Trúverðugleiki í bankakerfinu

Ég fagna því að yfirmaður alþjóðasviðs Landsbankans, sá sem stjórnaði Icesave í Englandi og Hollandi, hafi sagt sig frá innri endurskoðun bankans. Slíkt hefði verið algjört öfugmæli og óviðunandi með öllu. Hvað svo sem ágætt má segja um Brynjólf Helgason er ekki rétt að sami maður og ber ábyrgð á Icesave-málinu leiði málið í endurskoðun. Slíkt mun aldrei verða trúverðugt, síst af öllu við þær aðstæður sem nú eru uppi.

Til að almenningur öðlist tiltrú á bönkunum og að þar verði eitthvað nýtt upphaf verður að vera ljóst að þeir sem halda utan um mál séu eins ótengdir liðinni tíð spillingar og sukks og mögulegt má vera. Nýjir tímar verða ekki með framlengingu af hinu sama og áður var. Auðvitað má það ekki gerast að þeir sem voru á bólakafi í umdeildum ákvörðunum séu settir í það að endurskoða og rannsaka sjálfa sig.


mbl.is Innri endurskoðandi óskast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 21. desember 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband