Baráttan um heimsfræga barnið

Óhætt er að segja að stúlkubarnið breska sem á unglingsforeldra hafi orðið heimsfrægt á einni nóttu og myndin af þrettán ára pabbanum, sem lítur frekar út eins og átta eða níu frekar ára, er á öllum helstu vefmiðlum heims. Í Bretlandi hefur umræðan þó aðallega snúist um siðferðilegu hliðina, þ.e.a.s. á hvaða leið breskt samfélag sé og hvort þetta sé dæmi um hnignandi siðferði og tákni veikari stöðu fjölskyldugildanna. Meira að segja Gordon Brown og David Cameron hafa komið í fjölmiðla til að lýsa yfir áhyggjum sínum af því að unglingar verði foreldrar.

Nú er komið í ljós að pabbinn ungi er kannski ekki pabbi eftir allt. Strákar standa víst í biðröð og gera tilkall til þess að eiga hið heimsfræga barn. Þetta mál er að snúast upp í algjöran skrípaleik og vekur sennilega einmitt frekar upp siðferðilegar spurningar en annað og vekur upp vangaveltur um breskt samfélag og þróun þess.

mbl.is Hver er pabbinn?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ballaða til Moskvu - óvænt úrslit í Eurovision

Það kom mér skemmtilega á óvart að þjóðin skyldi ákveða í símakosningu að senda ballöðu með barnastjörnunni Jóhönnu Guðrúnu til Moskvu en ekki rokkað lag eða lag í týpíska pakkanum. Normið hefur verið hjá sms-kynslóðinni að senda allt öðruvísi lag. Litlu munaði að henni tækist að senda Ingó Idol út, hefur örugglega notið þess að raula Bahama forðum í því vali.

Hélt fyrirfram að þetta yrði því annað hvort Hara-systur í Elektru eða Jógvan hinn færeyski. En Jóhanna Guðrún vann farseðilinn út og ég vona að henni muni ganga vel. Lagið er sætt og notalegt og gæti örugglega gert einhverja hluti úti. Vonum það besta allavega.

Hitt er svo annað mál að mér finnst keppnin hálfgert bruðl í þessari kreppu, en það er greinilegt að þjóðin hefur gaman á að horfa skv. áhorfsmælingum og nýtur þessa í botn. Svo er að vona að við tökum ekki bakföll að ergju í vor ef við komumst ekki áfram.

mbl.is Lagið Is it true til Moskvu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 15. febrúar 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband