23.7.2007 | 21:59
Þingmaður stjórnar spjallþætti í sumarafleysingum

Þetta hafði einhvernveginn farið framhjá mér í gúrkutíðinni, en þetta vakti allavega athygli mína. Það er ekki mikið um það að þingmenn þurfi að taka sumarafleysingar meðfram þingstörfum, en það virðist greinilega allt geta gerst í þessum geira. Þetta er allavega merkileg flétta sem birtist með þessu vali á sumarafleysingamanni.
Það væri gaman að sjá umræðuna sem yrði ef að Ólöf Nordal og Steinunn Valdís Óskarsdóttir, svo einhver nöfn nýrra þingmanna séu nefnd, myndu allt í einu verða sumarafleysingafólk á Morgunvaktinni á Rás 1, Síðdegisútvarpinu þar eða þættinum í bítið á Bylgjunni.
Það hefur lengi verið orðrómur um að Útvarp Saga sé sérleg málpípa Frjálslynda flokksins. Ekki deyja þær kjaftasögur með vali á sumarafleysingafólkinu þar, sérstaklega þeim sem situr vaktina í síðdegisspjallþættinum.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
23.7.2007 | 20:32
Hilary Swank leggur góðum málstað lið

Það er alveg ljóst að stjörnuleikur Hilary í Boys don´t Cry kom henni á kortið. Fram að því hafði hún verið meðhöndluð sem léleg eða lítt eftirsótt leikkona. Það verður seint sagt að Boys don´t Cry sé skemmtileg mynd en hún er fyrst og fremst gríðarlega vel gerð. Hilary náði með myndinni að stimpla sig inn í bransann og hlaut flest kvikmyndaverðlaun árið 2000 og sló meira að segja við Annette Bening fyrir túlkun sína í American Beauty, en flestir töldu hana örugga um að hljóta óskarinn og hún hafði fyrir því að mæta á hátíðina kasólétt en fór tómhent heim. Hilary hlaut verðlaunin.
Hilary Swank var líka mjög góð í kvikmyndinni Insomnia í hlutverki Ellie, hinnar skörpu lögreglukonu, og náði að setja jafnsterkan svip á myndina og Al Pacino og Robin Williams sem fóru þar á kostum. Það er mynd sem heillaði mig gjörsamlega þegar að ég sá hana fyrst og hún klikkar aldrei. Hún er enska útgáfan á hinni frábæru Insomnia, norskri mynd sem var gerð undir lok síðustu aldar. Hafi menn séð ensku myndina er mikilvægt að sjá þá norsku sem er gríðarlega vel gerð og engu síðri, jafnvel betri. En samleikur Williams og Pacino í ensku útgáfunni er magnaður, en mér hefur alltaf fundist Al Pacino frábær leikari, einn þeirra bestu.
Túlkun Hilary á Maggie Fitzgerald í Million Dollar Baby árið 2004 er að mínu mati algjör snilld. Hún fór þar alveg á kostum og tókst að vinna óskarinn aftur. Þá tókst henni að sigra Annette Bening öðru sinni, sem þá var tilnefnd fyrir Being Julia. Þó að hún sé gríðarlega góð í Million Dollar Baby stendur samt túlkun hennar í Boys Don´t Cry upp úr af ferli hennar. Það er auðvitað mikið afrek að hafa þrítug náð að vinna aðalleikaraverðlaun á Óskarnum tvisvar. Jodie Foster tókst það líka eins og fyrr segir fyrir sínar frábæru leiktúlkanir. Leikur Swank í þessum tveim myndum var svo sannarlega það góður að verðskulda verðlaun.
Hilary Swank hefur ekki bara upplifað gullna daga í lífinu. Það tók hana langan tíma að ná frægð og frama og henni var ekki fært neitt á silfurfati. Þetta framlag Swank til góðgerðarsamtaka krabbameinssjúkra sýnir vel úr hverju hún er gerð. Hún hefur áður lagt sitt af mörkum til góðs málstaðar og sýnir vel hug sinn til þeirra sem þurfa aðstoðar með. Það er gott að vita að í Hollywood er ekki bara fjarlægt fólk glamúrsins, heldur líka fólk sem hefur tilfinningar og leggur stjörnuljóma sinn af mörkum til að vekja athygli á málstað þeirra sem þurfa aðstoðar við.
![]() |
Swank lætur allt fjúka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 21:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.7.2007 | 14:35
Lúkas snýr aftur
Þá er víst fjölmiðlavænasti hundur Íslandssögunnar, fyrir utan ráðherrahundinn Lucy, hinn Kínversk-Eyfirski Lúkas, kominn aftur heim til sín eftir að hafa risið upp frá dauðum með stórbrotnum hætti fyrir viku eftir að hafa verið talinn hafa verið drepinn um þjóðhátíðarhelgina. Það hefur mikið gengið á í kringum þennan hund í sumar og sitt sýnist eflaust hverjum. Það er ánægjulegt að hann hafi komist heill til síns heima eftir þennan fjölmiðlahasar.
En það hafa fleiri en Lúkas upplifað hrakningar í sumar. Helgi Rafn Brynjarsson var ranglega sakaður um að hafa drepið hundinn og upplifði hreint helvíti vegna þess alls. Það var skelfilegt að fylgjast með því hvernig dómstóll netsins, að stóru leyti nafnlaus, felldi harða dóma yfir honum án þess að vita alla sólarsöguna en draga stórar ályktanir af fáum vísbendingum. Þetta mál allt er hin mesta lexía.
Það er ekki undarlegt að Helgi Rafn ætli sér að hreinsa nafn sitt með því að höfða mál á hendur þeim sem hótuðu honum öllu illu og dauða jafnvel. Það er vonandi að einhverjir læri sína lexíu á þessu rugli öllu sem fylgdi þessu hundshvarfi. Þeir sem hæst töluðu ættu að sýna sóma sinn í að biðja þennan mann afsökunar.
![]() |
Lúkas kominn heim |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 14:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
23.7.2007 | 14:16
Mikilvægt að nota reiðhjólahjálm
Það er auðvitað aldrei hægt að útiloka að frekari meiðsl verði, en höfuðmeiðslin geta skipt sköpum í bataferlinu. Enda eru þess dæmi að slæm meiðsl af því tagi hafi dregið fólk til dauða og ennfremur hafa banaslys orðið í reiðhjólaslysum þar sem ekki var notað hjálm og slæm höfuðmeiðsl voru. Það er full þörf á því að ræða það með opinberum hætti hvernig staðan er varðandi hjálmanotkun. Framan af þótti ekki fínt að nota hjálm en það hefur eitthvað minnkað, eins og ég benti á hérna í gær.
En þetta slys sýnir okkur vel að hjálmanotkun getur haft mikið að segja að mörgu leyti að ekki fari jafnvel enn verr en ella.
![]() |
Alvarlega slasaður eftir reiðhjólaslys |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
23.7.2007 | 10:38
Mikil mildi að ekki fór illa
Brá verulega þegar að ég las þessa frétt um leik unglinganna með fiskikarið á Suðurnesjum. Þetta er stórhættuleg iðja og þarf ekki mikið að fara úrskeiðis til að verulega illa fari. Það er mikilvægt að fjalla um þetta til að vekja hættuna á þessari iðju ef fólk er ekki með á hana. Þetta er ekki hlutur sem á að vefja í dularhjúp.
Fyrir þrem áratugum varð sviplegt slys hér í Eyjafirði þegar að nokkrir unglingsstrákar gerðu slíkt hið sama. Þeir fórust í slysinu og fundust aldrei. Það var mikil og dapurleg sorgarsaga.
![]() |
Stórhættulegur leikur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.7.2007 | 02:17
Leiksnillingurinn með fjöldamörgu andlitin

Þetta voru fjórir tíu mínútna hlutar. Um leið og ég hafði fundið þann fyrsta varð ég skoða allan pakkann. Það olli svo sannarlega ekki vonbrigðum. Virkilega gott viðtal og áhugavert. Þar koma svo sannarlega vel fram frábærir taktar Sellers í persónusköpun. Hann fór mjög hratt yfir góðar sögur og fór á milli persóna í túlkun með snilldarbrag. Var bæði fyndið og skemmtilegt að sjá þennan pakka. Allan þann tíma sem ég hef verið kvikmyndaáhugamaður hef ég metið mjög mikils gamansama túlkun Peter Sellers. Hann var meistari gamanleiksins eins og hann gerðist bestur.
Kvikmyndirnar um Bleika pardusinn eru sennilega helst tengd við Sellers í dag. Það er ekki furða, enda er það frábær gamanmyndapakki og ber mjög vel vitni snilldinni sem fólst í gamanleik Peter Sellers. Jacques Clouseau varð hans þekktasti karakter og heldur nafni hans helst á lofti. Það er ávallt yndislegt að horfa á þessar myndir. Algjörlega frábær gleðigjafi. Hef ég upplifað þá snilld vel og innilega eftir að ég keypti pakkann með myndunum öllum fyrir nokkrum árum. Um helgina horfði ég svo á annað meistaraverkið með honum, The Party - kvikmynd Blake Edwards. Það er að mínu mati ein besta gamanmynd kvikmyndasögunnar.
Fyrir utan þessar myndir er Dr. Strangelove hans besta stund í leiktúlkun. Þar er Sellers hreint ógleymanlegur í þremur hlutverkum - sem breskur yfirmaður í NATO, forseti Bandaríkjanna og síðast en ekki síst gamli nasistinn, sprengjusmiðurinn. Hlaut óskarsverðlaunatilnefningu fyrir og skal engan undra. Sellers er hjarta og sál þessarar yndislegu myndar. Vilji menn sjá tæra snilld er þetta myndin sem velja skal. Mjög mikil satíra en öflugur pakki. Sellers var þó ekki alltaf bara gamanleikarinn. Við blálok litríks leikferils túlkaði hann garðyrkjumanninn Chance í Being There og hlaut þar aðra óskarstilnefningu. Þar var húmorinn fjarri. Myndin er mörgum óskiljanleg en ég hef alltaf haldið mikið upp á hana.
Það sem mér fannst merkilegast við að sjá fyrrnefnt viðtal er að Peter Sellers lætur mjög vel að vera allt annað en Peter Sellers. Hann var nær aldrei í eigin karakter en lék mörg hlutverk í gegnum ferilinn. Það hefur oft verið sagt bæði í gamni sem alvöru að það hafi verið honum erfiðast að leika sjálfan sig. Sá karakter hafi aldrei verið opinber. Það er margt til í því. Þetta sést mjög vel í sjónvarpsmyndinni The Life and Death of Peter Sellers fyrir nokkrum árum þar sem einkalíf leikarans margflókna var nær alveg opnað upp á gátt. Myndin er að mörgu leyti gloppótt en mögnuð túlkun Geoffrey Rush á Sellers opnaði nýjar hliðar á karakternum sem gat túlkað fjölda persóna, allar aðrar en sjálfan sig.
Ég held að um margt muni sagan dæma helst Peter Sellers fyrir að vera leiksnillingurinn með fjöldamörgu andlitin en hafi í raun upplifað sinn helsta ósigur í hlutverki sjálfs sín. Ævi hans varð enginn dans á rauðum rósum. En það er oft sagt um helstu grínleikara sögunnar að þeir hafi verið leiðinlegastir í eigin karakter og þess vegna falið hann sem mest þeir máttu. Það gildir því miður einna best um Peter Sellers. En mikið innilega var gaman að finna þetta frábæra viðtal.
23.7.2007 | 00:03
Söguleg vanþekking væntanlegs forsætisráðherra

Það er ljóst að breytingar eru framundan í belgískum stjórnmálum. Ríkisstjórn Guy Verhofstadt, sem mynduð hefur verið af frjálslyndum og sósíalistum undir forsæti hans síðustu átta árin, féll í kosningunum í júnímánuði og hafa viðræður staðið um myndun nýrrar stjórnar undir forsæti Leterme vikum saman. Hefð er fyrir því að viðræður um stjórnarmyndun taki hið minnsta mánuð í Belgíu og hefur Leterme leitt þær viðræður sem afgerandi sigurvegari þingkosninganna. Á meðan hefur fráfarandi stjórn ríkt sem starfsstjórn.
Það hlýtur að teljast veruleg vanþekking að þekkja ekki sögu landsins síns og vera vanbúinn á því að svara lykilspurningum af þessu tagi. Þessi sögulega vanþekking hins væntanlega forsætisráðherra mun þó varla stöðva það að hann taki við völdum af Verhofstadt innan skamms, þó vissulega hljóti þetta að teljast neyðarleg frammistaða á lokastigi stjórnarmyndunar og varla líklegt til að styrkja hann í sessi.
![]() |
Kunni ekki textann og þekkti ekki söguna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)