Skelfilegt umferðarslys á Suðurlandsvegi

Það er sorglegt að heyra fréttir af líðan unga parsins og barnsins þeirra eftir hið skelfilega umferðarslys á Suðurlandsvegi í gær - mann setur alveg hljóðan. Enn eitt skelfilega bílslysið, sem vekur okkur öll vonandi til umhugsunar um stöðu mála. 55 hafa nú látið lífið í umferðinni á Suðurlandsvegi frá árinu 1972 og yfir 1200 hafa slasast þar frá árinu 1990. Öllum er ljóst að tvöfalda verður þessa miklu hraðbraut.

Það er svo sannarlega mikilvægt að bæta úr samgöngum á þessari miklu hraðbraut. Þessi slys öll segja sína sögu vel.

mbl.is Alvarlega slösuð á gjörgæsludeild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góðar ræður hjá nýjum alþingismönnum í kvöld

Ólöf Nordal Í dag tóku 24 nýir þingmenn sæti á Alþingi, þar af hafa 17 þeirra aldrei fyrr verið þar aðalmenn. Í kvöld tóku nokkrir nýjir þingmenn til máls í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra. Sérstaklega hlakkaði mér til að sjá jómfrúarræðu vinkonu minnar, Ólafar Nordal, alþingismanns Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi. Hún flutti flotta ræðu og var mjög glæsileg í ræðustól. Það er alveg ljóst að hún er öflugur nýr fulltrúi flokksins á þingi.

Allt frá því er Ólöf gaf kost á sér í prófkjörinu í haust var ég viss um að hún næði góðri útkomu og myndi sanna kraft sinn í baráttunni. Það fór enda svo. Ég tel að innkoma Ólafar Nordal hafi orðið okkur heilladrjúg, en hún hlaut góðan stuðning til verka og kom að mínu mati með ferskan blæ í stjórnmálin hér. Ég vænti mikils af hennar verkum á þingi næstu árin. Það var mjög gott að hún fékk það góða tækifæri hjá forystu flokksins að vera í ræðumannahóp af hans hálfu í kvöld.

Mér fannst líka áhugavert að hlusta á ræður Guðfríðar Lilju Grétarsdóttur og Katrínar Jakobsdóttur. Ég tel að þetta séu framtíðarkonur í forystu flokksins og muni verða áberandi í stjórnmálum á komandi árum. Þær voru eins og fegursta blóm í haga á meðan að formaðurinn var eins og hann væri nýbúinn að drekka ógeðsdrykk a la Sveppi og Auddi. Hann leit mjög undarlega út í sinni gremju á meðan að konurnar í liðinu hans voru stórglæsilegar og töluðu á allt öðrum grunni og voru bjartsýnar. Sú spurning hlýtur að vakna fyrr en síðar hvenær að forystuskipti verði hjá vinstri grænum eftir afleiki Steingríms J. upp á síðkastið.

Höskuldur Þórhallsson stóð sig mjög vel í kvöld. Leist vel á ræðu hans. Tel að Höski sé framtíðarmaður innan Framsóknarflokksins. Það skipti framsóknarmönnum miklu máli að fá hann inn á þing og hann sannaði vel styrk sinn með þessari ræðu. Held að hann muni stimpla sig vel inn í þingstörfum næstu árin. Svo var áhugavert að hlusta á "nýju" frjálslyndu þingmennina. Fannst Jón frekar óstyrkur á meðan að Kristinn H. var mjög álíkur því sem hann hefur verið í gegnum árin. Líst vel á Guðbjart Samfylkingarmann, sterkur foringi þar á ferð að mínu mati.

Heilt yfir voru þetta skemmtilegar umræður í kvöld. Sérstaklega áhugavert að sjá nýju þingmennina. Leist vel á Ólöfu okkar Nordal og líst vel á byrjun þingferilsins hennar með þessari ræðu. Það er draumur fyrir nýja þingmenn að flytja fyrstu ræðuna við þingsetninguna og því hljóta nýliðarnir sem töluðu í kvöld að vera í skýjunum með sína frammistöðu, enda stóðu þau sig flestöll vel.

Bloggfærslur 1. júní 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband