3.2.2009 | 21:20
Mjög vænleg staða fyrir Sjálfstæðisflokkinn
Stóru tíðindi könnunarinnar eru þó að fylgið er á fleygiferð og margir taka ekki afstöðu. Mikið verk er framundan fyrir stjórnmálaflokkana að höfða til kjósenda og ljóst að sjaldan ef aldrei hefur lausafylgið verið meira. Því er spennandi kosningabarátta framundan og augljóst að margt á eftir að gerast á næstu 80 dögum.
Veganesti ríkisstjórnarinnar er ekki beysið á fyrstu dögunum. Aðeins helmingur landsmanna styður hana þegar í upphafi áður en reynir á hana og gefur það til kynna að stjórnarskiptin séu landsmönnum ekki mjög að skapi og hún eigi eftir að ganga í gegnum mikinn öldusjó, því varla mun fylgið aukast.
![]() |
Sjálfstæðisflokkur stærstur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.2.2009 | 17:52
Mikil mildi að vel fór við Tjörnina
![]() |
Einn í einu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.2.2009 | 15:43
Heift og hefnigirni - engin sameining SÍ og FME?
Uppstokkunin í Seðlabankanum ber öll merki heiftar og hefnigirni í garð eins manns, þetta er pólitísk hreinsun af hálfu minnihlutastjórnar með undarlegt og óskýrt pólitískt umboð. Aðferðin er ekki boðleg og virðist vera presenteruð sem hrein hefnd, engar áminningar eru lagðar fram og farið fram með óboðlegum hætti. Hvað varð um sameiningu Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins sem fyrri ríkisstjórn hafði rætt um og lagt drög að? Er hún nú úr sögunni því Samfylkingin getur farið sínu fram í pólitískri heift gegn einum manni?
Hvað mun þessi heift og hefnigirni eins flokks í samstarfi við einn og blóðheitu daðri við annan kosta þjóðina? Starfslokasamningarnir verða dýrkeyptir fyrir okkur öll á þessum forsendum eins og Jón Magnússon bendir réttilega á. Valin er dýrasta og ógeðfelldasta aðferðin til uppstokkunar. Allt talið um sameiningu SÍ og FME virðist fyrir borð borin og ekki koma lengur til greina. Þetta er undarlegt veganesti og ekki mjög geðslegt.
![]() |
Pólitískar hreinsanir og heift |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.2.2009 | 14:18
Beðið eftir Davíð - hatrömm átök um Seðlabanka
Þetta er pólitísk ákvörðun og flokkast ekki undir neitt annað en pólitískar hreinsanir. Alla tíð hefur verið talað nær einvörðungu um að hreinsa út vegna eins manns, varla hefur verið minnst á þá tvo seðlabankastjóra sem sitja ennfremur og hafa unnið í Seðlabankanum í áratugi og eru hagfræðingar. Merkilegt er líka að eina skýra stefnumið ríkisstjórnarinnar snýst um þá uppstokkun.
Allt annað er í móðu blaðurs og orðagjálfurs og á að skoða og kanna, eins og sjá mátti af forsætisráðherranum sem hafði enga skýra stefnu fram að færa og ætlaði allt að skoða og kanna, þó hún hefði verið í ríkisstjórn í tæp tvö ár og hefði stýrt einum mikilvægasta pakkanum í kerfinu.
![]() |
Jóhanna og Davíð ræddu saman |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.2.2009 | 01:19
Breskar aðvaranir og sjálfskaparvítið mikla
Reyndar held ég að Bretar hafi skotið sig illa í fótinn með aðförinni að Íslendingum í haust. Get ekki séð að Bretar séu í góðri stöðu núna og séu í raun hægt og sígandi á sömu ógæfuleið og við fórum. Varla að maður nenni að vorkenna þeim, sjálfskaparvítið er slíkt.
![]() |
Var aðvarað vegna Kaupþings |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |