Eilífđartöffarinn frá Keflavík kvaddur

Fjöldi fólks hefur minnst Rúnars Júlíussonar í dag. Hann átti sess í huga allra landsmanna, enda svo sterkur fulltrúi íslensku tónlistarsögunnar, rokksins vel ađ merkja, enda var hann töffarinn í bransanum - sannkallađur hr. rokk. Hann var líka alltaf til stađar og náđi ađ spila allt til leiđarlokanna.

Sá ţáttur viđ Rúnar sem mér finnst merkilegastur er hvađ hann átti auđvelt međ ađ ná til yngri fólks. Löngu eftir ađ Hljómar liđu undir lok varđ hann rokkstjarna undir öđrum formerkjum. GCD var mjög vinsćl hljómsveit á tíunda áratugnum hjá minni kynslóđ og ţar náđi hann nýjum ađdáendahóp, án fyrirhafnar.

Rúnar rćktađi yngra fólk í tónlistinni og var duglegur viđ ađ vinna ađ sínu verki, festist ekki á einum tímapunkti tónlistarsögunnar heldur var alltaf ferskur og nýr í tónlist sinni. Hlýlegur persónuleiki hans og töffaraeđliđ spilađi ţar líka stóran sess.  



Gott dćmi um tónlistarsköpun hans undir lokin var lagiđ sem hann tók međ Unun um miđjan tíunda áratuginn. Svo var ekki síđur flott ţegar hann tók lagiđ međ Baggalúti bara fyrir nokkrum árum.



mbl.is Sárt ađ missa Rúnar
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Rúnar Júlíusson látinn

Mér varđ illa brugđiđ snemma í morgun ţegar ég heyrđi ţćr fregnir ađ eilífđartöffarinn frá Keflavík, Rúnar Júlíusson, vćri látinn - hefđi lokiđ keppni á sviđinu viđ ađ kynna safnplötuna sína og jólaútgáfu Geimsteins. Rúnar hafđi stóran sess í íslenskri tónlistarsögu og var eiginlega táknmynd sjöunda áratugarins í íslenskri tónlistarmenningu í huga okkar allra. Hann var foringinn í íslensku bítlahljómsveitinni og fylgdi okkur allt á leiđarenda međ einlćgri tónlistarsköpun sinni og fékk heiđursverđlaunin á tónlistarverđlaununum fyrir tćpu ári fyrir ţađ merka ćvistarf.

Rúnar Júlíusson var eiginlega hr. Rokk í huga flestra landsmanna. Hann hefur veriđ samofinn íslenskri tónlistarsögu í yfir fjóra áratugi, eđa frá ţví ađ Hljómar byrjuđu sinn glćsilega feril. Lög eins og Heyrđu mig góđa, Fyrsti kossinn, Hamingjulagiđ, Tasko Tostada, Betri bílar - yngri konur, Sveitapiltsins draumur, Mýrdalssandur og ótalmörg fleiri hafa mótađ feril hans. Ég keypti í fyrradag safnplötuna hans og var ađ hlusta á hana í gćr. Ţetta er sannarlega merkt ćvistarf.

Rúnar hefur ekki ađeins veriđ tónlistarmađur, hann hefur veriđ útgefandi tónlistar og pródúsent og á farsćlan feril ađ baki. Ég vil votta fjölskyldu hans innilega samúđ mína. Blessuđ sé minning eilífđartöffarans frá Keflavík.

mbl.is Rúnar Júlíusson látinn
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Bloggfćrslur 5. desember 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband