12.6.2007 | 22:33
Bush mest fagnað í Evrópu í gömlu kommúnistaríki

Var engu líkara en að Bush forseti væri staddur í Texas eða einhverju öðru helsta lykilvígi sínu í suðurríkjum Bandaríkjanna. Á sama tíma var honum tekið kuldalega í t.d. Þýskalandi og Ítalíu, sérstaklega reyndar í hinu síðarnefnda þar sem augljóst var af viðbrögðum almennings í Róm að þar væri hann enginn aufúsugestur eða velkominn á þeim slóðum.
George W. Bush hefur verið mjög umdeildur forseti á valdaferli sínum, sérstaklega í Evrópu. Það er mjög lítill áberandi stuðningur við hann og pólitíska stefnu hans í þessari heimsálfu. Hinsvegar er merkilegt að sjá að hann fær höfðinglegar móttökur í Albaníu af öllum löndum. Minnti móttökurnar helst á framboðsfund í lykilríki hans heima fyrir.
Fannst ansi fyndið að lesa þessa frétt af úramálinu mikla í Fushe Kruja. Það er erfitt að sjá hvað hefur gerst á þessari örskotsstund sem myndbrotið sýnir. Aðra stundina hefur hann úrið, hina stundina er það horfið. Þeir sem næst standa forsetanum fullyrða að lífverðir hafi tekið úrið.
Það er hinsvegar ekki ósennilegt miðað við móttökurnar sem hann fékk í Albaníu að einhver hafi viljað hnupla því. Bush var enda tekið með sama hætti og týnda syninum að snúa aftur á fornar slóðir, merkilegt nokk það.
![]() |
Armbandsúri George Bush stolið í Albaníu? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.6.2007 | 21:49
Tjaldsvæðið við Þórunnarstræti lokað um helgina

Draslið og sóðaskapurinn þá var af því kalíberi að það tók þrifsveit nokkra daga að koma hlutunum í samt lag og áður. Við hér við Þórunnarstrætið og bæjarbúar almennt vorum búin að fá alveg nóg. Nú hefur verið tilkynnt að tjaldstæðið verði eingöngu opið fjölskyldufólki með fellihýsi, hjólhýsi og tjaldvagna um verslunarmannahelgina. Svo hefur ennfremur verið frá árinu 2005. Samhliða þessu hefur gæsla verið stórefld og aðgengi breytt. Jafnframt hefur eftirlitið aukist til muna með tilkomu girðingu í kringum svæðið.
Ég hef annars alla tíð verið þeirrar skoðunar að tjaldsvæði á þessum stað sé barn síns tíma. Það hlýtur að koma að því fyrr en seinna að það leggist af, enda ekki fólki bjóðandi í miðri íbúðabyggð að mínu mati. Það hefur þó verið gert ástandið á þessu svæði fólki hér meira boðlegt þrátt fyrir allt. Því fagna ég þessari ákvörðun þriðja árið í röð.
Það var ólíðandi að meginfrétt verslunarmannahelgarinnar æ ofan í æ hafi verið óregla og sukk á tjaldsvæðinu við Þórunnarstræti og ómenningin sem þar grasseraði ár eftir ár. Með þessu öllu hefur verið tekið fyrir það, en betur má ef duga skal. Ég tel að það eigi að huga að því að loka þessu tjaldsvæði innan nokkurra ára.
![]() |
Akureyri: Tjaldsvæðið við Þórunnarstræti lokað dagana 14 -17. júní |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.6.2007 | 16:36
Valgerður og Steingrímur J. fallast í faðma

Skömmu eftir að Valgerður hafði lokið máli sínu um að afstaða Samfylkingarinnar til Íraksmálsins væri yfirklór kom Steingrímur J. í ræðustól og tók undir allt sem Valgerður hafði sagt, sagðist sérstaklega vera sammála henni. Þetta er nýmæli í samskiptum þeirra. Ekki er ár liðið síðan að svo mikið snarkaði á milli þeirra að þau gátu ekki hist augliti til auglitis í Íslandi í dag og Kastljósi Sjónvarpsins til að ræða um meðferð Valgerðar og iðnaðarráðuneytisins á greinagerð Gríms Björnssonar, jarðeðlisfræðings.

Svipað gerðist í Íslandi í dag kvöldið eftir að mig minnir, en þar birtist Valgerður fyrst í fyrirfram ákveðnu viðtali (sem tekið hafði verið upp) á Austurvelli og skömmu síðar sömu kvöldstund birtist þar Steingrímur J. í beinni. Fræg voru stóryrði Steingríms J. í bréfinu þar sem hann sagði Ríkissjónvarpið hafa brugðist skyldum sínum og vitnaði hann í þeim efnum í 3. grein útvarpslaga þar sem sagði að Ríkisútvarpið skuli halda í heiðri lýðræðislegar grundvallarreglur og mannréttindi til orðs og skoðana.
Þetta var í júlí 2006. Valgerður var orðin utanríkisráðherra en skuggi greinargerðar Gríms Björnssonar elti hana uppi undir leiðsögn m.a. Steingríms J. Sigfússonar. Síðan er ekki liðið ár og nú eru þau orðin samherjar í stjórnarandstöðu og fallast í faðma í að ráðast að Samfylkingunni í þingsölum. Þetta er auðvitað mjög skondið allt saman og áhugavert, sérstaklega fyrir okkur sjálfstæðismenn að sjá. Hlutirnir eru oft ekki lengi að breytast í henni pólitíkinni.
Það verður fróðlegt að fylgjast með framboðs- og stjórnmálafundum hér í Norðausturkjördæmi haldi Steingrímur J. og Valgerður áfram samstarfi sínu og heitstrengingum í þingsölum. Það tekur okkur eflaust einhvern tíma að venjast þessum nýjasta pólitíska rómans hér á svæðinu.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.6.2007 | 14:59
Guðni segist ekki hafa séð Finn í heilt ár

Ummæli Finns í Viðskiptablaðinu, atlagan að Guðna, vakti mikla athygli í aðdraganda miðstjórnarfundar um helgina og gerði fátt annað en opna aftur með áberandi hætti þau sár sem reynt er að græða eftir skaðlegt afhroð Framsóknar í þingkosningum. Með því varð ljós óánægja fjölmennra hópa innan flokksins með formennsku Guðna, sem er ekki beinlínis ný af nálinni.
Orðrétt sagði Guðni í morgun um Finn: "Hann kaus sjálfur að hverfa. Hann var tilbúinn að koma aftur fyrir orð vina Halldórs og Halldórs sjálfs ef um það skapaðist friður og sátt innan Framsóknarflokksins. En það varð hvorki friður eða sátt um það innan Framsóknarflokksins né í þjóðfélaginu. Það risu miklar öldur gegn því að Finnur tæki við Framsóknarflokknum. Því fór sem fór. Það varð ekki hans hlutverk. Menn réru á ný mið og Jón Sigurðsson kom til skjalanna í framhaldi af því til þess að sætta Halldór við að fara af hans vinum."
Þetta eru merkileg orð. Þarna felst skot á Halldór Ásgrímsson greinilega, en hann setti augljóslega eigin hagsmuni ofar flokksheill þegar kom að vali á eftirmanni og leitaði langt yfir skammt til að finna eftirmanninn því ekki vildi hann Guðna. Það hefur líka Guðni sjálfur bent á í forsíðuviðtölum við DV og Fréttablaðið með áberandi hætti eftir að hann tók við formennskunni við afsögn eftirmanns Halldórs. Þar var allt gert upp við Halldór með áberandi hætti og greinilega sett fram í forsíðuletursstíl hvers eðlis lætin voru sem riðu yfir Framsóknarflokkinn þegar að Halldór hrökk upp fyrir sem stjórnmálamaður. Þar eru enn sár opin, sem þó er reynt að græða.
Tal Finns Ingólfssonar gerði ekkert annað en ýfa upp gömul sár. Það mátti enda finna skot hjá Guðna fólgin í ummælum hans um hvar sökin á afhroði flokksins 12. maí sl. væri staðsett. Þar var skotið til fyrri átaka og Guðni var eins og hinn sigrum prýddi maður sem glottir við tönn og segir með glottandi kímnissvip: I told you so. Guðni er að gera flokkinn að sínu með talinu um uppgjörið og því að líta svo áberandi til vinstri. Þar er horft til þess að gera flokkinn aftur að flokki í takt við þann sem Steingrímur Hermannsson byggði upp í fimmtán ára formannstíð sinni.
Staðan innan Framsóknarflokksins er mjög sérstök nú þegar að hafist er handa við að byggja upp brunarústirnar eftir stórbrunann mikla á undanförnum árum. Guðni tekur við hálfgerðu flaki þar sem mikil uppbygging tekur við. Þar er staðan nær algjörlega í grunnmælingu. Saminn hefur verið friður á yfirborðinu og sverðin hafa verið sett til hliðar og allir eru að reyna að bjarga sjálfum sér í miðjum vandræðunum. Allir hafa höggvið alla svo illa að skörðin eru orðin mikil. Nú er reynt að bjarga því sem eftir stendur af elsta starfandi stjórnmálaflokki landsins.
Guðni fær þó tækifærið sem hann vildi fá fyrir ári; að leiða flokkinn sinn og reyna að byggja hann upp til verkanna. Með honum til verkanna er valin Valgerður, sem augljós leiðtogi Halldórsarmsins í þingflokki Framsóknarflokki og í lykilkjarnanum. Siv, sem eina þingmanninum á höfuðborgarsvæðinu, er fundinn sess með þingflokksformennsku. Allir fornu höfðingjarnir hafa því sinn póst til að vinna á. Með því fá allir eitthvað og sáttin helst á því formi sem getur dugað.
Undir krauma þó átökin. Það sanna ummæli Finns Ingólfssonar sem enn er fúll út í Guðna fyrir að hafa lagt ráðherra- og formannsdrauma sína í rúst fyrir ári. Guðni fær tækifærið til að byggja flokkinn. Yfir vofir þó sú staða að flokksþingi, innan tveggja ára, verði vettvangur hins sanna uppgjörs aflanna gömlu. Þar gætu orðið harðvítug átök sem gætu jafnvel enn aukið á sundrungu Framsóknarflokksins. Það hefur ekki vantað hasarinn innan þessa gamla flokks sem hefur verið sjálfum sér verstur um nokkuð skeið.
Það blasa engin endalok þeirra hjaðningavíga við með afsögn Jóns Sigurðssonar og formennsku Guðna Ágústssonar. Þar kraumar undir svo eftir er tekið.
12.6.2007 | 12:34
Eiður Smári kominn á sölulistann

Hlutirnir eru jafnan ekki mikið að breytast í þessum bransa. Það verður fróðlegt að sjá hvert að Eiður Smári muni fara gangi salan eftir. Löngum hefur verið orðrómur um að hann færi jafnvel til Manchester United og Tottenham. Ennfremur gæti auðvitað farið svo að hann endi hjá West Ham, þar sem Eggert Magnússon ræður ríkjum.
Það er erfitt að spá í hver gengur kaupum og sölum í þessum bransa. En það verður þó fróðlegt að sjá hvar Eiður Smári lendir.
![]() |
Eiður Smári til sölu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)