Er verið að velja íslenskt með Cintamani?

Umræðan um Cintamani vekur spurningar um hversu íslenskt merkið er í raun og veru og hvernig feldir séu notaðir í framleiðsluferlinu. Tengingin við Kína er nú hvorki jákvæð né góð fyrir fyrirtækið. Fyrsta hugsun allra sem velta fyrir sér Kína í þessu samhengi er hvort allt standist lög í framleiðslunni. Meðferð á dýrum þar er ekki beint til sóma í flestum tilfellum og barnaþrælkun er mjög algengt vandamál.

Eftir að ég sá þátt í Sjónvarpinu fyrir nokkrum árum um barnaþrælkun í Kína er fjarri lagi að nokkur geti fullyrt að allt sé slétt og fellt varðandi framleiðsluferli í Kína. Fátt stenst þar þá staðla sem við viljum státa af á vesturlöndum. Ég man að þegar forseti Íslands var í Kína fyrir nokkrum árum heimsótti hann verksmiðju þar sem mörg börn unnu og varla þarf að taka fram að þar var ekki allt beinlínis til sóma.

Cintamini græðir ekki mikið á tengingunni við Kína semsagt, hversu svo sem reynt er að telja öllum trú um hversu traust framleiðslan er.

mbl.is Harma umfjöllun um Cintamani
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 3. janúar 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband