12.2.2009 | 22:14
IMF gengur frá Seðlabankafrumvarpinu gallaða
Vinstristjórnin ætlaði að keyra handónýtt frumvarp um Seðlabankann í gegnum þingið í þeim tilgangi að hreinsa út Davíð Oddsson og taka tvo vel menntaða og reynda hagfræðinga, sem hafa staðið sig mjög vel út, út úr bankanum án nokkurrar málefnalegrar ástæðu. Málatilbúnaðurinn allur er skotinn í kaf hressilega. Málið er strandað í þinginu og blasir við að í raun verður nýtt frumvarp samið í nefndavinnunni.
Þvílíkt sleifarlag hjá vinstrimönnum. IMF stöðvar málatilbúnaðinn og dæmir hann ekki haldbæran, rétt eins og sjálfstæðismenn gerðu þegar það lá fyrir.
![]() |
Venjan að hafa einn eða fleiri aðstoðarbankastjóra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.2.2009 | 16:39
Laumuspil og pólitískt baktjaldamakk forsetans
Allt vinnuferlið við myndun stjórnarinnar var eins og leikrit í uppsetningu. Eina augnablikið þegar það var vandræðalegt og hikaði í meðförum leikaranna var þegar Framsókn setti vinstriflokkana í gíslingu og lét þá engjast aðeins - Jóhanna og Steingrímur voru þá orðin pínleg í að reyna að þóknast þeim en fengu sitt í gegn.
Framganga forsetans er fordæmalaus, enda á það að vera hlutverk forseta að reyna að stýra myndun starfhæfrar meirihlutastjórnar. Undarlegt er að hann hafi ekki viljað að mynduð yrði þjóðstjórn allra flokka, slík stjórn hefði verið besti kosturinn í þessari stöðu, enda ekki þörf á pólitísku karpi eins og raunin er.
En forsetinn er svosem fyrir löngu búinn að missa titil sinn sem sameiningartákn þjóðarinnar heldur er táknmynd hinna liðnu útrásartíma og mun daga uppi sem tákn auðmanna.
![]() |
Segir afskipti forsetans af stjórnarmyndum opinbert leyndarmál |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.2.2009 | 10:48
Geir biðst ekki afsökunar - uppgjörið mikla
Uppgjörið vegna bankahrunsins mun fara fram bráðlega, enda augljóst að það verður að eiga sér stað. Geir H. Haarde, formaður Sjálfstæðisflokksins, ætlar ekki að biðjast afsökunar á sínum hlut og bíður niðurstöðu rannsóknarnefndar og úr vinnu saksóknarans. Mér fannst áhugavert að sjá viðtalið við Geir og afgerandi tjáningu hans, enda er greinilegt að hann stólar á að aðrir fái skellinn. Hvernig svo sem uppgjörið fer er öllum ljóst að ríkisstjórnin sem var við völd ber sína ábyrgð.
Enda hefði hún getað tekið af skarið mun fyrr en raunin varð, merkilegt nokk tókst henni þó væntanlega að bjarga því að samfélagið stöðvaðist hreinlega ekki í október. Margar rangar ákvarðanir voru þó teknar á mikilvægum tímapunkti og augljóst að samfélagið var í raun allt steinsofandi fyrir vandanum. Þegar skellurinn kom vorum við vakin af værum blundi. Ekki aðeins forystumenn þjóðarinnar voru steinsofandi heldur almenningur allur.
Eina góða við stöðuna nú er að heiðarlegt uppgjör mun fara fram. Atburðarás síðustu sex mánuðina fyrir bankahrunið hefur ekki verið dókúmenteruð nógu vel og skjalfest svo vel sé. Enn eru slitrur inn á milli sem við vitum af en atburðarásin er á reiki, nema þá í augum þeirra sem voru í lykilhlutverki. Rannsóknarskýrslan og vinna saksóknarans mun varpa ljósi á það. Hinsvegar tel ég að sagnfræði þessara umbreytingartíma samfélagsins verði áhugaverð. Enn hafa margir lykilmenn þagað um málið þó þeir búi yfir miklum upplýsingum.
Meðal þeirra er Davíð Oddsson, seðlabankastjóri, og Geir H. Haarde. Davíð mun eflaust hugsa sér gott til glóðarinnar og opinbera marga lykilhluti atburðarásarinnar fyrr en síðar. Ekki óvarlegt að telja það vænlegt að Davíð fari út í sveit í sumarhúsið sitt og riti þessa sögu þegar hann lætur af embætti bankastjóra. Hans hluti af sögunni hefur ekki komið algjörlega fram þó hann hafi gefið margt í skyn, sumt undir rós annað ekki.
Geir H. Haarde verður eflaust í sögubókum framtíðarinnar þekktur sem forsætisráðherrann sem leiddi þjóðina í bankahrunið og eins bjargaði því sem bjargað varð við erfiðar aðstæður. Ekki er hægt að fella þann dóm nú. Sérfræðingar sem fara yfir málið fella þann dóm og um leið verður sú niðurstaða helsta uppgjörið við Geir og Ingibjörgu Sólrúnu sem saman unnu á vaktinni á þessum örlagatímum. Ábyrgð þeirra fer saman.
![]() |
Geir: Biðst ekki afsökunar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.2.2009 | 10:29
Litlu sögurnar úr kreppunni
Hið góða við að Rakel komi fram og segi sína sögu er að það opnar skoðanaskipti um stöðuna sem blasir við núna þegar allt er að fara á versta veg. Og flestir spyrja sig t.d. hvað verði um skjaldborgina um heimilin sem ríkisstjórnin hefur talað um. Ég tel að margir séu orðnir hugsi um þau og mörg önnur loforð sem gefin voru en hljóma undarlega nú og eflaust þegar frá líður miðað við það sem frá stjórnvöldum kemur núna í fjöldamörgum málum.
Sögurnar eru oft litlar og sorglegar en þær munu bráðlega verða að stórum og erfiðum kapítula að vinna úr.
![]() |
Föst í of lítilli íbúð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |