10.6.2007 | 23:54
KR skrapar botninn í úrvalsdeildinni

KR-liðið er samansett af stjörnuleikmönnum á öllum póstum. Það sést þó hvorki af spilamennsku liðsins né árangrinum, sem telst varla viðunandi fyrir neitt lið með sjálfstraust, allra síst stórveldi á borð við KR. Staða Teits Þórðarsonar sem þjálfara hlýtur að teljast að verða vonlaus og hlýtur sæti hans að vera tekið að volgna allverulega og óvissa um hvort honum sé þar sætt lengur.
Þessi botnmennska KR er farin að minna á sumarið 2001 þegar að ekkert gekk hjá liðinu og þar var spilað vörn allt sumarið og naumlega tókst að tryggja sæti í úrvalsdeildinni. Það eru fáir plúsar í svona stöðu og hlýtur að fara um kjarnastuðningsmenn KR, sem eru flestu öðru vanir en botnskrapi. Þó ekki sé langt liðið á fótboltasumarið er þessi staða að verða glötuð nú þegar og fátt gott sem blasir við.
![]() |
KR enn án sigurs eftir 3:1 tap gegn ÍA |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Breytt 11.6.2007 kl. 00:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
10.6.2007 | 23:30
Hægrisveifla í Frakklandi - stórsigur Sarkozy
Nicolas Sarkozy, forseti Frakklands, hefur öll tromp á hendi í frönskum stjórnmálum næstu fimm árin eftir stórsigur hægrimanna í frönsku þingkosningunum í dag. Nú hefur hann fullt umboð landsmanna til að setja stefnu sína í framkvæmd og gera framtíðarsýn sína úr forsetakosningunum í apríl og maí formlega í framkvæmd. Sigur hægrimanna er meiri en kannanir höfðu gefið í skyn og leikur enginn vafi á stöðu mála, þó um fyrri umferð hafi verið að ræða.
Þessi sigur er mikilvægur pólitískur áfangi fyrir Nicolas Sarkozy á fyrsta mánuði sínum sem húsbóndi í Elysée-höll. Sarkozy hefur notið mikils stuðnings, hins mesta sem nýkjörinn franskur forseti frá valdadögum Charles De Gaulle fyrir hálfri öld og ennfremur nýtur stjórn hans, undir forsæti Francois Fillon, náins pólitísks samstarfsmanns hans í áraraðir, umtalsverðs stuðnings landsmanna. Sarkozy vissi alltaf að sigurinn í síðasta mánuði væri ekki nóg, hann yrði að hafa þingið með sér og trygga stjórn sín megin vildi hann koma málum sínum fram með afgerandi hætti. Það umboð fær hann nú, enginn vafi leikur á því.
Sósíalistar fara mjög illa út úr þessum þingkosningum, aðeins mánuði eftir að vonarstjarna þeirra, Segolene Royal, fékk skell í seinni umferð forsetakosninganna er hún beið lægri hlut fyrir Nicolas Sarkozy. Algjör uppstokkun blasir þar nú við, enda virðist stefna í að flokkurinn geti tapað um eða jafnvel vel yfir þriðjungi þingsæta sinna. Það er þungur skellur eftir allt annað sem gengið hefur á frá tvöföldu tapi flokksins árið 2002 fyrir Jacques Chirac og stjórn hans þá.
Hægrisveiflan í Frakklandi í dag eru mikil pólitísk tíðindi, eftir tólf ára samfellda forsetatíð hægrimanna og fimm ár þeirra samfelld í forystu ríkisstjórnar landsins. Sósíalistar unnu mjög þýðingarmikinn kosningasigur í júní 1997, þegar að Chirac gerði þau afdrifaríku mistök að flýta kosningum og enda með andstæðing sinn í kosningunum 1995, Lionel Jospin, sem forsætisráðherra. Brotlending Jospin árið 2002 styrkti Chirac en hann missti kraftinn úr höndum sér í senn hratt og pólitískt séð áberandi með því að ná ekki tökum á stöðunni.
Nú hefur Nicolas Sarkozy öll trompin á sinni hendi og fullt umboð landsmanna á öllum póstum stjórnkerfisins. Nú reynir á þennan vinsæla forseta Frakka hvort að hann stendur undir nafni og hvort þessi afgerandi hægribylgja haldist í gegnum forsetaferilinn, allavega til forsetakosninganna 2012.
![]() |
Útlit fyrir stórsigur hægri manna í Frakklandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.6.2007 | 17:23
Verslar Jónína Ben í Bónus?
Það má kannski vera að fólki finnist það skondið en ekki finnst mér það þó nein frétt. Það er þó eflaust stigsmunur á því í hugum einhverra ef marka má umræðuna.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
10.6.2007 | 14:18
Guðni gerir upp hið liðna - Framsókn fer til vinstri

Það er ljóst af ræðu Guðna að hann ætlar að leiða flokkinn til nýrra tíma, leiða hann í aðrar áttir en forverar hans, Halldór Ásgrímsson og Jón Sigurðsson, gerðu í formannstíð sinni. Horft er mjög ákveðið til vinstri í þeim efnum. Hann talaði mjög ákveðið í þá átt að samstaða flokksmanna hefði brostið og ennfremur gerði hann Íraksmálið að umtalsefni, mál sem hefur verið eins og mara á sál flokksins allt frá sumrinu 2003 og gerði að mjög áberandi leyti út af við pólitískan styrkleika Halldórs Ásgrímssonar í forsætisráðherratíð hans og fylgdi flokknum áfram eftir þó að Halldór yfirgæfi hið pólitíska svið, enda gerði Halldór ekki upp við málið í kveðjuræðu á flokksþingi Framsóknarflokksins í ágúst 2006.
Guðni fór mjög ákveðið inn á öll helstu veikleikasviðin sem leiddu til kosningaósigursins í vor. Sagði hann að Framsóknarflokkurinn hefði tapað kosningunum og þar sé aðeins við flokkinn sjálfan að sakast. Þarna kveður við nýjan tón hjá Guðna og meiri sjálfsrýni fólgin í þessum orðum en áður hefur verið á þessu vori. Þarna er horfið af braut alls tals um Baug og undarlegan orðaflaum um að eitt blað á vegum þeirra hafi markað stærstu þáttaskil flokksins í kosningunum, þegar að vel er vitað að innri sundrung og átök voru stærsta ástæða afhroðsins. Guðni þorir að gera upp veiku hliðarnar og um leið að horfa til nýrra tíma, hvernig hann geti gert þennan flokk að sínum við þessar vondu aðstæður.
Það hefur aldrei farið leynt að Guðni féll ekki í kramið hjá svokölluðum Halldórsarmi, nánasta samstarfsmannahópnum í valdatíð Halldórs Ásgrímssonar. Þegar kom að pólitískum endalokum Halldórs vildi Guðni ekki fara með honum og gerði tilraun til að taka flokkinn yfir. Þær tilraunir mætti harðri andspyrnu Halldórsarmsins sem tefldi Jóni Sigurðssyni fram til ráðherrasetu og síðar formennsku, þó að hann væri eldri en Halldór Ásgrímsson. Guðni hélt þó sínum áhrifum er á hólminn kom og varð formaður án mótspyrnu við afsögn forverans, sem missti pólitískt hlutverk sitt og vettvang í landsmálum og var illsætt eftir að mistakast að komast á þing.
Guðni Ágústsson hefði eflaust viljað taka við Framsóknarflokknum við gleðilegri aðstæður en þær sem blasa við nú. Framsóknarflokkurinn er illa farinn eftir vondan kosningaósigur og þar er algjör endurhæfing á öllum sviðum. Það blasir við af ræðunni á Grand Hótel hvert er stefnt. Fyrirmynd Guðna í uppbyggingunni er hinn gamli lærifaðir hans innan flokksins í fjölda ára, Steingrímur Hermannsson, fyrrum forsætisráðherra. Það má búast við miklum vinstriblæ á Framsókn á komandi árum. Þar verður Framsóknarflokkur Steingríms sá sem rís upp úr öskustó kosningaafhroðsins.
Þar verður nú horft til nýrrar framtíðar, sagt skilið við hægrihliðar formannstíðar Halldórs sem sótti fram á höfuðborgarsvæðinu. Nýir tímar kristallast af uppbyggingu frá landsbyggðinni, með formann og varaformann sem héraðshöfðingja flokksins í sterkum landsbyggðarkjördæmum. Það verður fróðlegt að sjá hvort að Guðna takist að byggja flokkinn til verkanna. Þar reynir á hann. Ella gæti næsta flokksþing orðið vettvangur harðvítugs uppgjörs gamalla arma.
![]() |
Innri samstaða framsóknarmanna brast |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.6.2007 | 12:20
Stefnir í kjör Valgerðar - tímamót í Framsókn

Kona hefur aldrei áður verið kjörin formaður eða varaformaður, en Siv Friðleifsdóttir hefur ein kvenna til þessa gefið kost á sér til þessara embætta. Hún tapaði varaformannskjöri fyrir Finni Ingólfssyni árið 1998 og formannskjöri fyrir Jóni Sigurðssyni árið 2006.
Valgerður Sverrisdóttir hefur setið lengst allra kvenna hérlendis í ríkisstjórn. Valgerður sat í ríkisstjórn í yfir 2.700 daga, eða í tæplega sjö og hálft ár: hún varð fyrst kvenna iðnaðar- og viðskiptaráðherra árið 1999 og utanríkisráðherra árið 2006.
Valgerður hefur setið á Alþingi frá kosningunum 1987 og hefur verið áhrifakona innan Framsóknarflokksins nær allan þann tíma. Þrátt fyrir að hún hafi verið lykilmanneskja í forystunni í raun allt frá árinu 1999 og leitt flokk sinn til kosningasigra hefur hún aldrei fyrr verið kjörin beint til forystu.
Það má telja stórmerkilegt að hún hafi ekki farið fram til formennsku fyrir ári þegar að Halldór Ásgrímsson dró sig í hlé og líklegt má telja að flokknum hafi vegnað betur undir hennar forystu. Það verður fróðlegt að fylgjast með uppbyggingu flokksins, en þar blasa mörg verkefni við forystunni.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.6.2007 | 01:12
Vangaveltur um pólitíska stöðu Kristjáns Þórs

Kristján Þór fær þó vissulega mikilvægan sess sem varaformaður fjárlaganefndar en staða hans hlýtur þó að hafa veikst við að hafa ekki sterkari stöðu til lykilhlutverks í flokksforystunni. Kristján Þór mun halda áfram verkum sínum í bæjarpólitíkinni meðfram þingmennsku eftir þessa niðurstöðu innan þingflokksins. Það sést klárlega af því að Kristján Þór var endurkjörinn forseti bæjarstjórnar Akureyrarbæjar þann 5. júní sl. til eins árs. Áður hafði Kristján Þór fengið kjör sem forseti þann 9. janúar í stað Sigrúnar Bjarkar Jakobsdóttur, er hún varð bæjarstjóri í hans stað.
Það er ekki undrunarefni að hann sitji áfram í bæjarstjórn og gegni sínum verkum þar út kjörtímabilið fyrst hann fær ekki veigameiri hlutverk í landsmálunum en raun ber vitni. Fyrst og fremst eru skilaboð flokksforystunnar til Kristjáns Þórs að því er virðist að þingmenn Sjálfstæðisflokksins fái ekki lykilhlutverk í upphafi fyrsta kjörtímabils. Þessi skilaboð verða mjög áberandi þegar um er að ræða mann eins og Kristján Þór, sem verið hefur áberandi í pólitík í yfir tvo áratugi og leiddi flokkinn til sögulegs sigurs í þingkosningum í kjördæmi sem aldrei hefur verið lykilvígi Sjálfstæðisflokksins. Það er erfitt að halda því fram að hann sé pólitískur nýliði en hann er samt sem áður flokkaður sem slíkur af forystu flokksins.
Það hefur ekki farið framhjá neinum að sjálfstæðismenn á Akureyri eru ósáttir við þessa niðurstöðu flokksforystunnar. Persónulega tel ég það áfall fyrir okkur að leiðtoga flokksins eftir slíkan sigur séu ekki færð öflugari verkefni en raun ber vitni. Það er ljóst af stöðu mála undanfarinna daga að Kristján Þór ætlar sér að vinna áfram á bæði vettvangi sveitarstjórnarmála og landsmála. Hann mun klára kjörtímabil sitt sem bæjarfulltrúi hér og verður forseti bæjarstjórnar áfram, er forystumaður bæjarstjórnar í verkum sínum eftir sem áður.
Það blasir merkileg staða við Sjálfstæðisflokknum á Akureyri á næstu árum. Eftir tvö ár verður leiðtogi Samfylkingarinnar á Akureyri bæjarstjóri hér í samstarfi við okkur sjálfstæðismenn. Árið fyrir næstu sveitarstjórnarkosningar hefur flokkurinn því hvorki embætti bæjarstjóra né ráðherrasæti, að óbreyttu. Það er afleit staða og vekur okkur öll hér til umhugsunar.