16.12.2008 | 18:50
Munu eigendur DV bera blak af Reyni áfram?
Eigendur DV virðast bera blak af ritstjóranum og halda fast í hann. Svo virðist allavega vera. Traust starfsmannanna er allavega ekkert, engin er stuðningsyfirlýsingin, en heldur ekki vantraustið þó virðist vera að það bresti á með því að menn gangi út. Þegar er einn farinn, lét ekki bjóða sér vinnubrögðin. Er ekki hissa á því. Sómakært fólk lætur örugglega ekki fara illa með sig þegar þeir sjá að yfirmaður þeirra reyndi að gera út af við æru samstarfsmanns.
En hversu lengi mun það standa? Fjölmiðill er bara orð á blaði en ekki sterkt afl í raun ef trúverðugleikinn er enginn.
![]() |
Reynir biðst afsökunar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.12.2008 | 18:43
Mikilvægt að höfða mál gegn bresku stjórninni
![]() |
Mál verði höfðað gegn Bretum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.12.2008 | 14:44
Reynir verður að segja hver stöðvaði DV-fréttina
Tímabært er nú að Reynir Traustason, ritstjóri DV, svipti hulunni af því hver ætlaði að stöðva DV-fréttina og í hvaða tilgangi nákvæmlega. Mér finnst reyndar benda til þess að ástæða þess að hann hefur ekki gert það nú þegar sé vegna þess að sá aðili sé hvorki tengdur Landsbankanum eða Björgólfi Guðmundssyni, sem hafði engin völd til að stöðva fréttaflutninginn í síðasta mánuði, eins og flestum ætti að vera orðið kunnugt.
Reynir þarf að koma fram og tala hreint út, leysa frá skjóðunni. Trúverðugleiki hans er enginn ef á að þaga eða vera með hálfkveðnar vísur. Reyndar blasir við að orðspor hans er stórlega skaddað, ef ekki farið í vaskinn.
![]() |
Björgólfur: Fjarstæða en kemur ekki á óvart |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.12.2008 | 14:37
Aum vinnubrögð í leiðaraskrifum á DV
![]() |
Breyttur leiðari DV |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.12.2008 | 01:37
Reynir á að hafa vit á að segja af sér sem ritstjóri
Reynir hefur misst trúverðugleikann með atburðum dagsins og er nauðugur einn kostur að segja sig frá ritstjórastöðunni og í leiðinni ljóstra upp um atburðarásina. Hans staða er óverjandi í fjölmiðlastörfum framvegis nema hann stígi fram og segi algjörlega hvað var á bakvið hótunina. Nú þegar lygin er opinber þarf að botna fyrripartinn.
En Reynir var sannarlega tekinn. Hann sá ekki fyrir að strákurinn væri það snjall að taka upp samtalið og eiga það í bakhöndinni ef ritstjórinn myndi reyna að vega að honum síðar. Blaðamaðurinn baktryggði sig algjörlega áður en hann hóf þessa atburðarás og var undir allt búinn. Hann er sigurvegarinn í þessari rimmu.
Svo er spurningin hvað verður um fjölmiðil sem ljóst er að hægt er að hafa áhrif á og stjórna með hótunum og yfirboðum. Ég er viss um að Reynir myndi skrifa harðorðan leiðara um slíka menn ef það væri annar en hann sjálfur. Trúverðugleikinn er farinn, hann fæst ekki aftur svo glatt.
![]() |
Íhugar málsókn gegn Kastljósi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |