15.2.2008 | 18:32
Afmælisbarnið Annþór komið út úr skápnum
Ekki skrifaði hann þó komment hér á vefinn eða öðrum, þó kannski hafi hann litið á umfjöllunina um sjálfan sig. Veit það svosem ekki og er nokkuð sama. Mestu skiptir að þessu stórhættulegi hrotti sem meðhöndlaður var eins og "fyrirmyndarfangi" í fangageymslunni á Hverfisgötu sé kominn aftur á þann stað sem hann var á.
Vonandi verður eitthvað aðeins meira passað upp á að hann verði sér ekki úti um reipi til að gera aðra tilraun.
![]() |
Annþór kominn í leitirnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
15.2.2008 | 17:40
Annþór fór á myspace í dag - fangelsismál
Enn er Annþór Karlsson, strokufanginn stórhættulegi skv. lýsingum lögreglu þó hafi verið flokkaður sem fyrirmyndarfangi með visst frelsi þar, ófundinn. Hann virðist vera í góðu tölvusambandi enda skráði hann sig inn á myspace-síðu sína í dag og segist vera mjög reiður. Í valflipanum Mood á síðunni velur hann enda orðið Evil. Það er svolítið sérstakt að sjá svona fangadrama í raunveruleikanum. Það gerist sem betur fer ekki oft að fangar sleppi en þessi hasar minnir helst á bandaríska fangaflóttamynd með dassa af aksjóni.
Vinur minn sendi mér póst eftir fyrri skrif og vék þar að aðstöðu á Hverfisgötu og fleira. Þar segir orðrétt: "Vandamálið er að þegar menn eru í gæsluvarðhaldi (að því gefnu að þeir séu ekki í einangrun í þágu rannsóknar máls) þá ættu þeir að vera inn á fangelsi, t.d. Litla Hrauni. Þar sem það er ófremdarástand í fangelsismálum landsins þá getur fangelsismálastofnun ekki tekið við honum. Því þarf hann að vera inn á lögreglustöðinni á Hvefisgötu þó skv. lögum eða reglugerð megi hann ekki vera í "löggufangelsi" lengur en 4 daga og þar er engin aðstæða til að vista gæsluvarðhaldsfanga.
Ennfremur hafa gæsluvarðhaldsfangar (sem og t.d. þeir sem eru að afplána vararefsingu eða sektir) ákveðin fríðindi t.d. að þeir eru ekki læstir inn í klefa í lengri tíma og hafa hafa smá gang. Ég ætla ekki að fara út í að lýsa fangaklefum á Hverfisgötunni en þar er engin aðstæða til að hafa þá þar sem ekki má hafa hann í marga daga í fangaklefa þar sem úrskurður dómara segir væntanlega ekki til um það. Sökin liggur því ekki hjá lögreglunni."
Gott að fá þessa útlistun á þessu. Þakka þessum vini mínum fyrir sitt góða komment til mín. Eftir stendur að þetta á hreinlega ekki að geta gerst. Þarna sést þó vel vandinn í fangelsismálum landsins. Þau eru yfirfull og vantar mjög augljóslega alvöru fangelsi á höfuðborgarsvæðinu. Reyndar hefur Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, kortlagt það og þarf að drífa í því sem fyrst.
Vinur minn sendi mér póst eftir fyrri skrif og vék þar að aðstöðu á Hverfisgötu og fleira. Þar segir orðrétt: "Vandamálið er að þegar menn eru í gæsluvarðhaldi (að því gefnu að þeir séu ekki í einangrun í þágu rannsóknar máls) þá ættu þeir að vera inn á fangelsi, t.d. Litla Hrauni. Þar sem það er ófremdarástand í fangelsismálum landsins þá getur fangelsismálastofnun ekki tekið við honum. Því þarf hann að vera inn á lögreglustöðinni á Hvefisgötu þó skv. lögum eða reglugerð megi hann ekki vera í "löggufangelsi" lengur en 4 daga og þar er engin aðstæða til að vista gæsluvarðhaldsfanga.
Ennfremur hafa gæsluvarðhaldsfangar (sem og t.d. þeir sem eru að afplána vararefsingu eða sektir) ákveðin fríðindi t.d. að þeir eru ekki læstir inn í klefa í lengri tíma og hafa hafa smá gang. Ég ætla ekki að fara út í að lýsa fangaklefum á Hverfisgötunni en þar er engin aðstæða til að hafa þá þar sem ekki má hafa hann í marga daga í fangaklefa þar sem úrskurður dómara segir væntanlega ekki til um það. Sökin liggur því ekki hjá lögreglunni."
Gott að fá þessa útlistun á þessu. Þakka þessum vini mínum fyrir sitt góða komment til mín. Eftir stendur að þetta á hreinlega ekki að geta gerst. Þarna sést þó vel vandinn í fangelsismálum landsins. Þau eru yfirfull og vantar mjög augljóslega alvöru fangelsi á höfuðborgarsvæðinu. Reyndar hefur Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, kortlagt það og þarf að drífa í því sem fyrst.
![]() |
Tveir handteknir í strokumáli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 17:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
15.2.2008 | 15:41
Annþór strauk til að halda upp á afmælið

Þó þarf varla að búast við því að þar verði blásið á 32 kerti á köku eða boðið verði upp á rjómatertu með léttum veigum. Mun frekar má búast við æsilegri svallveislu þar sem krimminn ætlar að bæta sér upp um afmælisleysið í steininum. Löggan vill eðlilega fá að vita hvar veislan fari fram svo að þeir geti komið afmælisbarninu á óvart.
Að öllu gamni slepptu; þvílíkt klúður hjá löggunni. Þeir tala um að Annþór sé stórhættulegur, samt var hann á gang fyrir einhverja "fyrirmyndarfanga". Það er ekki nema von að þeir séu sorrí yfir þessu skelfilega klúðri sínu.
![]() |
Víðtæk leit |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
15.2.2008 | 12:44
Hasarlegur flótti Annþórs
Annþór Karlsson hefur verið einn umtalaðasti glæpamaður landsins árum saman. Það var eftir öðru að mál hans tæki á sig enn dramatískari mynd með hasarlegum flótta frá fangageymslunni á Hverfisgötu. Allar lýsingarnar minna á bandaríska hasarmynd, rétt eins og svo margt úr máli Annþórs sjálfs sem hefur verið mikið í fjölmiðlum.
Öryggisgæslan er ekki sérstök þarna fyrst að fólk getur látið sig hverfa og eðlilegt að spá aðeins betur í hvort þetta sé varðhaldsstöð eða vettvangur þar sem hægt er að fara inn og út að eigin vali. Þvílík skömm fyrir lögguna, segi ég bara.
Það verður áhugavert að sjá hversu lengi þessi stórhættulegi glæpamaður getur verið á flótta. Vonandi finnst hann fljótlega.
Öryggisgæslan er ekki sérstök þarna fyrst að fólk getur látið sig hverfa og eðlilegt að spá aðeins betur í hvort þetta sé varðhaldsstöð eða vettvangur þar sem hægt er að fara inn og út að eigin vali. Þvílík skömm fyrir lögguna, segi ég bara.
Það verður áhugavert að sjá hversu lengi þessi stórhættulegi glæpamaður getur verið á flótta. Vonandi finnst hann fljótlega.
![]() |
Hættulegur strokufangi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt 17.2.2008 kl. 06:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
15.2.2008 | 00:42
Fjöldamorð í Illinois - hið minnsta fjórir látnir

Var að horfa á umfjöllun um þetta á Sky, atburðarásin og staða mála er hægt og rólega að verða ljósari. Þetta eru óneitanlega mjög sjokkerandi tíðindi, þetta er gríðarlegt áfall fyrir bandarískt samfélag, svo skömmu eftir Virginia Tech- og Columbine-fjöldamorðin. Man mjög vel eftir þeirri skelfingu í fyrra og Columbine er ekki síður greipt í minni fólks um allan heim. Þetta er skelfilegur veruleiki í alla staði.
Þetta er mikill sorgardagur vestanhafs og þessi vondu tíðindi skekja samfélagið þar og mun víðar. Ekki eru nema nokkrir mánuðir síðan að þessi napri veruleiki varð staðreynd hér á Norðurlöndunum, er nemandi myrti samnemendur og kennara í Jokela-framhaldsskólanum í Finnlandi. Bowling for Columbine, mynd Michael Moore, í kjölfar skelfingarinnar í Columbine árið 1999 vakti ekki síðri alheimsathygli en voðaverknaðurinn sjálfur og myndin hlaut óskarsverðlaun sem besta heimildarmyndin árið 2003.
Myndin er eftirminnileg flestum sem hana sjá. Það er ógnvænlegt að sjá svona atvik gerast enn eina ferðina. Og enn vakna spurningar um byssueign og hvort ekki sé hægt að reyna að ná tökum á þessum napra veruleika. Það er skelfilegt þegar að venjulegur skóli í friðsælu samfélagi breytist í vettvang blóðbaðs af þessu tagi.
Spurningar vakna í svona stöðu. Oftar en ekki er sagan á bakvið svona harmleik nemendur í eigin heimi, einfarar sem verða eins og tímasprengjur vegna innri sálarkrísu og grípa til vopna og ráðast að þeim sem þeir umgangast einna mest, í skólanum. Það verður áhugavert að heyra söguna bakvið þetta voðaverk.
![]() |
Fjórir alvarlega særðir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)