Mikilvægar upplýsingar í Bónusfánamálinu

Mér finnst mjög mikilvægt að fá þær upplýsingar frá innheimtumiðstöð sekta og sakakostnaðar að ekki hafi þurft að láta Bónusfánastrákinn vita fyrirfram. Þetta er gott innlegg. Ég hef eiginlega misst töluna á samsæriskenningum og alls konar vangaveltum um málið sem ég hef fengið í tölvupóstum, og sumir af þeim heldur orðljótir og ekki beint með á hvernig þetta eigi að gera en fullyrða ansi margt, og því mikilvægast að fá að heyra sannleikann um hvernig unnið er í þessum málum. Þetta setur málið allt í gott samhengi og vonandi bindur enda á allar vangaveltur án samhengis.

En ég tek hinsvegar undir það að það verði að fara varlega í þessum efnum og láta kerfið hafa sinn gang. Ef óánægja er með verk lögreglunnar er hægt að fara með það mál dómstólaleiðina og leita eftir rétti sínum ef hann er óyggjandi eftir lögum. Ég fer ekki leynt með þá skoðun að það hafi ekki verið gott að þeir sem standa fyrir friðsömum mótmælum á Austurvelli séu framarlega í flokki í Hverfisgötumótmælunum, enda höfðu þeir sjálfir sagt að verk fánastráksins hefðu verið ljótur blettur á mótmælum þeirra á sínum tíma.

mbl.is Var ekki látinn vita
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skrílslæti við lögreglustöðina - af hverju gríman?

Mér fannst mjög dapurlegt að sjá þessi skrílslæti við lögreglustöðina við Hverfisgötu síðdegis. Eftir tiltölulega vel heppnuð mótmæli, mjög táknræn sérstaklega, var þetta mikið feilhögg og styrkir ekki málstaðinn. Sama fólk og stóð að málefnalegum mótmælum féll í þann pytt að mæta við lögreglustöðina og leiða mál þar áfram. Þetta var ekki málstað þeirra til framdráttar.

Ég hef enga skoðun á málefnum þessa manns sem sat inni. Þau mál verða bara að fara sína leið í kerfinu. En valdbeiting við lögreglustöðina er ekki góður eftirmáli á friðsömu mótmælin á Austurvelli og eru engum þeirra til sóma. Svo velti ég fyrir mér hvaða táknmynd þessi gríma eigi að vera.

Er það kannski svo að þeir sem standa að friðsamlegum mótmælum ætli að missa þetta í skrílslæti, þvert á eigin loforð og heitstrengingar?


mbl.is Fanganum sleppt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 23. nóvember 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband