23.1.2007 | 19:25
Alli Gísla og landsliðið að gera góða hluti
Leikur gegn Túnis á morgun - mikið stuð framundan. Leitt að geta ekki farið til Þýskalands - freistandi var það svo sannarlega. Alli Gísla er að gera góða hluti með liðið. Leikgleðin og krafturinn einkenndi allt fas liðsins í gær - þetta er lið sem getur farið langt. Fróðlegt væri að sjá þetta fræga myndband sem allir tala um. Merkilegar sögur af því vægast sagt.
Alfreð mun vonandi gera liðið að sannri sigursveit á HM í Þýskalandi. Hann er vissulega einn öflugasti handknattleiksmaður Íslands á 20. öld og varð íþróttamaður ársins 1989, á hátindi atvinnumannaferils síns. Alli Gísla hóf feril sinn hér heima á Akureyri með KA og spilaði þar til að hann hélt út.
Hann kom aftur heim er atvinnumannaferlinum erlendis lauk árið 1992 og varð þjálfari KA í handbolta og leiddi liðið til bikarmeistara- og Íslandsmeistaratitils áður en hann hélt til Þýskalands í þjálfun. Hann veit hvað þarf til að sigla rétta leið og þekkir sigurtilfinningu sem leikmaður og þjálfari. Hann mun vonandi gera liðið að ógleymanlegri sigursveit nú og leiða liðið í átta liða úrslitin.
![]() |
HM: Myndbandi Alfreðs og Ólafi hrósað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.1.2007 | 18:08
Sögulegar vendingar hjá Óskarsverðlaununum

Meryl Streep er tilnefnd í fjórtánda skiptið fyrir kvikmyndaleik, fyrir The Devil Wears Prada - enginn leikari í sögu verðlaunanna hefur hlotið fleiri. Hún sló met Katharine Hepburn, sem hlaut tólf, er hún var tilnefnd fyrir Adaptation árið 2003. Verulega athygli mína vekur að Jack Nicholson var ekki tilnefndur fyrir The Departed, en tilnefning hans hefði jafnað frægt fyrrnefnt met Kate Hepburn, en Nicholson hefur hlotið óskarinn þrisvar (oftast karlleikara) og verið tilnefndur ellefu sinnum, sem er það mesta í tilfelli karlleikara í 80 ára sögu akademíunnar.
Ýmislegt annað vekur mikla athygli. Merkilegt er að þrír blökkuleikarar; Forest Whitaker, Jennifer Hudson og Eddie Murphy, eigi raunhæfa möguleika á leikverðlaunum, en öll eru þau nú talin sigurstranglegust í sínum flokkum. Það yrði vissulega magnþrungið ef Eddie Murphy fengi uppreisn æru sem leikari eftir floppkenndan feril síðustu ára og fengi Óskarinn. Flestir þekkja hann fyrir smelli á borð við Beverly Hills Cop, Trading Places og 48 Hours. Sigur fyrir dramaframmistöðu hans sem soul-söngvarans í Dreamgirls myndi blása lífi í feril hans. Sigur Hudson yrði líka merkilegur í ljósi þess að henni mistókst að sigra Idolið árið 2004. Öllum er ljóst að hún er nú orðin víðþekkt stjarna.
Auk þessa eru þrjár breskar leikkonur tilnefndar í flokki aðalleikkvenna; Dame Judi Dench, Dame Helen Mirren og Kate Winslet. Flestir hafa talið Mirren nær örugga með sigur í The Queen, fyrir túlkun sína á Elísabet II Englandsdrottningu. Fjöldi leikkvenna frá Bretlandi gæti styrkt stöðu Meryl Streep og Penelope Cruz, sem fær tilnefningu fyrir Volver. Það er svo sannarlega sjaldgæft að leikkona í mynd án ensks tals fái tilnefningu. Margir hafa reyndar lengi beðið eftir að Cruz fái þennan heiður - eflaust mikil gleði á Spáni með það að Cruz sé tilnefnd fyrir túlkun sína í þessari mynd meistara Almodovars. Það yrði merkilegt ef Streep myndi vinna. Það yrði í þriðja skiptið; hefur unnið fyrir leik sinn í Kramer vs. Kramer og Sophie´s Choice. En flestir veðja á Mirren.
Peter O´Toole fær nú sína áttundu aðalleikaratilnefningu; að þessu sinni fyrir að leika gamla vitringinn í Venus. Yndislegt kombakk segja gagnrýnendur. O´Toole hefur lengi verið í miklu uppáhaldi hjá mér, fágaður og flottur breskur leikari með mikla nærveru. Hann hefur aldrei unnið; fékk ekki verðlaunin fyrir óglemanlegar leikframmistöður í Lawrence of Arabia, The Ruling Class, The Lion in Winter og Becket. Hann fékk fyrir fjórum árum heiðursverðlaun þegar að flestir töldu fullreynt með að hann ynni þau á annan hátt. Það verður fróðlegt að sjá hvað gerist nú. Hann hlýtur að teljast sigurstranglegur, en sennilega er Forest Whitaker nær sigri fyrir glæsilega túlkun á Idi Amin, einræðisherranum frá Úganda í The Last King of Scotland. Þetta verður á milli þeirra.
Það stefnir í spennandi verðlaunaafhendingu. Vona umfram allt að Martin Scorsese fái núna loks leikstjóraóskarinn. Fyrst að Bill Condon er ekki tilnefndur fyrir Dreamgirls, eins ótrúlegt og það hljómar, hlýtur Scorsese að vinna. Alejandro González Iñárritu er vissulega líklegur til að geta átt séns á þessu fyrir Babel en fái meistarinn frá New York ekki óskar núna er æði líklegt að hann vinni aldrei. Hann hefur aldrei unnið; verið tilnefndur fyrir Raging Bull, Goodfellas og Aviator svo fátt eitt sé nefnt. Skandall ef hann fær ekki styttuna núna. Enn og aftur er Eastwood tilnefndur, en hann hefur unnið tvisvar svo að ekki fær hann verðlaunin fyrir Letters from Iwo Jima.
Bendi annars á tilnefningarnar svo að lesendur geti kynnt sér þær betur. Á eftir að pæla enn meira í þessu síðar. Fróðlegt hvernig fer og ég á eftir að rita meira um þetta. Er reyndar enn að meðtaka það að Dreamgirls fái þennan mikla heiður frá akademíunni og sé svo samhliða þeim heiðri snubbuð um bæði kvikmynda- og leikstjóratilnefningu. Sögulegt er það - sannkallaður súrsætur heiður. En meira um þetta síðar. :)
![]() |
Dreamgirls fær flestar Óskarstilnefningar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kvikmyndir | Breytt s.d. kl. 18:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.1.2007 | 13:25
...til háborinnar skammar fyrir Sjálfstæðisflokkinn

Þó að trúnaðarmenn Sjálfstæðisflokksins hafi slegið skjaldborg utan um Árna og stöðu hans í stjórnmálum get ég ekki tekið undir þá ákvörðun. Ég er mjög ósáttur með það hvernig að þetta mál þróast og tel alveg óviðunandi að maður með fortíð Árna, sem greinilega sér ekki eftir einu né neinu fari aftur á þing. Ég er fjarri því ánægður með pólitíska endurkomu Árna. Hafi hún verið óviðeigandi eftir að hann fékk uppreist æru með athyglisverðum hætti varð hún að mínu mati enn meira óásættanleg þegar að hann nefndi lögbrot sín fyrir sex árum því afar óviðeigandi heiti; tæknileg mistök.
Ég hef unnið í Sjálfstæðisflokknum í mjög langan tíma, lagt mikið af mörkum í innra starfinu þar og lagt mig fram um að tala máli flokksins. Ég er að upplifa svolítið hik í garð flokksins vegna þessa máls, ég get ekki neitað því. Mín skrif hafa verið nokkuð afgerandi í þessu máli. Það varð að vera. Ég tók þá afstöðu að ég gæti ekki horft þegjandi á stöðu málsins eins og hún hefur verið. Það varð að tala án hiks og láta vaða í þá átt að segja að þetta væri óviðunandi. Ég sé ekki eftir því. Mér finnst þetta mál allt til háborinnar skammar fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Það hefur ekkert batnað yfir því. Mér finnst þetta óásættanlegt og get ekki þagað yfir því. Það er mjög einfalt mál.
Ég hafði lengi þá von í brjósti að forysta Sjálfstæðisflokksins myndi reyna að afstýra því að svona færi. Það gerðist ekkert í því. Hendur forystunnar eru vissulega mjög bundnar væntanlega, en það breytir samt ekkert því að þetta mál hefur skaðað flokkinn. Það hefur skaðað kjarna þeirra sem heiðarlegast hafa unnið fyrir flokkinn og lagt kraft í þau verkefni. Ég er einn þeirra sem er mjög hugsi yfir þessu. Ég á ekki mjög auðvelt með að skrifa undir þá samþykkt að Árni fari aftur á þing og sé frambjóðandi í nafni flokksins. Þetta er eitthvað sem ég get ekki skrifað undir og við það situr. Það er afgerandi ákvörðun mín.
Menn verða að íhuga næstu skref mjög vel. Ég fer ekki dult með þá skoðun að þessi pólitíska endurkoma Árna sitji mjög í huga fólks um allt land. Það er því mjög líklegt að endurkoma hans muni verða áberandi í umræðu um allt land. Ég veit mjög vel að svo er. Það er enginn vafi á því. Ég efast stórlega um að ég sé einn um þessa skoðun. Þetta er skoðun margra. Ég hef tekið þá afstöðu að ég ætla ekki að skipta um skoðun í þessu máli.
Það að Sjálfstæðisflokkurinn í Suðurkjördæmi hafi markerað þessa niðurstöðu mun ekki breyta því að ég tjái andstöðu mína við framboð viðkomandi manns af fullum krafti áfram.
23.1.2007 | 12:36
James Bond loksins leyfður í Kína

Segir þetta meira en mörg orð um forræðishyggju stjórnvalda í Peking. Fyrir nokkrum mánuðum bönnuðu stjórnvöld þar sýningu á mynd meistara Martin Scorsese, The Departed, þar. Allar myndir eru síaðar fyrir almenning. Myndir sem þykja boða óæskileg áhrif eru bannaðar og fá ekki dreifingu af neinu tagi í landinu. Ekki er óalgengt að jafnvel þekktar myndir, t.d. með óskarsverðlaunastimpli eða aðrar víðfrægar myndir, sé haldið frá kínverskum almenningi.
Það fylgir sögunni að forsvarsmenn Sony Pictures í Kína séu alsælir að þurfa ekki að klippa myndina til að hún fáist sýnd. Þvílíkur molbúaháttur hjá kínverskum stjórnvöldum, nú sem fyrr.
![]() |
Casino Royale fyrsta Bond-myndin sem sýnd verður í Kína |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.1.2007 | 11:49
Verður Helen Mirren drottning Óskarsins?

Sögusvið myndarinnar eru hinir örlagaríku dagar í september 1997 í kjölfar andláts Díönu, prinsessu af Wales, í bílslysi í París. Þeir dagar voru áhrifaríkir fyrir drottninguna, sem mætti þá í fyrsta skipti alvöru mótspyrnu landsmanna, sem vildi að hún sýndi minningu Díönu virðingu. Mér fannst kvikmyndin Queen vera alveg gríðarlega góð. Áhrifarík og sterk mynd, gríðarlega vel leikin fyrst og fremst. Hún væri ekkert án leikframmistöðu Helen Mirren sem er þungamiðja myndarinnar. Reyndar var ég um daginn að kaupa mér myndina en hún er nú komin út á DVD.
Það er svo sannarlega kominn tími til að Helen Mirren fái óskarinn. Hún er ein besta leikkona Breta og hefur verið það til fjölda ára. Frammistaða hennar í hlutverki Jane Tennison í sjónvarpsmyndunum Prime Suspect voru sennilega það fyrsta sem ég sá með henni. Þeir þættir voru hreinræktuð snilld og ég horfi á þá reglulega, með því allra besta úr bresku sjónvarpi (ef Morse og Taggart (McManus) er meðtalið). Nýlega var síðasti hlutinn um Tennison sýndur á Stöð 2 og missti ég ekki af honum. Sennilega sá besti í röðinni í háa herrans tíð.
Það var nokkur skaði að Helen Mirren skyldi ekki vinna óskarinn fyrir túlkun sína í hlutverki Charlotte drottningar árið 1994 í hinni stórfenglegu The Madness of King George. Ég horfði einmitt nýlega aftur á þessa eðalmynd. Sir Nigel Hawthorne (sem sló í gegn sem ráðuneytisstjórinn útsjónarsami í Yes Minister og Yes Prime Minister) átti þar leik ferilsins sem hinn örlítið klikkaði kóngur. Samleikur þeirra var hreinasta unun og þessi mynd hefur fyrir löngu öðlast góðan sess í kvikmyndahillunni minni.
Ekki var Mirren síðri í Gosford Park, Robert Altmans, árið 2001. Þá átti hún auðvitað að fá óskarinn fyrir hina eftirminnilegu túlkun á ráðskonunni "fullkomnu" Frú Wilson. Þessar myndir klikka aldrei. En nú er væntanlega komið að sigurstund Helen Mirren í Los Angeles. Það hefur unnið gegn henni hingað til að vera bresk og með aðrar rætur í Hollywood en bandarískar leikkonur sem þar hafa hirt verðlaunin í bæði skiptin sem hún var tilnefnd áður.
Það má mikið vera að ef Helen Mirren fer ekki létt með að fá óskarinn fyrir túlkun sína á Elísabetu drottningu, sem allir kvikmyndagagnrýndur hafa lofsungið síðustu mánuðina. Þar var ekki feilnóta slegin á neinu stigi. Verður allavega fróðlegt að sjá tilnefningarnar í dag.
23.1.2007 | 00:55
Nú er sko rosalega freistandi að fara til Þýskalands!

Það var allavega stuð í kvöld þar sem ég var og maður var að upplifa gömlu dagana sem voru t.d. á B-mótinu 1989 og HM 1997. Það var svo sannarlega himinn og haf milli þess sem gerðist í leiknum í kvöld og á móti Úkraínumönnum sólarhring áður. Vonleysi var meðal landsmanna eftir leikinn og margir voru það svartsýnir að telja allt búið.
En þvílíkt stuð - liðið kom aftur af fítonskrafti og keyrði sig í magnaðan sigur. Aldrei vafi á hvoru megin sigurinn myndi falla. Leikgleðin og krafturinn skein í gegnum íslenska liðið, dagsskipunin þar hjá Alla Gísla var sigur og ekkert annað en það. Strákunum tókst að landa honum. Staða okkar breyttist í einu vetfangi. Nú eigum við og getum farið mun lengra. Sigur gegn Frökkum opnar margar dyr og nú er að nýta tækifærin. Það er allt hægt með þessa leikgleði í farteskinu og strákarnir sýndu þjóðinni í kvöld að þeir hafa allan kraft til að ná langt nú.
En ferð til Þýskalands nú er svo sannarlega freistandi, get ekki sagt annað sko.
![]() |
Alfreð: Við höfðum engu að tapa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)