28.8.2006 | 17:27
Bylgjan 20 ára
Tilkoma Bylgjunnar í ágústlok 1986 markaði þáttaskil í fjölmiðlun hérlendis og markaði endalok ríkiseinokunar í ljósvakafjölmiðlun. Í 56 ár rak ríkið eitt ljósvakafjölmiðla og var einokun þeirra fest í lög. Árið 1930 hóf ríkið rekstur fyrstu útvarpsstöðvarinnar, Rásar 1. Allt til 1983 var hún eina útvarpsstöðin á öldum ljósvakans. Á níunda áratugnum átti fólk erfiðara með að sætta sig við þetta og 1983 kom til sögunnar önnur útvarpsstöð ríkisins, Rás 2, sem var léttari að flestu leyti, hönnuð fyrir yngri markhóp en gamla gufan og starfshættir aðrir. 1966 hafði svo fyrsta sjónvarpsstöðin komið til sögunnar, Ríkissjónvarpið. Allan þennan tíma var aðeins ríkinu leyft að reka útvarps- og sjónvarpsstöðvar. Til fjölda ára hafði frjálslyndasti armur Sjálfstæðisflokksins barist gegn þessu og talaði lengi fyrir daufum eyrum, enda ekki meirihluti á þingi fyrir breytingum.

Það breyttist í einu vetfangi árið 1984. Í verkfalli opinberra starfsmanna það ár lokuðust þessar stöðvar ríkisins. Það leiddi til þess að einkaaðilar stigu fram í verkfallinu og settu upp eigin stöðvar í trássi við lög til að sýna fram á að tímaskekkja væri að með lögum væri einkaaðilum bannað að senda frá sér efni á öldum ljósvakans. Mitt í látum verkfallsins haustið 1984 tók sjálfstæðiskonan Ragnhildur Helgadóttir (sem þá sat á stóli menntamálaráðherra) af skarið og boðaði á þingi frumvarp til nýrra útvarpslaga sem gerði ráð fyrir afnámi einokunar ríkisins á ljósvakamarkaði. Það markaði viss þáttaskil í sögu fjölmiðlunar á Íslandi að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks skyldi þá taka af skarið með þessum hætti. Frumvarpið var samþykkt ári síðar af stjórnarmeirihlutanum. Ragnhildur á heiður skilið fyrir að hafa látið vaða í þessa átt af krafti árið 1985!
Aðeins þingflokkur Sjálfstæðisflokksins var heill í stuðningi við málið. Nú, tveim áratugum síðar, þykir eflaust flestum með ólíkindum að einkaaðilum hafi ekki verið heimilt fyrr en 1985 að reka sjónvarps- eða útvarpsstöðvar. Margir töldu á þessum tíma ólíklegt að einkastöðvar gætu borið sig í samkeppni við ríkisfjölmiðla en sagan hefur sýnt að það voru óþarfa áhyggjur. Í dag þykir ekki stórfrétt að ný stöð á ljósvakamarkaðnum hefji útsendingar. Það er ekki úr vegi að rifja upp hverjir voru á móti þessu frelsi í atkvæðagreiðslu á þingi vorið 1985. Þar voru á ferð vinstriflokkarnir. Enginn vinstrimaður á Alþingi (Alþýðuflokkur, Alþýðubandalag og Kvennalisti) studdu breytinguna, enda löngum verið þekktir fyrir að vilja sem mest ríkisafskipti!
Það hefur lengi verið persónuleg skoðun mín að ríkið eigi að fara af fjölmiðlamarkaði og láta einkaaðilum eftir að eiga fjölmiðla og reka þá. Mér hefur alla tíð þótt tímaskekkja að ríkið standi í þessum rekstri, þegar sýnt er að einkaaðilar sé fullfærir um slíkan rekstur. Ég hef alla tíð metið Bylgjuna mjög mikils og hlusta mikið á stöðina. Hún var sem ferskur vindblær í útvarpsmenninguna og auðgaði fjölmiðlaflóruna og hóf bylgju sem leiddi til þess að ríkisrisinn varð að lækka á sér risið og mæta samkeppni með krafti. Samkeppnin gerði þeim aðeins gott og sýndi og sannaði betur hversu staðnað ríkisbáknið er. Það ætti með réttu að verða lagt af og er kominn tími á algjöra uppstokkun þessa staðnaða bákns.
Ég vil óska Bylgjunni innilega til hamingju með daginn. Hún verður alla tíð glæsilegur fulltrúi frelsisins á fjölmiðlamarkaði og hefur sannað vel seinustu tvo áratugi að hún markaði þáttaskil og er enn ferskur fulltrúi líflegra þáttaskila. Megi hún lengi lifa!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.8.2006 | 17:13
Bylgjan 20 ára
Í dag, 28. ágúst, er stórdagur í sögu íslenskrar fjölmiðlunar. Þann dag árið 1986 hóf fyrsti frjálsi ljósvakamiðillinn, Bylgjan, formlega útsendingar, þegar að Davíð Oddsson, þáv. borgarstjóri, opnaði útvarpsstöðina með ræðu sinni. Í dag er Bylgjan því 20 ára gömul - þetta er sannur hátíðisdagur fyrir alla sanna talsmenn frelsis á Íslandi. Afmælisins hefur verið minnst með ýmsum hætti í dag og dagskrá seinustu daga verið lögð undir afmælið og hafa fyrrum þáttastjórnendur snúið aftur til að heiðra stöðina. Í dag hafa fyrrum fréttamenn Bylgjunnar lesið fréttir þar. Vakti mikla athygli að þrír fyrrum fréttastjórar Bylgjunnar, þau Páll Magnússon, útvarpsstjóri, Elín Hirst, fréttastjóri Sjónvarpsins, og Karl Garðarsson ákváðu að snúa aftur í tilefni dagsins og lesa fréttir. Elín og Karl voru í fyrsta fréttamannahópi Bylgjunnar árið 1986.
Tilkoma Bylgjunnar í ágústlok 1986 markaði þáttaskil í fjölmiðlun hérlendis og markaði endalok ríkiseinokunar í ljósvakafjölmiðlun. Í 56 ár rak ríkið eitt ljósvakafjölmiðla og var einokun þeirra fest í lög. Árið 1930 hóf ríkið rekstur fyrstu útvarpsstöðvarinnar, Rásar 1. Allt til 1983 var hún eina útvarpsstöðin á öldum ljósvakans. Á níunda áratugnum átti fólk erfiðara með að sætta sig við þetta og 1983 kom til sögunnar önnur útvarpsstöð ríkisins, Rás 2, sem var léttari að flestu leyti, hönnuð fyrir yngri markhóp en gamla gufan og starfshættir aðrir. 1966 hafði svo fyrsta sjónvarpsstöðin komið til sögunnar, Ríkissjónvarpið. Allan þennan tíma var aðeins ríkinu leyft að reka útvarps- og sjónvarpsstöðvar. Til fjölda ára hafði frjálslyndasti armur Sjálfstæðisflokksins barist gegn þessu og talaði lengi fyrir daufum eyrum, enda ekki meirihluti á þingi fyrir breytingum.
Það breyttist í einu vetfangi árið 1984. Í verkfalli opinberra starfsmanna það ár lokuðust þessar stöðvar ríkisins. Það leiddi til þess að einkaaðilar stigu fram í verkfallinu og settu upp eigin stöðvar í trássi við lög til að sýna fram á að tímaskekkja væri að með lögum væri einkaaðilum bannað að senda frá sér efni á öldum ljósvakans. Mitt í látum verkfallsins haustið 1984 tók sjálfstæðiskonan Ragnhildur Helgadóttir (sem þá sat á stóli menntamálaráðherra) af skarið og boðaði á þingi frumvarp til nýrra útvarpslaga sem gerði ráð fyrir afnámi einokunar ríkisins á ljósvakamarkaði. Það markaði viss þáttaskil í sögu fjölmiðlunar á Íslandi að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks skyldi þá taka af skarið með þessum hætti. Frumvarpið var samþykkt ári síðar af stjórnarmeirihlutanum. Ragnhildur á heiður skilið fyrir að hafa látið vaða í þessa átt af krafti árið 1984!
Aðeins þingflokkur Sjálfstæðisflokksins var heill í stuðningi við málið. Nú, tveim áratugum síðar, þykir eflaust flestum með ólíkindum að einkaaðilum hafi ekki verið heimilt fyrr en 1985 að reka sjónvarps- eða útvarpsstöðvar. Margir töldu á þessum tíma ólíklegt að einkastöðvar gætu borið sig í samkeppni við ríkisfjölmiðla en sagan hefur sýnt að það voru óþarfa áhyggjur. Í dag þykir ekki stórfrétt að ný stöð á ljósvakamarkaðnum hefji útsendingar. Það er ekki úr vegi að rifja upp hverjir voru á móti þessu frelsi í atkvæðagreiðslu á þingi vorið 1985. Þar voru á ferð vinstriflokkarnir. Enginn vinstrimaður á Alþingi (Alþýðuflokkur, Alþýðubandalag og Kvennalisti) studdu breytinguna, enda löngum verið þekktir fyrir að vilja sem mest ríkisafskipti!
Það hefur lengi verið persónuleg skoðun mín að ríkið eigi að fara af fjölmiðlamarkaði og láta einkaaðilum eftir að eiga fjölmiðla og reka þá. Mér hefur alla tíð þótt tímaskekkja að ríkið standi í þessum rekstri, þegar sýnt er að einkaaðilar sé fullfærir um slíkan rekstur. Ég hef alla tíð metið Bylgjuna mjög mikils og hlusta mikið á stöðina. Hún var sem ferskur vindblær í útvarpsmenninguna og auðgaði fjölmiðlaflóruna og hóf bylgju sem leiddi til þess að ríkisrisinn varð að lækka á sér risið og mæta samkeppni með krafti. Samkeppnin gerði þeim aðeins gott og sýndi og sannaði betur hversu staðnað ríkisbáknið er. Það ætti með réttu að verða lagt af og er kominn tími á algjöra uppstokkun þessa staðnaða bákns.
Ég vil óska Bylgjunni innilega til hamingju með daginn. Hún verður alla tíð glæsilegur fulltrúi frelsisins á fjölmiðlamarkaði og hefur sannað vel seinustu tvo áratugi að hún markaði þáttaskil og er enn ferskur fulltrúi líflegra þáttaskila. Megi hún lengi lifa!
Breytt 18.9.2006 kl. 08:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.8.2006 | 16:34
Vandræðaleg barátta virkjunarandstæðinga

Í ítarlegum pistli á vef SUS í dag fjalla ég um virkjun og álver á Austurlandi, andstöðu vissra afla gegn framkvæmdunum og sögu málsins. Það er kunnara en frá þurfi að segja að virkjun og álver á Austurlandi eru umdeild. Það eru skiptar skoðanir um þær framkvæmdir sem eiga sér stað á Austurlandi. Hinsvegar hefur það birst í skoðanakönnunum og í umræðu á lýðræðislega kjörnu Alþingi Íslendinga að meirihluti landsmanna styður þessar framkvæmdir og hefur lagt þeim lið. Baráttan fyrir því að tryggja þessar framkvæmdir á Austurlandi hefur verið í senn löng og tekið á. Í mörg ár biðu Austfirðingar eftir því að þessi framkvæmd yrði að veruleika og það hefur sannast að Austfirðingar hafa stutt framkvæmdina með mjög áberandi hætti.
Átök voru um þetta mál milli fylkinga í síðustu þingkosningum og reyndi þá á stjórnmálamennina sem leiddu málið á öllum stigum þess. Þeir höfðu sigur á meðan að andstæðingarnir fóru mjög sneyptir frá sinni baráttu. Mér hefur fundist barátta andstæðinga þessarar framkvæmdar hafa gengið fram með mun meira offorsi og hörku þetta sumarið en hin fyrri, þó áður hafi verið beitt ýmsum meðölum til að valta yfir lýðræðislega kjörinn meirihluta Alþingis og stuðningsmenn málsins. Það helgast væntanlega af því að nú styttist í verklok, það sér fyrir endann á vinnu við álverið og virkjunina og því er barátta mótmælendanna að verða nær vonlaus, hafi hún einhverntímann verið með vonarglampa af þeirra hálfu.
Nú blasir raunveruleikinn við mótmælendunum og það eru að verða góð ráð dýr fyrir þetta fólk. Það má því sennilega skilja hörkuna og offorsið þegar tillit er tekið til stöðu verksins nú. Eftir ár verður allt komið á fullt fyrir austan í álverinu og virkjunin verður þá löngu orðinn veruleiki. Nú þegar flest ef ekki öll sund eru lokuð fyrir mótmælendurna stíga sumir þeirra fram á sviðið og reyna að sá fræjum illgirni og efasemdar í garð framkvæmdarinnar.
Bendi lesendum á að lesa greinina alla.
Breytt 18.9.2006 kl. 08:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.8.2006 | 14:15
Flokkafylgi - sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Í gær birtist könnun Fréttablaðsins á fylgi stjórnmálaflokkanna, fyrsta könnun blaðsins frá því í júní, skömmu eftir sveitarstjórnarkosningar. Þessi könnun er eins og allar aðrar vísbending á stöðu mála og athyglisvert innlegg í umræðuna. Ríkisstjórnin mælist með meirihluta í þessari könnun, þó naumur sé. Það hlýtur að vera áfall fyrir stjórnarandstöðuna, enda hefur hún hamast eins og hún frekast getur við að vekja athygli á sér og reyna að sýna hvað í henni getur búið, að ná ekki að höggva í stjórnina meira en þetta. Staða Samfylkingarinnar er mjög merkileg af stjórnarandstöðuflokki að vera og það gleður mig allavega ef að stuðningsmenn flokksins eru ánægðir með þessar tölur.
Eftir margra ára stjórnarandstöðu er Samfylkingin undir kjörfylginu árið 2003 og það hlýtur að valda þeim verulegum vonbrigðum, enda var jú ekki skipt um formann á þeim bænum til að lulla í því sama eða minna en þá fékkst upp úr kössunum. Sjálfstæðisflokkurinn er þarna að mælast vel yfir kjörfylginu árið 2003 og við getum litið vongóð til vetrarins. Það er vinna að standa í verkunum á kosningavetri og við erum tilbúin til þeirra verka sem framundan eru. Við erum með nýja forystu tilbúna til að leiða flokkinn og miklar breytingar hafa átt sér stað innan flokksins á þessu kjörtímabili. Staða flokksins mælist góð, sé mið tekið af því að flokkurinn hefur verið í ríkisstjórn samfellt í 15 ár.
Staða Framsóknarflokksins breytist lítið frá fyrri könnun. Vekur það athygli, enda hefur flokkurinn skipt um forystu. Væntanlega er það rétt sem fram hefur komið að það taki þessa nýju forystu tíma að ávinna sér traust og stuðning. Framsóknarflokkurinn hefur reyndar oft áður upplifað slæma tíma og t.d. í aðdraganda síðustu kosninga var flokkurinn ekki að mælast með neinn mann inni í Reykjavík en fékk þrjá er á hólminn kom, sem var það mesta í borginni fram að því. Það komu margar kannanir fyrir síðustu kosningar sem sýndi stjórnina fallna en hún hélt velli. Auk þessa vekur mikla athygli að sjá hrun Frjálslynda flokksins, en væntanlega ræður þar hvað flokkurinn hengur utan í Samfylkingunni.
Í dag birtist svo könnun á því hvernig mynstur af stjórn landsmenn vilja fá. Þar kemur fram með afgerandi hætti að meirihluti landsmanna vill að Sjálfstæðisflokkurinn verði áfram í ríkisstjórn. Það eru virkilega áberandi tíðindi, enda hefur flokkurinn verið í ríkisstjórn í 15 ár og leitt ríkisstjórnina nær samfellt frá árinu 1991, ef undan eru skildir 21 mánuðir á árunum 2004-2006. Framundan er spennandi kosningavetur og mikið fjör fyrir stjórnmálaáhugamenn. Verður fróðlegt að sjá næstu könnun hjá Gallup á föstudaginn.
Breytt 18.9.2006 kl. 08:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.8.2006 | 11:54
Fest sér kenninafn hjá "málgagninu"
Ég ákvað að taka frá bloggnafnið mitt hér á Moggavefnum til að eiga í handraðanum. Það skaðar ekki að geta hallað sér að "málgagninu" ef maður ákveður að stokka eitthvað upp. Hef bloggað hjá blogger núna samfellt í fjögur ár, nær eitthvað á hverjum degi, og hef verið að hugsa um að breyta til. Ég er reyndar íhaldssamari en flest annað, svo að það á ekki við mig um að flakka mikið á milli.
En ég á þá allavega þetta kenninafn mitt hér núna og er sáttur við það að eiga það til staðar. Ég mun fyrst í stað allavega blogga áfram á stebbifr.blogspot.com. Þið getið litið á skrifin þar, það er alltaf nóg af góðum pælingum þar sem ég skrifa.
með bestu kveðju
Stefán Friðrik
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)