Skammarleg skattahækkun sjálfstæðismanna

Ég verð að segja eins og er að mér finnst hún skammarleg skattahækkunin sem fjármálaráðherra Sjálfstæðisflokksins lagði fram í kvöld og var keyrð í gegnum þingið á leifturhraða. Mér finnst þetta ekki í takt við stefnu eða hugsjónir þeirra sem sinna pólitískri forystu fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Eina pólitíska lausnin sem þetta fólk virðist hafa er að keyra skattana upp. Þetta er dálagleg jólagjöf til landsmanna eða hitt þó heldur. Svei á þessa hækkun.

mbl.is Áfengisgjald hækkað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er eitthvað fyndið við dánartilkynningu?

Ég get ekki séð hvaða húmor eða gamansemi er í því að búa til dánartilkynningu um vini sína eða félaga, hvað þá einhverja sem maður þekkir ekki. Frekar er það dökkur húmor allavega. Myndi fólk almennt búa til svona og senda í blöðin nema fyrir því sé þá einhver tilgangur? Ég hallast að því. Þetta á auðvitað ekki að flokka sem grín, nema þá sem mjög sjúkt og ógeðslegt.

Kannski finnst einhverjum eðlilegt að grínast með dánartilkynningar og geta hugsað sér að setja upp í sorgarramma mynd og nafn einhvers en fara með það í blöðin er siðlaust. Hreint út sagt.

mbl.is Grín sem gekk of langt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjárlagafrumvarp í móðu - erfiðar ákvarðanir

Mikið er það nú gott að fjárlagafrumvarpið í skugga hinnar erfiðu stöðu þjóðarinnar sé loksins komið fram, þó vissulega sé það enn í mikilli móðu þess á eftir að gerast næstu mánuði. Frumvarpið sem lagt var fram fyrir tveim mánuðum er orðið að fornleifum og var blásið út af borðinu í raun örskotsstundu eftir að það var lagt fram. Sem hægrimanni er frekar óþægilegt að horfast í augu við útsvars- og tekjuskattshækkun. Skilaboðin eru einföld: við berum byrðarnar.

Kjaftasagan segir þó að þetta sé aðeins fyrsta skrefið á langri leið og búast megi við uppstokkun á frumvarpinu þegar líður á næsta ár. Sjaldan hefur fjárlagafrumvarpið verið heilagt og í vinnslu í raun allt árið. Plaggið sem samþykkt er í árslok ár hvert breytist jafnan talsvert og öruggt má teljast að sú verði raunin með þetta.

mbl.is Tekjuskattur og útsvar hækka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bjarni Ben helgar stjórnmálum krafta sína

Bjarni Benediktsson
Ég fagna þeirri ákvörðun Bjarna Benediktssonar að fara úr stjórnum N1 og BNT til að stefna að meiri frama í pólitískri baráttu. Ég hef verið þeirrar skoðunar um nokkuð skeið að Bjarni sé einn af framtíðarforingjum Sjálfstæðisflokksins og ég mun styðja hann heilshugar til að taka það hlutverk að sér þegar að því kemur. Mikilvægt er að hann sendi þessi skilaboð út á þessum tímum, skilið verði á milli pólitískra verkefna og því sem gert er úti í bæ, utan stjórnmálabaráttu.

Auk þess er hann af þeim kalíber að fengur er að því fyrir flokkinn að ljóst sé að pólitísk barátta er í framtíðaráætlunum hans. Nú þegar full þörf er á endurnýjun víða, einkum í pólitíkinni, er þetta vissulega góð ákvörðun.

 


mbl.is Bjarni úr stjórnum N1 og BNT
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 11. desember 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband