9.2.2009 | 14:51
Forsetahjónin rífast - skilnaður á Bessastöðum?
Forsetahjónin, Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaieff, rífast eins og hundur og köttur í viðtali við tímaritið Condé Nast Portfolio um efnahagsmál og stjórnmál. Miðað við samskiptin mætti ætla að skilnaður sé í uppsiglingu á Bessastöðum. Eitthvað virðist hjónabandssælan þar vera farin að súrna og togstreita á milli hjónanna í kreppunni.
Sligelsið í samskiptum þeirra hlýtur að vera eitt mesta pr-klúður hins fjölmiðlavæna forseta útrásarvíkinganna og lítur út eins og skipbrot hjónabandsins. Ræður Ólafur Ragnar ekkert við hjónabandið lengur? Fyndnast af öllu er reyndar þegar Dorrit segist líða eins og eiginkonu araba í vistinni hjá Ólafi Ragnari á Bessastöðum.
Fjörið virðist búið í paradís Bessastaðahjónanna, nú þegar tími kampavínsboðanna og þotulífsins er liðinn.
Sligelsið í samskiptum þeirra hlýtur að vera eitt mesta pr-klúður hins fjölmiðlavæna forseta útrásarvíkinganna og lítur út eins og skipbrot hjónabandsins. Ræður Ólafur Ragnar ekkert við hjónabandið lengur? Fyndnast af öllu er reyndar þegar Dorrit segist líða eins og eiginkonu araba í vistinni hjá Ólafi Ragnari á Bessastöðum.
Fjörið virðist búið í paradís Bessastaðahjónanna, nú þegar tími kampavínsboðanna og þotulífsins er liðinn.
![]() |
Dorrit segist lengi hafa varað við fjármálahruni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
9.2.2009 | 13:02
Deilan á milli Óla Klemm og mótmælenda
Eina sem virðist standa eftir að loknum fámennum mótmælum við Seðlabankann í dag er hvort hagfræðingurinn Óli Klemm hafi keyrt á mótmælanda eða mótmælandinn hafi skemmt bíl hagfræðingsins. Sé ekki annað fréttnæmt við atburði morgunsins. Hvor hefur rétt fyrir sér spyrja flestir. Er ekki líklegast að málið fari fyrir dóm. Mér skilst að Óli Klemm ætli að kæra og þá er það annarra að dæma um það.
Mér finnst reyndar þetta orðið að hreinum skrípaleik. Óli Klemm getur varið sig sjálfur. Mótmælendur fóru hinsvegar of langt þegar þeir sendu uppsagnarbréf á vinnustað hans í nafni hans og voru að erindrekast í hans málum. Hvort sem menn eru sammála viðkomandi manni eður ei voru það óviðeigandi aðgerðir.
Mér finnst reyndar öll atburðarás dagsins minna á skrípaleik. Örlög þjóðarinnar ráðast ekki í Seðlabankanum og þar er ekki upphaf og endir vandræða okkar.
Mér finnst reyndar þetta orðið að hreinum skrípaleik. Óli Klemm getur varið sig sjálfur. Mótmælendur fóru hinsvegar of langt þegar þeir sendu uppsagnarbréf á vinnustað hans í nafni hans og voru að erindrekast í hans málum. Hvort sem menn eru sammála viðkomandi manni eður ei voru það óviðeigandi aðgerðir.
Mér finnst reyndar öll atburðarás dagsins minna á skrípaleik. Örlög þjóðarinnar ráðast ekki í Seðlabankanum og þar er ekki upphaf og endir vandræða okkar.
![]() |
Ólafur segir mótmælenda hafa skemmt bifreið sína |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.2.2009 | 00:39
Alvarleg mistök og embættisafglöp Jóhönnu
Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, þarf ekki að vera hissa á bréfi Davíðs Oddssonar. Hún gerði alvarleg mistök með bréfasendingunni til hans fyrir nokkrum dögum - framganga hennar á sér engin fordæmi í siðmenntuðum veruleika. Þetta er ekkert annað en embættisafglöp, gengið er fram til að róa órólegu vinstrimennina sem tóku Samfylkinguna yfir á fundinum í Þjóðleikhúskjallaranum. En vinnubrögð hennar eru ekki til sóma af forsætisráðherra þjóðarinnar. Augljóst er að hún vann málið illa og frumvarp hennar um Seðlabankann er handónýtt og lélegt.
Ég leit á bréfið til Davíðs og innihald þess sem hefnd, síðbúna hefnd af hálfu vinstrimanna í garð pólitísks andstæðings. Það var ekki málefnalegt og var aðför að persónu Davíðs Oddssonar. Hún gerði alvarleg mistök að senda slíkt bréf áður en breytingar höfðu verið samþykktar á lögum um Seðlabankann af þinginu. Seðlabanki Íslands á að vera sjálfstæð stofnun og henni er ekki hægt að stjórna með hótunum stjórnmálamanna og valdboði, heift og hefnigirni.
Vinnubrögð Jóhönnu eru henni til skammar. Þetta er klaufaleg og ómerkileg embættisfærsla af hennar hálfu. Hún þarf ekki að vera hissa, þó menn með umboð til að stýra sjálfstæðum Seðlabanka til fyrirfram ákveðins tíma og eru bundnir tímamörkum þar um svari með þessum hætti. Yfirgengilega léleg forysta þeirra kallar á svona svör. Málið var unnið illa af þeirra hálfu og það er talað í kaf. Ekki þarf Davíð Oddsson til þess, en hann skaut málatilbúnað þeirra í kaf.
Kjaftasagan er um að Már Guðmundsson, fyrrum aðalhagfræðingur Seðlabankans, sé seðlabankastjóraefni vinstrimanna á þessum tímum pólitískra hreinsana. Er þetta ekki sá maður sem ber mesta ábyrgð á núverandi stefnu bankans?
Vinnubrögð Jóhönnu eru henni til skammar. Þetta er klaufaleg og ómerkileg embættisfærsla af hennar hálfu. Hún þarf ekki að vera hissa, þó menn með umboð til að stýra sjálfstæðum Seðlabanka til fyrirfram ákveðins tíma og eru bundnir tímamörkum þar um svari með þessum hætti. Yfirgengilega léleg forysta þeirra kallar á svona svör. Málið var unnið illa af þeirra hálfu og það er talað í kaf. Ekki þarf Davíð Oddsson til þess, en hann skaut málatilbúnað þeirra í kaf.
Kjaftasagan er um að Már Guðmundsson, fyrrum aðalhagfræðingur Seðlabankans, sé seðlabankastjóraefni vinstrimanna á þessum tímum pólitískra hreinsana. Er þetta ekki sá maður sem ber mesta ábyrgð á núverandi stefnu bankans?
![]() |
Lýsir miklum vonbrigðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |