, fornbókasölur og á fleiri hættustaði. Þetta er mögnuð og spennandi saga, ef marka má fréttatilkynninguna og umsögn um bókina á kápu.
Það er ekki hægt að segja annað en að Arnaldur sé orðinn einn virtasti spennusagnahöfundur Norðurlanda og fer frægðarsól hans sífellt hækkandi. Nýlega var ein besta skáldsaga hans, Mýrin, kvikmynduð og er hún á góðri leið með að slá öll áhorfsmet. Er það eitthvað sem allir aðdáendur bóka hans áttu vel von á. Bækur hans hafa selt í um þremur milljónum eintaka í á þriðja tug landa og hefur enginn íslenskur rithöfundur náð slíkri útbreiðslu. Í dag er ítarlegt viðtal við Arnald í Fréttablaðinu, sem áhugavert er að lesa.
Það er því heldur betur tilhlökkunarefni að hefja lesturinn á Konungsbók nú á næstu dögum. Hlakka heldur betur til, get ekki annað sagt.
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.11.2006 | 13:03
Frjálslyndir mælast með engan þingmann nú
Kosningalögin eru einföld hvað það snertir að fái flokkur ekki kjördæmakjör og fótfestu víða um land fær hann auðvitað ekki jöfnunarsæti. 5% fylgi á landsvísu þarf til að geta fengið jöfnunarsæti. Í síðustu kosningum hlutu Frjálslyndir tvo kjördæmakjörna menn og tvo jöfnunarmenn. Reyndar gekk Gunnar Örn Örlygsson, alþingismaður, úr flokknum vorið 2005 og gekk til liðs við Sjálfstæðisflokkinn og efldi því ríkisstjórnina með því.
Það eru mikil tíðindi þegar að formaður stjórnmálaflokks mælist ekki inni á þingi. Það virðist gilda nú bæði um Guðjón Arnar og Jón Sigurðsson, formann Framsóknarflokksins, sem mælist ekki heldur inni í Reykjavík norður eins og ég hef áður vikið að. Þetta verða erfiðar kosningar fyrir báða flokka að óbreyttu. Reyndar er mjög fróðleg greining á stöðu mála nú í greinargóðri spá Ólafs Þ. Harðarsonar á vef RÚV.
4.11.2006 | 12:12
Samúel Örn í 2. sæti Framsóknar í Kraganum

Yfirburðir Samúels Arnar koma nokkuð á óvart, enda er hann tiltölulega nýr í stjórnmálum. Hann var nærri því að sigra prófkjör Framsóknarflokksins í Kópavogi snemma á árinu og varð annar. Hann komst þó ekki inn í bæjarstjórn Kópavogs, enda galt flokkurinn afhroð í kosningunum og hlaut aðeins einn mann kjörinn, leiðtogann Ómar Stefánsson, í stað þriggja áður í síðustu kosningunum sem Sigurður Geirdal leiddi flokkinn þar. Það verður nú hlutskipti Samúels Arnar að taka annað sætið, sem Páll Magnússon, bæjarritari í Kópavogi, sat í áður.
Í fyrstu umferð kjörs í annað sæti á lista flokksins hlaut Samúel Örn eins og fyrr segir 91 atkvæði, Una María 75 atkvæði, Gísli 60 og Þórarinn E. hlaut 11 atkvæði. Í seinni umferð hlaut Samúel Örn 148 en Una María 90 atkvæði. Eftir þessa kosningu tók við kjör í næstu sæti fyrir neðan. Una María Óskarsdóttir varð í þriðja sætinu og Gísli Tryggvason lenti í fjórða sætinu. Það verða því þrír Kópavogsbúar í fjórum efstu sætum flokksins í kjördæminu.
Það er merkilegt að sjá þessi úrslit og greinilegt að þarna eru nokkur tíðindi. Sigur Samúels Arnar eru nokkuð athyglisverð tíðindi allavega. Jöfn kynjaskipting er svo hjá flokksmönnum í þessi fjögur efstu sæti.
![]() |
Samúel Örn í 2. sæti í SV-kjördæmi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.11.2006 | 02:28
Göngutúr í rökkrinu - prófkjörshugleiðingar
Ég er bjartsýnn á næstu vikur fyrir okkur sjálfstæðismenn í kjördæminu vegna prófkjörsins eftir þrjár vikur. Það er gott fólk í kjöri, vissulega vonbrigði að það væru ekki fleiri, en það stefnir í lífleg en vonandi málefnaleg átök um leiðtogastólinn í kjördæminu. Persónulega gleðst ég yfir því að við öll fáum nú tækifæri til að velja okkur nýjan kjördæmaleiðtoga með þessum hætti, nú þegar að Halldór hættir forystustörfum í stjórnmálum eftir langt og farsælt verk fyrir okkur hér. Það er tækifæri sem á að efla okkur sem liðsheild, ekkert nema gott um það að segja.
Ég fann kraft í okkur flokksmönnum við opnun beggja prófkjörsskrifstofanna í dag og tel öflugan tíma framundan. Hver svo sem úrslit verða tel ég okkur há þennan prófkjörsslag með þeim hætti að þar myndist sigursveit til verka. Það er notalegt að geta skrifað og fjallað um mál næstu vikna með líflegum hætti og það hyggst ég vissulega gera. Það sem skiptir mestu máli er að háð verði barátta sem öllum sé til sóma og ég tel mig þekkja leiðtogaefnin öll það vel að ég tel að þannig verði baráttan unnin. Öll eru þau sómafólk sem geta höndlað forystuna með sóma.
Hver svo sem næstu skref verða tel ég okkur geta haldið öflug í komandi kosningabaráttu eftir prófkjörið. Það tækifæri sem okkur gefst nú hér í Norðausturkjördæmi er að móta öfluga liðsheild til verka í langri kosningabaráttu. Ég tel það verða áhugavert að sjá hvernig hún raðast upp og hver verði hinn nýi leiðtogi sem tekur við keflinu af Halldóri Blöndal.
Þegar að við kveðjum Halldór að lokum við lok þessa kjörtímabils er það hið allra besta sem við getum fært honum við leiðarlok þessa að sigra kosningarnar í vor með glans. Það er markmiðið - að því berjumst við öll sem eitt. Einfalt mál!
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 02:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.11.2006 | 01:33
Brosað með Baggalút

Finnst plöturnar þeirra virkilega góðar. Sú fyrri: Pabbi þarf að vinna..., var með flottum lögum og góðum húmor, eins og þeirra er von og vísa. Sérlega eru flott þar titillagið og svo auðvitað Settu brennivín í mjólkurglasið vina.... Alveg eðall. Platan þeirra í sumar: Aparnir í Eden, er ekki síðri og t.d. er lagið Allt fyrir mig með Bo Hall rosalega gott og grípandi. Textinn stuðaði suma, en hann er nettur og hress að hætti Baggalútsmanna.
Á fimmtudagskvöldið horfði ég á fínan skemmtiþátt Hemma Gunn á Stöð 2. Þar var frumflutt enn eitt úrvalslagið með Baggalút. Það heitir einfaldlega: Brostu! Fannst þetta grípandi og gott lag, eins og mörg hin lögin. Það passar allavega vel við núna um háveturinn. Það jafnast enda einfaldlega ekkert á við að brosa. Eitt bros getur enda dimmu í dagsljós breytt, eins og skáldið sagði. :)
Tónlist | Breytt s.d. kl. 01:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.11.2006 | 01:01
Kvöldgestir Jónasar í 25 ár
Það eiga allir sína sögu að baki og koma úr ólíkum áttum. Jónas hefur byggt sér upp þann merka stíl að geta kafað ofan í sál viðmælandans og opna hana fyrir landsmönnum. Með sínum takti hefur Jónasi enda tekist að fá gestina sína til að tjá sig á einlægan og skemmtilegan hátt um lífið og tilveruna. Oft er skemmtilegast að hlusta á viðtöl við fólk sem er með öllu óþekkt en Jónas hefur fengið til sín þingmenn, verkamenn og allt þar á milli í rauninni. Þeir eru mjög ólíkir en segja sína sögu í rólegheitum með manni sem kann að finna taktinn í samskiptum við þá og jafnvel sýna okkur aðra hlið á þeim.
Í vikunni var Jónas gestur í morgunþætti Gests Einars og Hrafnhildar á Rás 2 og ræddu um þáttinn og vinnuna á bakvið hann í góðu viðtali. Fyrsti gestur Jónasar í fyrsta þættinum þann 30. október 1981 var sr. Auður Eir Vilhjálmsdóttir, fyrsta konan í prestsembætti hérlendis. Í kvöld ræddi hann aftur við Auði Eir 25 árum síðar. Hlustaði á viðtalið sem var innihaldsríkt og gott, eins og venjulega. Vil óska Jónasi til hamingju með afmæli þáttanna og vona að hann verði lengi að enn, þó aldurinn færist vissulega yfir hann, eins og alla aðra.
Þess má að lokum geta að Jónas samdi fallegasta lagið sem Hljómsveit Ingimars Eydals flutti á öllum sínum glæsilega ferli, Vor í Vaglaskógi. Algjör perla, allavega í huga okkar norðanmanna.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 01:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)