Eðlileg krafa Páls - ófagleg framkoma Péturs

Mér finnst það fullkomlega eðlilegt að Páll Magnússon, útvarpsstjóri Ríkisútvarpsins, krefjist þess að fréttamaður sem hefur starfað á þess vegum skili myndefni sem hann er að opinbera löngu eftir starfslok og hefur í sjálfu sér engan traustan rétt á að sýna eða eiga. Þetta efni var unnið á meðan hann var á launaskrá hjá Ríkisútvarpinu og er eign þess að öllu leyti. Mér finnst eiginlega ótrúlegt hversu langan tíma þó það tók fyrir Ríkisútvarpið að setja fram þessa kröfu, enda átti ég í sannleika sagt von á henni í gær eða um helgina.

Pétur hefði alveg getað sagt frá samskiptum sínum við Geir, hafi honum fundist þau óeðlileg. En að flagga efni sem er eign þeirra sem hann vann hjá er fyrir neðan allar hellur, enda sýnist mér á öllu að Pétur skili nú efninu. Svo vaknar við þetta spurningin - eru fréttamenn með efni sem þeir vinna heima hjá sér eða eiga þeir rétt á að afrita það? Mér finnst eðlilegt að þetta verði tekið fyrir með eðlilegum hætti og útkljáð á þar til gerðum stöðum.

Svo er það annað mál að lengi má segja frá og tjá sig um mál. Af hverju var Pétur ekki búinn að blogga um þetta viðtal eða tala um það fyrir löngu, segja frá án þess að ganga svo langt að sýna myndskeið sem hann átti ekki? Þetta vekur auðvitað spurningar um hvort fréttamenn gera þetta almennt, fari heim með gögn, spólur og myndbönd, og liggi á því um langt skeið, enda er t.d. nokkuð um liðið síðan Pétur hætti hjá RÚV.


mbl.is Krafa um að viðtali við Geir verði skilað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nauðgunin í Dagvaktinni endurgerð



Eitt umdeildasta atriðið í annars mjög vel gerðri Dagvakt á Stöð 2 er nauðgunaratriðið þegar Guðbjörg nauðgaði Ólafi Ragnari. Samt var merkilega lítið talað um það. Ég er viss um að þetta hefði verið umtalaðra hefði kynjahlutverkum verið snúið við og farið svona með konu á kjörtíma í sjónvarpi og það í gamanþætti.

Nú hefur kynjahlutföllum verið snúið við í grínmyndbandi. Ágætt að fara þessa leið og sýna áhorfendum. Er heldur viss um að þessu grínatriði hefði ekki verið tekið fagnandi, nema vegna þess að við vitum að þetta er grínútgáfa á nauðgunarsenunni.

Skynsamlega tekið á ofbeldismálinu í Njarðvík

Mér finnst skólayfirvöld taka mjög vel og skynsamlega á ofbeldismálinu í Njarðvíkurskóla. Fólskulegt ofbeldi og einelti á ekki að líða og mikilvægt að þeim sé refsað sem standa að svo grófri líkamsárás. Mikilvægt er að þeir sem telja eðlilegt að berja einn skólafélaga sinn svona læri sína lexíu og ég vona að almennt hafi þetta þau áhrif að fólk hugsi sitt ráð.

Fyrir nokkrum dögum sá ég að þessir strákar voru nafngreindir og afhjúpaðir á einni bloggsíðu. Slíkt er og verður umdeilt. Ég held og vona að þeir læri sína lexíu þó þeir séu ekki tættir í sundur á blogginu, nafngreindir og teknir þannig í gegn. Margt annað er hægt að gera til að kenna þeim sem beita svona ofbeldi lexíuna.

mbl.is Árásarmönnum vikið úr skóla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 25. nóvember 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband