6.12.2006 | 22:52
Öldungadeildin stađfestir skipan Robert Gates

95 ţingmenn öldungadeildarinnar stađfestu skipan Gates en tveir ţingmenn repúblikana; Rick Santorum og Jim Bunning greiddu atkvćđi gegn honum. Gates var stađfestur af hermálanefnd öldungadeildarinnar í gćr. Var ekki búist viđ formlegri stađfestingu ţingdeildarinnar fyrr en á morgun en henni var flýtt.
Var ţingmönnum beggja flokka eflaust ţađ mjög mikiđ keppikefli ađ klára stađfestinguna af svo binda megi enda á ráđherraferil Rumsfelds, sem er einn umdeildasti ráđherrann í ríkisstjórn Bandaríkjanna á síđustu áratugum.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:28 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
6.12.2006 | 16:45
Kristján Ţór ţiggur biđlaunin

Ţađ telst varla óeđlilegt ađ Kristján Ţór ţiggi biđlaunin í ţeirri stöđu sem uppi var er hann allt ađ ţví neyddist vegna krafna Samfylkingarinnar til ađ afsala sér embćtti bćjarstjóra fyrir ţingkosningar. Honum var allt ađ ţví gert ađ láta af störfum og tók ţá ákvörđun og stendur uppi án ţessa embćttis sem honum var faliđ ađ loknum kosningum.
Samfylkingin tók ţá ákvörđun ađ Kristján Ţór gćti ekki veriđ lengur bćjarstjóri, ţađ ţjónađi ţeim ekki ađ horfa upp á ţađ í stöđunni. Ţađ er ţeirra val. Ţađ er ţví varla undrunarefni ađ hann láti reyna á ákvćđi um biđlaun í ţeim samningi sem hann hafđi sem bćjarstjóri og full samstađa um milli meirihlutaflokkanna.
![]() |
Kristján Ţór ţiggur biđlaun |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:46 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)
6.12.2006 | 13:18
Styttist í ráđherraskipti í Pentagon
Flest bendir til ţess ađ öldungadeild Bandaríkjaţings muni á morgun stađfesta Robert Gates sem nýjan varnarmálaráđherra Bandaríkjanna og ţá muni formlega ljúka langri ráđherratíđ hins umdeilda Donalds Rumsfelds í Pentagon. Hermálanefnd Bandaríkjaţings samţykkti skipan Gates samhljóđa í gćr og nú fer máliđ fyrir ţingdeildina sjálfa. Er full samstađa međal beggja flokka um tilnefningu Bush forseta á Gates. Sérstaklega eru demókratar áfjáđir í ađ stađfesta Gates til ađ binda enda á ráđherraferil Rumsfelds.
Gates vann stuđning ólíkra afla viđ tilnefningu sína og hlaut ađdáun landsmanna međ afdráttarlausri framkomu og hiklausum svörum í fimm tíma yfirheyrslu fyrir hermálanefndinni í gćr. Ţar sagđi Gates ađ árás á Íran eđa Sýrland kćmi ekki til greina, nema sem algjört neyđarúrrćđi. Ţá sagđist hann ekki telja ađ Bandaríkin séu á sigurbraut í Írak og ţar sé mikiđ verk óunniđ eigi sigur ađ vinnast í bráđ. Sagđist hann vera opinn fyrir nýjum hugmyndum varđandi málefni Íraks. Athygli vakti ađ hann tók undir stađhćfingar demókrata í nefndinni um ađ ástandiđ í Írak vćri óásćttanlegt og lagđi áherslu á uppstokkun á stöđu mála.
Val Bush forseta á Robert Gates í stađ Donalds Rumsfelds var til marks um uppstokkun mála og upphaf nýrra tíma, enda er Gates allt annarrar tegundar en Rumsfeld. Brotthvarf Rumsfelds veikir t.d. Dick Cheney í sessi innan ríkisstjórnarinnar, en Cheney, sem varnarmálaráđherra í forsetatíđ Bush eldri 1989-1993, og Rumsfeld voru menn sömu áherslna og beittari en t.d. forsetinn sjálfur í raun. Gates hefur mikla reynslu ađ baki og annan bakgrunn en Rumsfeld. Hann vann innan CIA í ţrjá áratugi undir stjórn sex forseta úr báđum flokkum (hann var forstjóri CIA í forsetatíđ George H. W. Bush, föđur núverandi forseta) og verđur nú ráđherra í ríkisstjórn ţess sjöunda.Ţađ eru svo sannarlega tímamót sem verđa nú í valdakerfinu í Washington viđ brotthvarf Donalds Rumsfelds úr ríkisstjórn Bandaríkjanna. Hann hefur veriđ varnarmálaráđherra Bandaríkjanna alla forsetatíđ George W. Bush og veriđ viđ völd í Pentagon ţví frá 20. janúar 2001. Rumsfeld er elsti mađurinn sem hefur ráđiđ ríkjum í Pentagon, en jafnframt sá yngsti en hann var varnarmálaráđherra í forsetatíđ Gerald Ford 1975-1977. Hann er ţví međ ţaulsetnustu varnarmálaráđherrum í sögu Bandaríkjanna.
Herská stefna hans hefur veriđ gríđarlega umdeild og hann er án nokkurs vafa umdeildasti ráđherrann í forsetatíđ Bush og í raun síđustu áratugina í stjórnmálasögu Bandaríkjanna. Hefur stađa hans sífellt veikst síđustu tvö árin, í ađdraganda forsetakosninganna 2004 og eftir ţćr, vegna Abu-Ghraib málsins og stöđunnar í Írak. Honum var ekki sćtt lengur eftir ţingkosningarnar í nóvember og hefđi í raun átt ađ fara frá eftir kosningarnar 2004.
Brotthvarf hans úr ráđherraembćtti og húsbóndaskipti í Pentagon breyta hiklaust mjög svipmóti ríkisstjórnar Bush forseta og tryggir ađ líklegra sé ađ repúblikanar og demókratar getiđ unniđ saman međ heilsteyptum hćtti ţann tíma sem ţeir verđa ađ deila völdum hiđ minnsta, eđa fram ađ forsetakosningunum eftir tćp tvö ár, ţar sem eftirmađur George W. Bush verđur kjörinn.
![]() |
Gates telur Bandaríkin ekki á sigurbraut í Írak |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:39 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
6.12.2006 | 11:37
Í minningu dr. Kristjáns Eldjárns

Kristján Eldjárn var kjörinn forseti Íslands í forsetakosningunum 1968. Sat hann á forsetastóli í ţrjú kjörtímabil, 12 ár, eđa allt til ársins 1980. Hann lést á sjúkrahúsi í Cleveland í Ohio í Bandaríkjunum ţann 14. september 1982. Kristján vann afgerandi kosningasigur í forsetakjörinu 1968. Hann var forseti fólksins, honum auđnađist alla tíđ ađ tryggja samstöđu landsmanna um verk sín og naut virđingar allra landsmanna. Kristján var forseti á miklum umbrotatímum hérlendis, bćđi í ţjóđmálum og á vettvangi stjórnmála. Hann var mitt á milli átakalínanna í samfélaginu, en valdatími hans var átakamikill í stjórnmálum landsins.
Kristján var ólíkur ţví sem viđ kynntumst síđar í embćttinu. Hann fór í langa göngutúra á Álftanesi, ferđađist lítiđ og ţótti vera táknmynd alţýđleika hérlendis ásamt eiginkonu sinni, Halldóru Ingólfsdóttur Eldjárn. Deilt var meira ađ segja um ţađ í kosningabaráttunni 1968 ađ Kristján vćri litlaus og kona hans hefđi sést í fatnađi frá Hagkaupsverslunum, svokölluđum Hagkaupssloppi. Lćgra ţótti háttsettum ekki hćgt ađ komast en ađ sjást í slíkum alţýđufatnađi. En Kristjáni og Halldóru auđnađist ađ tryggja samstöđu um embćttiđ og eru metin međ ţeim hćtti í sögubókunum, nú löngu eftir ađ hann lét af embćtti.
Kristján var mjög kraftmikill rćđumađur og rómađur fyrir innihaldsríkar og tilkomumiklar rćđur sínar. Hef ég kynnt mér ítarlega ćvi hans og starfsferil og skrifađi langa ritgerđ um hann í skóla eitt sinn. Ţegar ég kynnti mér verk hans og ćvi ţótti mér helst standa upp úr hversu farsćllega hann vann öll sín verk. Hann var öflugur ţjóđarleiđtogi og ávann sér virđingu fólks međ alţýđlegri og tignarlegri framkomu, jafnt hér heima sem á erlendum vettvangi. Hann var sannkallađ sameiningartákn landsmanna - eitthvađ sem viđ höfum svo sannarlega saknađ frá ţví ađ Vigdís Finnbogadóttir hćtti sem forseti.
Bók Gylfa Gröndals, sem kom út áriđ 1991, um Kristján er stórfengleg lýsing á ţessum merka manni. Merkilegast af öllu viđ ađ kynna mér hann og verk hans í gegnum ţessa bók var ţađ ađ honum var alla tíđ illa viđ Bessastađi og var alltaf stressađur vegna rćđuskrifa sinna - var aldrei sáttur viđ neinar rćđur sínar. Hann var hinsvegar talinn ţá og enn í dag besti rćđumađur sinnar kynslóđar ađ Gunnari Thoroddsen frátöldum. Hann er eini af ţeim ţrem forsetum landsins sem látnir eru sem hvílir ekki ađ Bessastöđum, heldur hvílir hann í Fossvogskirkjugarđi í Reykjavík.
Í fyrra kom út bók Guđna Th. Jóhannessonar, sagnfrćđings, Völundarhús valdsins. Byggđist bókin á ítarlegum minnispunktum og dagbókum Kristjáns frá forsetaferli hans. Var ţar sjónum einkum beint ađ stjórnarmyndunum í forsetatíđ hans og ţví hvernig hann hélt á ţeim málum á ferli sínum. Í ítarlegum pistli í nóvember 2005 fjallađi ég um forsetatíđ dr. Kristjáns Eldjárns og bendi á ţau skrif hér međ. Kristján leiddi átakamál á valdaferli sínum til lykta međ farsćlum hćtti og er ţví farsćll í huga landsmanna í sínum verkum.
![]() |
Hátíđardagskrá á afmćli Kristjáns Eldjárns |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Dćgurmál | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)