Velheppnaður pizzufundur ungliða í Kaupangi

XD ÁFRAM!

Í hádeginu í dag var haldinn á kosningaskrifstofunni okkar vel heppnaður pizzufundur fyrir ungliða. Þar mættu vel á annað hundrað ungliðar úr MA og þáðu pizzu og gos. Vorum við ungliðar í stjórn á fullu við að þjóna nemendunum í MA og halda utan um þetta allt saman. Var ég á fullu í gosdeildinni. Spjallaði ég við marga ungliða og fórum við yfir málið. Við Steingrímur Páll, ungliði frá Vopnafirði í MA, settumst svo niður eftir mesta hasarinn í pizzudeildinni og ræddum fram og til baka um stjórnmál. Var það mjög gott spjall og gaman að kynnast öflugum ungum manni með mjög mikinn áhuga á stjórnmálum. Flutti Kristján Þór ræðu við þetta tilefni og kynnti áherslur flokksins fyrir þessar kosningar. Það var góð stemmning semsagt hjá okkur í dag í Kaupangi. Vil þakka öllum sem komu fyrir skemmtilega stund saman.

23 dagar til kosninga og kosningabaráttan er algjörlega komin á fullt og kosningavinna frá morgni til kvölds. Mjög gaman. :)


Í minningu Lilju

Lilja Guðmundsdóttir nemi og frambjóðandi á lista VG hér á Akureyri lést á mánudaginn, þann 1. maí, aðeins tvítug að aldri. Lilja var að mínu mati mikil hetja. Hún barðist lengi við erfiðan sjúkdóm með ótrúlegum krafti. Persónulegur styrkur hennar í baráttunni við krabbann var öllum ljós sem með fylgdust. Mér fannst það glæsilegt hjá Lilju, mitt í veikindum sínum, að gefa kost á sér í prófkjör VG fyrr á árinu - tala fyrir pólitískum skoðunum sínum af krafti og ná góðum árangri. Skipaði hún sjötta sæti listans og hafði komið af krafti inn í kosningabaráttuna og verið áberandi með mörgum hætti. Snögglegt fráfall hennar í skugga veikindanna er mikill harmleikur og okkur öllum sorglegt sem þátt tökum í kosningabaráttunni hér. Það er sjónarsviptir að svo öflugri stelpu á borð við Lilju. Ég vil votta fjölskyldu hennar, vinum og félögum innan VG innilega samúð mína vegna andláts hennar. Minning hennar mun lifa.


Bloggfærslur 4. maí 2006

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband