Rífleg bensínlækkun - spilað með neytendur?

Bensín Vissulega er gott að heyra að olíufélögin hafi lækkað eldsneytisverð ríflega og þar með sent þau skilaboð að það sé vel hægt að lækka verðið án mikilla breytinga, einkum ef stjórnvöld taka skilaboð þeirra sem kaupa eldsneytið til sín. Mótmæli atvinnubílstjóra eru sterk skilaboð til stjórnvalda, einkum um að fólk lætur ekki bjóða sér hvað sem er.

En það má líka velta því fyrir sér hvort að þessi bensínlækkun sé ein leiðin til að spila með neytendur. Olíufélögin eru reyndar með þessu að bjóða upp á eldsneyti nær því verði sem það væri ef eldsneytisskatturinn væri ekki í myndinni. Það eru skilaboð fólgin í því, en þeir eru um leið að senda boltann til stjórnvalda. Vilja greinilega að þyngsli málsins séu ekki hjá þeim.

Það er vissulega umdeilt að bílstjórar grípi til mótmæla í þessari stöðu. En það eru skilaboð sem urðu að vera opinber og í sjálfu sér finnst mér það eðlilegt. Þegar að fólki ofbýður verður að grípa til sinna ráða, þetta er eitt þeirra mála sem snerta neytendur í landinu sem mest. Það þýðir ekki að þegja yfir því. Greinilegt er að olíufélögin finna fyrir hitanum í málinu og bregðast við með þessum hætti. Nú er spurt um hvað stjórnvöld muni gera.

mbl.is Örtröð á bensínstöðvum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Björn Ingi ráðinn ritstjóri Markaðarins

Björn Ingi Hrafnsson Björn Ingi Hrafnsson, fyrrverandi borgarfulltrúi, hefur verið ráðinn ritstjóri Markaðarins, viðskiptablaðs Fréttablaðsins, við hlið Björgvins Guðmundssonar, og mun því stjórna viðskiptafréttum Stöðvar 2 sem Sindri Sindrason hefur séð um að undanförnu. Ráðning Björns Inga á fjölmiðil kemur ekki að óvörum, enda verið velt því fyrir sér að undanförnu á hvaða fjölmiðil hann myndi fara.

Eins og flestum er kunnugt er Steingrímur Sævarr Ólafsson, góðvinur Björns Inga, fréttastjóri Stöðvar 2, en þeir unnu hlið við hlið í forsætisráðuneytinu í forsætisráðherratíð Halldórs Ásgrímssonar; Steingrímur sem upplýsingafulltrúi hans en Björn Ingi var aðstoðarmaður Halldórs. Það kemur því varla að óvörum að Björn Ingi fari til verka hjá fréttastofu Stöðvar 2 og muni stjórna viðskiptaumfjöllun Stöðvarinnar og auk þess verði yfirmaður Markaðarins.

Björn Ingi var mjög mikið í að fjalla um viðskiptamál í REI-málinu, viðskiptatækifæri og möguleika í þeim geira og því kannski varla undrunarefni að hann fari í viðskiptaumfjöllun Fréttablaðsins og Stöðvar 2.

Bloggfærslur 2. apríl 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband