Gleđilegt ár!

Áramót Í ţessari síđustu bloggfćrslu minni á árinu 2006 vil ég senda lesendum vefsins og vinum mínum og kunningjum mínar innilegustu nýárskveđjur. Óska ég ţeim farsćldar á nýju ári og ţakka ţeim samfylgdina á árinu sem er ađ líđa. Ţeim sem ég hef kynnst á árinu vil ég ţakka fyrir notaleg kynni.

Ég vil sérstaklega ţakka öllum ţeim sem ég kynnst í gegnum ţennan vef minn, sem er eiginlega mitt líf og yndi, enda fć ég hér útrás hér fyrir skođanir mínar og pćlingar. Vil ég ţakka ykkur fyrir hollustu viđ vefinn og ađ lesa hann. Ţađ er mér ómetanlegt ađ fá góđar kveđjur og skilabođ viđ skrif mín.

bestu nýárskveđjur frá Akureyri
Stefán Friđrik Stefánsson


Nú áriđ er liđiđ í aldanna skaut
og aldrei ţađ kemur til baka,
nú gengin er sérhver ţess gleđi og ţraut,
ţađ gjörvallt er runniđ á eilífđar braut,
en minning ţess víst skal ţó vaka.

En hvers er ađ minnast? Og hvađ er ţađ ţá,
sem helst skal í minningu geyma?
Nú allt er á fljúgandi ferđ liđiđ hjá,
ţađ flestallt er horfiđ í gleymskunnar sjá.
En miskunnsemd Guđs má ei gleyma.

Hún birtist á vori sem vermandi sól,
sem vöxtur í sumarsins blíđum,
í nćđingum haustsins sem skjöldur og skjól,
sem skínandi himinn og gleđirík jól
í vetrarins helkuldahríđum.

Hún birtist og reynist sem blessunarlind
á blíđunnar sólfagra degi,
hún birtist sem lćkning viđ böli og synd,
hún birtist ţó skćrast sem frelsarans mynd,
er lýsir oss lífsins á vegi.

Nú Guđi sé lof fyrir gleđilegt ár
og góđar og frjósamar tíđir,
og Guđi sé lof, ţví ađ grćdd urđu sár,
og Guđi sé lof, ţví ađ dögg urđu tár.
Allt breyttist í blessun um síđir.

Ó, gef ţú oss, Drottinn, enn gleđilegt ár
og góđar og blessađar tíđir.
Gef himneska dögg gegnum harmanna tár,
gef himneskan friđ fyrir lausnarans sár
og eilífan unađ um síđir.

Valdimar Briem


Áhugaverđ stjórnmálaumrćđa í Kryddsíld

Kryddsíld 2005 Venju samkvćmt var áhugavert ađ horfa á Kryddsíld á Stöđ 2. Merkilegustu tíđindin í ţćttinum ţetta áriđ var vćntanlega ađ leiđtogar kaffibandalagsins eru ekki sammála um neitt. Hikstađi Steingrímur J. á ţví ađ lofa Ingibjörgu Sólrunu leiđtogasess í bandalaginu. Ađeins stóđ eftir hálfvelgjutal um ađ reyna ađ mynda stjórn myndi sitjandi ríkisstjórn falla en ekkert annađ liggur á borđinu greinilega. Stórtíđindi ţađ.

Hef ég horft á Kryddsíldina allt frá ţví ađ Elín Hirst byrjađi međ hana í denn á Stöđ 2 á gamlársdag 1989, minnir mig allavega. Ávallt er ţar áhugaverđ og skemmtileg stjórnmálaumrćđa, enda formenn flokkanna ađ rćđa hitamálin svo eftir er tekiđ. Oft hafa menn tekist hressilega á, minnast margir rimmu Davíđs Oddssonar og Össurar Skarphéđinssonar í Kryddsíld á gamlársdag 2002 um málefni Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur sem fór í varaţingmannsframbođ eins og flestir muna eftir

Ađ ţessu sinni var lífleg umrćđa, enda margt eftirminnilegt frá árinu. Rćtt var um helstu hitamál ársins. Engum kom ađ óvörum ađ aftakan á Saddam Hussein, fyrrum forseta Íraks, var ađalumrćđuefniđ í byrjun ţáttarins, enda vafalaust frétt ársins. Rćtt var ennfremur um virkjunarmál, utanríkismál, endalok stjórnmálaferils Halldórs Ásgrímssonar, sem hćtti sem forsćtisráđherra á árinu og hélt til annarra verkefna, endalok varnarliđsins á Keflavíkurflugvelli og svona mćtti lengi telja. Ţetta var líflegt fréttaár og lifandi umrćđur um stöđu mála á áramótum.

Var lítiđ um átök svosem. Enn sér mađur keim ţess ađ Davíđ og Össur eru horfnir á braut, en ţeir settu jafnan mesta svipinn á ţáttinn hin seinni ár, og svo er auđvitađ Halldór farinn frá velli. Ţau Geir, Jón og Ingibjörg Sólrún eru komin ţess í stađ sem veigamikill hluti ţáttarins. Leiđtogarnir léku á alls oddi, enda léttar og ljúfar umrćđur, heilt yfir voru ţetta nokkuđ heilsteyptar og málefnalegar umrćđur.

Tíđindin voru hinsvegar hikstiđ á kaffibandalaginu sem er mjög gott fyrir okkur stuđningsmenn ríkisstjórnarinnar. Ţađ virđist enginn grundvöllur vera undir lapţunnu kaffibandalagi stjórnarandstöđunnar, sem vekur athygli vissulega. Ţetta var ţví áhugavert spjall, ómissandi fyrir sanna stjórnmálaáhugamenn og sýndu okkur vel hverjum er best treystandi fyrir stjórn landsins á nýju ári.

Áramótauppgjör 2006

Gleđilegt ár! Áriđ 2006 líđur senn í aldanna skaut. Ađ baki er eftirminnilegt ár fyrir margra hluta sakir. Í ítarlegum áramótapistli mínum, sennilega ţeim lengsta og ítarlegasta sem ég hef ritađ á löngum pistlaferli mínum, sem birtist í dag á vef Sambands ungra sjálfstćđismanna fer ég yfir áriđ međ mínum hćtti og ţađ sem ég tel standa helst eftir ţegar litiđ er yfir ţađ.

Ársins 2006 verđur í framtíđinni eflaust minnst hér heima sem ársins er herinn fór, Halldór Ásgrímsson hćtti ţátttöku í stjórnmálum og sagđi af sér sem forsćtisráđherra, Geir H. Haarde varđ forsćtisráđherra, Jón Sigurđsson varđ formađur Framsóknarflokksins og skipti um kúrs í Íraksmálinu, R-listinn leiđ undir lok og Vilhjálmur Ţ. varđ borgarstjóri, talađ var um hleranir í kalda stríđinu, Jón Baldvin sagđist hafa veriđ hlerađur, ţjóđin hafnađi slúđurblađamennsku DV, Hálslón varđ ađ veruleika, Ómar kastađi af sér grímu hlutleysis í virkjunarmálum, Árni Johnsen náđi öruggu ţingsćti ađ nýju í prófkjöri í Suđurkjördćmi og nefndi afbrot sín tćknileg mistök, slökkt var á NFS og hvalveiđar hófust ađ nýju í atvinnuskyni.

Á erlendum vettvangi bar hćst ađ Saddam Hussein var tekinn af lífi í Bagdad, George W. Bush og Tony Blair áttu í miklum pólitískum erfiđleikum, repúblikanar misstu meirihluta í báđum deildum Bandaríkjaţings og breski Verkamannaflokkurinn missti mikiđ fylgi í byggđakosningum, Donald Rumsfeld sagđi af sér, vargöld ríkti í Líbanon, Ariel Sharon fékk heilablóđfall sem leiddi til ţess ađ hann varđ óstarfhćfur og áratugalöngum stjórnmálaferli hans lauk, Ehud Olmert varđ forsćtisráđherra Ísraels, vinstristjórn Göran Persson féll í Svíţjóđ og borgaraflokkarnir komust til valda, skopmyndir af Múhameđ ollu ólgu í Miđ-Austurlöndum, Augusto Pinochet og Slobodan Milosevic létust og Berlusconi missti völdin.


Heldur betur litríkt ár sem senn kveđur. Ađ mínu mati ber algjörlega hćst brotthvarf hersins og endalok stjórnmálaferils Halldórs Ásgrímssonar. Erlendis gnćfir aftakan á Saddam Hussein yfir öllu, auk ţess pólitíska loftslagiđ í Bandaríkjunum og Bretlandi ađ ógleymdri vargöldinni í Líbanon í sumar. Fjalla ég um öll ţessi málefni í ítarlegum pistli og vona ég ađ ţiđ njótiđ pistilsins og lesiđ hann af áhuga.

Saddam Hussein jarđsettur í Tikrit

Saddam Hussein Saddam Hussein, fyrrum forseti Íraks, sem tekinn var af lífi fyrir sólarhring, var jarđađur í heimabć sínum, Tikrit, fyrir nokkrum klukkustundum. Hann var lagđur til hinstu hvílu fyrir dögun ađ írökskum tíma í kirkjugarđi í Awja-hlutanum í Tikrit. Lík Saddams var fyrir nokkrum klukkustundum afhent hérađshöfđingjum á svćđinu og greftrun fór fram ađ siđ múslima skömmu síđar.

Lát Saddams og greftrun hans á sama sólarhringnum markar sláandi endalok á litríkum ćviferli Saddams, sem var lykilpersóna í írökskum stjórnmálum og viđ Persaflóa í áratugi. Saddam hefur veriđ lykilpersóna átaka á svćđinu til fjölda ára og hefur veriđ táknmynd einrćđisstjórnarinnar sem hann leiddi í yfir tvo áratugi. Dauđi hans markar viss endalok ţessa skeiđs í sögu landsins.

Skv. fréttum voru um 100 einstaklingar viđstaddir greftrun Saddams Husseins í Tikrit. Í sama kirkjugarđinum og hann hlaut sína hinstu hvílu eru ennfremur lík sona hans, Uday og Qusay, sem féllu sumariđ 2003 í átökum viđ heri Bandamanna. Ţar hvíla ennfremur ađrir fjölskyldumeđlimir Saddams. Beiđni dćtra Saddams um ađ fá jarđneskar leifar hans afhentar til greftrunar í Yemen var hafnađ og ákveđiđ af ríkisstjórn landsins ađ hann myndi hvíla á heimaslóđum.

Ţađ leikur enginn vafi á ţví ađ dauđi Saddams nú í lok ársins eru stćrstu pólitísku tíđindi ársins og mestu tíđindi áratugarins vćntanlega, ef undan er skiliđ Íraksstríđiđ sjálft og hryđjuverkin í Bandaríkjunum fyrir fimm árum. Ţessi tíđindi marka ţáttaskil. Ţađ verđur fróđlegt ađ sjá hvađa áhrif dauđi Saddams Husseins muni í raun og sann hafa á stöđu mála í Írak nćstu vikur og mánuđi.

Bloggfćrslur 31. desember 2006

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband