5.1.2009 | 22:26
Bjarni sýnir gott fordæmi - vandræðaleg vörn
Mér finnst Bjarni Ármannsson sýna gott fordæmi með því að rjúfa þögnina og endurgreiða hluta af frægum starfslokasamningi sínum við Glitni. Með því viðurkennir Bjarni ábyrgð sína, fyrstur hinna margfrægu útrásarvíkinga, og þátttöku í sukkinu sem hefur sett landið á hausinn. Þetta kalla ég að taka ábyrgð á fallinu og allavega sýna lit, eitthvað annað en blaður út í bláinn. Framkoma hans er óverjandi og mun fylgja honum eftir, þó þessi ákvörðun ein og sér hafi fært honum einhvern frið frá mestu umræðunni.
Útrásarvíkingarnir hafa verið á flótta eftir bankahrunið. Sumir hafa farið í upphafin viðtöl í sjónvarpi og reynt að snúa okkur enn einn hring í blekkingarhringekju sinni með misgóðum árangri, þeir hafi ekki vitað að þetta hafi verið svona skelfilega slæm staða og hafi reynt sitt besta. Aðrir hafa ritað blaðagreinar til að telja öllum trú um að þeir hafi nú ekki verið svo slæmir og hafi bara verið að sinna sínum störfum. Eftir stendur þó sú staðreynd að þessir menn komu þjóðinni á hausinn. Niðurlæging hennar er algjör.
Aðalmálið nú er þó ekki orðagjálfur eða pínlegar afsakanir heldur það að auðmennirnir sem fengu digra starfslokasamninga og settu þjóðina á kaldan klakann í orðsins fyllstu merkingu borgi til baka og leggi lið. Það er siðferðisleg skylda þessara manna. Bjarni hefur átt góðan leik en fjarri því er að hann sé laus úr þessu máli. Vörn hans var vandræðaleg þrátt fyrir þetta útspil í Kastljósi kvöldsins. Ekki þurfti annað en sjá augnaráð hans og flóttalega framkomu. Þetta var ekki stoltur maður sem þarna talaði.
Eftir alla samningana og sukkið er komið nóg og tími til kominn að þessir menn svari fyrir ævintýralega framgöngu sína, sem hefur skaðað þjóðina í heild sinni.
Útrásarvíkingarnir hafa verið á flótta eftir bankahrunið. Sumir hafa farið í upphafin viðtöl í sjónvarpi og reynt að snúa okkur enn einn hring í blekkingarhringekju sinni með misgóðum árangri, þeir hafi ekki vitað að þetta hafi verið svona skelfilega slæm staða og hafi reynt sitt besta. Aðrir hafa ritað blaðagreinar til að telja öllum trú um að þeir hafi nú ekki verið svo slæmir og hafi bara verið að sinna sínum störfum. Eftir stendur þó sú staðreynd að þessir menn komu þjóðinni á hausinn. Niðurlæging hennar er algjör.
Aðalmálið nú er þó ekki orðagjálfur eða pínlegar afsakanir heldur það að auðmennirnir sem fengu digra starfslokasamninga og settu þjóðina á kaldan klakann í orðsins fyllstu merkingu borgi til baka og leggi lið. Það er siðferðisleg skylda þessara manna. Bjarni hefur átt góðan leik en fjarri því er að hann sé laus úr þessu máli. Vörn hans var vandræðaleg þrátt fyrir þetta útspil í Kastljósi kvöldsins. Ekki þurfti annað en sjá augnaráð hans og flóttalega framkomu. Þetta var ekki stoltur maður sem þarna talaði.
Eftir alla samningana og sukkið er komið nóg og tími til kominn að þessir menn svari fyrir ævintýralega framgöngu sína, sem hefur skaðað þjóðina í heild sinni.
![]() |
Endurgreiddi 370 milljónir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.1.2009 | 14:15
Ritskoðun eða heiðarleg stjórn á bloggkerfinu
Ég missti af mestu ólgunni í samskiptum moggabloggara og yfirstjórnar blog.is vegna bloggskrifanna um Óla Klemm um helgina þar sem ég var lítið við tölvu og las ekki fréttina fyrr en lokað hafði verið á bloggmöguleikann. Við sem erum á moggablogginu verðum að sætta okkur við að það er yfirstjórn á þessu bloggi. Hún markar svæðinu reglur og heldur utan um kerfið. Við fáum að skrifa hér ókeypis og höfum flest valið okkur það sjálf að tengjast kerfinu og nota okkur möguleikana þar.
Nú um áramótin breyttist bloggkerfið þannig að þeir sem eru nafnlausir fá enga tengingu inn á kerfið umfram það að bloggsíðan er virk. Mér finnst það alveg sjálfsagðir skilmálar enda mikilvægt að orðum fylgir ábyrgð. Yfirstjórnin hér hefur markað þessa reglu og eftir því er fylgt. Mér finnst líka eðlilegt að þeir sem tjá sig hafi nafnið sitt. Slíkt blogg verður alltaf miklu traustari vettvangur en ella. Nafnleyndin býður oftar en ekki upp á skítkast og leiðindi. Mörkin eru ekki afgerandi.
Hvað varðar möguleikann að blogga um það sem er að gerast, fréttir og fleira hér, er eðlilegt að þeir sem eru yfir svæðinu meti það á hverjum tíma. Sumar fréttir eru einfaldlega þannig að engu er við þær að bæta, skoðanir annarra eiga ekki rétt á sér í þeim efnum. Ég held að þetta sé fjarri því í fyrsta sinn að lokað er á möguleikann eftir að fréttin er skrifuð.
Moggabloggið hefur verið vinsælasta bloggkerfi landsins. Sumir elska að hata það en taka samt fullan þátt í að skoða það og fylgjast með. Þetta er sennilega ástarhaturssamband fyrir einhverja. Við sem höfum valið þann möguleika að vera í þessu bloggsamfélagi höfum flest notið þess og átt ágætis samskipti, bæði milli okkar og yfirstjórnarinnar.
Stundum kemur að því að taka þarf á málum. Heiðarleg stjórn er oft mikilvæg, enda er þörf á skýrum mörkum í svo stóru samfélagi.
Nú um áramótin breyttist bloggkerfið þannig að þeir sem eru nafnlausir fá enga tengingu inn á kerfið umfram það að bloggsíðan er virk. Mér finnst það alveg sjálfsagðir skilmálar enda mikilvægt að orðum fylgir ábyrgð. Yfirstjórnin hér hefur markað þessa reglu og eftir því er fylgt. Mér finnst líka eðlilegt að þeir sem tjá sig hafi nafnið sitt. Slíkt blogg verður alltaf miklu traustari vettvangur en ella. Nafnleyndin býður oftar en ekki upp á skítkast og leiðindi. Mörkin eru ekki afgerandi.
Hvað varðar möguleikann að blogga um það sem er að gerast, fréttir og fleira hér, er eðlilegt að þeir sem eru yfir svæðinu meti það á hverjum tíma. Sumar fréttir eru einfaldlega þannig að engu er við þær að bæta, skoðanir annarra eiga ekki rétt á sér í þeim efnum. Ég held að þetta sé fjarri því í fyrsta sinn að lokað er á möguleikann eftir að fréttin er skrifuð.
Moggabloggið hefur verið vinsælasta bloggkerfi landsins. Sumir elska að hata það en taka samt fullan þátt í að skoða það og fylgjast með. Þetta er sennilega ástarhaturssamband fyrir einhverja. Við sem höfum valið þann möguleika að vera í þessu bloggsamfélagi höfum flest notið þess og átt ágætis samskipti, bæði milli okkar og yfirstjórnarinnar.
Stundum kemur að því að taka þarf á málum. Heiðarleg stjórn er oft mikilvæg, enda er þörf á skýrum mörkum í svo stóru samfélagi.
![]() |
Fréttablogg og nafnleynd |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.1.2009 | 00:50
Klúðrar ríkisstjórnin kærunni gegn Bretum?

Eftir að hafa horft á íslensk stjórnvöld mánuðum saman leika sér að því að klúðra kærunni gegn breskum stjórnvöldum vegna Icesave-málsins er manni farið að gruna allískyggilega að þau séu að fela eitthvað. Er einhver slóð sem ekki má rekja í þessu máli sem á að reyna að fela með dugleysinu? Ef svo er þarf að fara yfir það og gera málið upp.
Máttleysi ríkisstjórnarinnar við að fara í mál við Bretana er orðið pínlega áberandi og er Geir og Ingibjörgu báðum til háborinnar skammar. Ef ekki verður tekið á þessum málum nú strax eftir jólahátíðina er ljóst að eitthvað er verið að fela. Þá þurfa foringjar ríkisstjórnarinnar að svara fyrir það að hafa klúðrað því, viljandi eða óviljandi.
![]() |
Fresturinn að renna út |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)