Svandís fer fram gegn Katrínu og Kolbrúnu

Mér finnst það merkileg ákvörðun hjá Svandísi Svavarsdóttur, borgarfulltrúa, að fara í landsmálin á þessum tímapunkti enda er hún þar með að fara fram gegn ráðherrunum Katrínu Jakobsdóttur og Kolbrúnu Halldórsdóttur, sem báðar hafa mjög nýlega tekið sæti í ríkisstjórn, auk þess sem Katrín er auðvitað varaformaður VG. Flestir höfðu talið að hún færi fram í Norðvesturkjördæmi þar sem líklegt er að Jón Bjarnason dragi sig í hlé. Ákvörðun Svandísar hleypir því spennu í forval VG í Reykjavík.

Varla verður pláss fyrir allar þessar konur samkvæmt kynjakvótum í forystusætunum, séu þeir við lýði sem hlýtur að vera í flokki á borð við VG sem hefur talað mjög fyrir slíkum mörkum til að tryggja jafna aðkomu beggja kynja. Annars þarf svosem enginn að vera hissa á því að Svandís krefjist forystuhlutverks hjá VG á landsvísu. Talað hefur verið um hana sem leiðtogaefni í landsmálum alveg síðan hún varð foringi VG í borgarmálunum.

Mikið hefur verið rætt um að Steingrímur J. hætti í landsmálum á næstu árum, enda setið mjög lengi á þingi, 26 ár, og aðeins Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, verið þar lengur. Framboð Svandísar hlýtur því að teljast yfirlýsing um að hún ætli sér að taka við VG af Steingrími fyrr en síðar.


mbl.is Svandís stefnir á 1. sætið í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 17. febrúar 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband