Eiríkur verður rauðhærður í Helsinki í maí

Eiríkur Hauksson Flestum landsmönnum brá eilítið í brún við að sjá Eirík Hauksson dökkhærðan í tónlistarmyndbandinu við Valentine Lost, framlag Íslands í Eurovision, í gærkvöldi, enda er rauða hárið talið vörumerki hans. Eiríkur mun þó ætla sér að vera rauðhærður er hann stígur á svið í Helsinki í maí þegar að hann flytur lagið í keppninni.

Í viðtali hjá Gesti Einari og Hrafnhildi á Rás 2 í morgun sagði Eiríkur að mistök hefðu orðið við litun hársins við undirbúning upptöku myndbandsins og þetta væru því hrein mistök sem átt hefðu sér stað. Hann myndi því ekki verða dökkhærður í aðalkeppninni.

Sitt sýnist hverjum um lagið. Mörgum finnst það betra á íslensku en sumum enn betra á ensku. Persónulega líst mér vel á lagið og vona að þetta gangi vel úti. Eins og ég sagði hér í gær er markmiðið fyrst og fremst að komast úr forkeppninni. Allt annað er stór plús. Er ekki í vafa um að Eiríkur rauði verður okkur til sóma í Helsinki.

Bloggfærslur 13. mars 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband