19.12.2008 | 21:19
Mikill áfellisdómur - sumir vakna af værum blundi
Enginn vafi leikur á því að úrskurður Samkeppniseftirlitsins er mikill áfellisdómur yfir verslunarrisanum Högum í Baugsveldinu og ekki síður stjórnmálamönnum sem hafa enn ekki mannað sig í að setja lög sem eiga að vinna gegn fákeppni og taka á hringamyndun og einokun á markaði. Ég heyrði í hátalarakerfi verslunar þar sem ég verslaði áðan í jólaösinni að fréttamaður á Stöð 2 sagði að Bónus hefði verið sektað fyrir lágt verð. Hverslags öfugmæli eru nú þetta?
Er ekki verið að refsa samsteypu með gríðarlegt afl á markaði, vel yfir 60% að mig minnir, fyrir að beita afli sínu gegn samkeppnisaðilum á óheiðarlegan og siðlausan máta. Svo heyrði ég Jóhannes í Bónus enn byrja sama sönginn að allir séu nú á móti þeim feðgum sem séu nú svo strangheiðarlegir og megi varla vamm sitt vita. Það sem maður er orðinn þreyttur á þessu blaðri þeirra feðganna.
Þetta er skelfilegt mál, en ég held að allir hafi vitað af þessari markaðsráðandi stöðu, sem er ósiðleg og býður upp á það sem úrskurðað er um í dag, að aðstaðan sé misnotuð í ystu æsar. Auðvitað þarf að taka á þessu rugli og óskandi væri að við ættum stjórnmálamenn sem myndu taka á þessu. Nú er tækifærið svo sannarlega.
En sofið hefur verið lengi, of lengi. Ég heyri á sífellt fleirum sem ég tala við og voru á móti fjölmiðlalögunum þar sem taka átti á hringamyndun að þeir sjá eftir afstöðu sinni og segja að stjórnmálamenn í fremstu röð þess tíma hafi haft rangt fyrir sér. Öll vitum við hver kom í veg fyrir þá þörfu lagasetningu.
Jú, forseti Baugsveldisins og táknmynd þeirra í öllum kokteilboðunum.
Er ekki verið að refsa samsteypu með gríðarlegt afl á markaði, vel yfir 60% að mig minnir, fyrir að beita afli sínu gegn samkeppnisaðilum á óheiðarlegan og siðlausan máta. Svo heyrði ég Jóhannes í Bónus enn byrja sama sönginn að allir séu nú á móti þeim feðgum sem séu nú svo strangheiðarlegir og megi varla vamm sitt vita. Það sem maður er orðinn þreyttur á þessu blaðri þeirra feðganna.
Þetta er skelfilegt mál, en ég held að allir hafi vitað af þessari markaðsráðandi stöðu, sem er ósiðleg og býður upp á það sem úrskurðað er um í dag, að aðstaðan sé misnotuð í ystu æsar. Auðvitað þarf að taka á þessu rugli og óskandi væri að við ættum stjórnmálamenn sem myndu taka á þessu. Nú er tækifærið svo sannarlega.
En sofið hefur verið lengi, of lengi. Ég heyri á sífellt fleirum sem ég tala við og voru á móti fjölmiðlalögunum þar sem taka átti á hringamyndun að þeir sjá eftir afstöðu sinni og segja að stjórnmálamenn í fremstu röð þess tíma hafi haft rangt fyrir sér. Öll vitum við hver kom í veg fyrir þá þörfu lagasetningu.
Jú, forseti Baugsveldisins og táknmynd þeirra í öllum kokteilboðunum.
![]() |
Kemur ekki á óvart |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.12.2008 | 10:50
Deep Throat kveður - maðurinn sem felldi Nixon

Í þrjá áratugi var deilt um það hver var heimildarmaður The Washington Post í Watergate-málinu í byrjun áttunda áratugarins. Alla tíð var þó vitað að sá sem lak upplýsingunum til blaðsins var áhrifamaður í fremstu röð og með allar upplýsingar tiltækar. Upplýsingarnar sem heimildarmaðurinn veitti urðu sönnunargögnin sem leiddu til þess að Richard M. Nixon, forseti Bandaríkjanna, varð að segja af sér embætti, fyrstur manna, sumarið 1974. Heimildarmaðurinn var jafnan nefndur Deep Throat og aðeins þrír menn vissu hver hann var: blaðamennirnir Carl Bernstein og Bob Woodward og Ben Bradlee ritstjóri The Washington Post.
Í kvikmyndinni All the President´s Men, sem segir sögu alls málsins, var Deep Throat skiljanlega ekki sýndur nema í skugga, við sjáum hann aðeins í samtali við Woodward í bílakjallara. Til fjölda ára hafði því verið bæði deilt um hver heimildarmaðurinn var og ekki síður reynt að upplýsa það af öðrum fjölmiðlum. Hafði getum verið leitt að því að heimildarmaðurinn væri George H. W. Bush, fyrrum forseti og þáv. forstjóri CIA, og Alexander Haig, starfsmannastjóri Hvíta hússins og fyrrum utanríkisráðherra Bandaríkjanna.
Vorið 2005 var hulunni svipt af þessu mikla leyndarmáli seinni tíma stjórnmálasögu; heimildarmaðurinn sögufrægi væri Mark Felt, fyrrum aðstoðarforstjóri FBI. Hélt hann blaðamannafund við heimili sitt, þá tæplega 92 ára gamall. Afhjúpunin þótti stórmerkileg, enda hafði Felt margoft neitað því að hann væri Deep Throat. Þá voru aðeins þrjú ár síðan Felt skýrði fjölskyldu sinni frá því að hann væri heimildarmaðurinn.
Hann var í aðstöðu bæði til að vita alla meginpunkta málsins, gat svipt hulunni af leyndarmálum þess og var einnig illur Nixon því hann hafði ekki skipað hann forstjóra FBI árið 1972. Honum var því ekki sárt um örlög forsetans. Felt hafði ekki tilkynnt Woodward og Bernstein um þá ákvörðun að afhjúpa sig en þeir höfðu í áranna rás reynt allt til að passa upp á að ekki yrði hægt að rekja slóðina.
Watergate-málið var gríðarlega umfangsmikið. Í það blönduðust forseti Bandaríkjanna og nánustu samstarfsmenn hans í ólöglegt athæfi og urðu að víkja vegna þess. Upplýsingarnar sem heimildarmaðurinn veitti urðu sönnunargögnin sem leiddu til þess að Nixon varð að segja að lokum af sér forsetaembættinu og valdakerfi hans hrundi til grunna lið fyrir lið.
Ljóst er að án heimildanna sem Deep Throat (Mark Felt) veitti hefði málið aldrei orðið þetta risamál bandarískrar stjórnmálasögu og Nixon forseti hefði getað setið á valdastóli út kjörtímabil sitt. Mark Felt á því heiður og hrós skilið fyrir sína framgöngu, ekki aðeins að koma upp um málið og líka að ljóstra upp um leyndarmálið mikla áður en hann dó.
Þeim sem vilja kynna sér málið hvet ég eindregið til að horfa á kvikmyndina All the President´s Men frá árinu 1976. Hún er ein af bestu myndunum sem blandar saman pólitík og sagnfræði. Allir þeir sem hafa gaman af skemmtilegum spennumyndum með sagnfræðilegu ívafi ættu að drífa í því að sjá þessa, hafi þeir ekki séð hana áður.
![]() |
Deep Throat" látinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |