Skuggalegir stjórnunarhættir í FL Group

Loksins hefur Morgunblaðið afhjúpað hvað gerðist í FL Group á árinu 2005 sem leiddi til þess að Ragnhildur Geirsdóttir hætti sem forstjóri fyrirtækisins og þrír stjórnarmenn, þ.á.m. Inga Jóna Þórðardóttir, gengu á dyr. Þetta er mjög dökk saga, skuggalegir stjórnunarhættir Hannesar Smárasonar í FL Group koma nú loks á borðið og löngu kominn tími til. Nú er mikilvægt að gera upp þessa dökku sögu Hannesar Smárasonar í fyrirtækinu og tala hreint út í þeim efnum.

Ég hef heyrt í áranna rás margar kjaftasögur um framferði Hannesar og hvernig staðan var í FL Group. Flest af þessu virðist hafa verið satt, þó margt hafi hreinlega verið of ótrúlegt til að geta verið satt. Myndböndin sem gerð voru um FL Group, og sumir vildu úthrópa sem áróður, eru napur sannleikur um skelfilegt verklag sem full þörf er á að rannsaka og gera upp með sómasamlegum hætti.


mbl.is Lét flytja út af reikningum FL án heimildar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 9. nóvember 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband