Glæsilegur sigur í Skopje - sæt hefnd

Flottur sigur hjá silfurstrákunum okkar í Skopje í kvöld. Sýndu meistaratakta og minntu okkur á hversu góðir þeir eru og árangurinn í Kína hafi ekki verið nein tilviljun. Þessi sigur er reyndar sæt hefnd, enda kostaði tapið fyrir Makedónum í fyrra okkur sætið á HM. Þeir réðu lögum og lofum í leiknum lengst af og kláruðu þetta traust og flott. Þetta lið hefur sýnt og sannað að það getur tekið erfiða leiki og klárað þá traust. Þetta sáum við í kvöld, alveg klárlega

Finnst Guðmundur hafa gert frábæra hluti með liðið. Hann tók við því þegar enginn vildi taka verkefnið að sér og gerði það traust á heimsmælikvarða. Margir framtíðarmenn í handboltanum höfnuðu því að fóstra liðið næstu skrefin og flestir töldu þrautagöngu framundan. Sú varð raunin með Makedóníuleikana en Ólympíuárangurinn var sætur og góður í kjölfarið.

Flott hjá strákunum. Þetta er sæt og kærkomið hefnd fyrir niðurlæginguna gegn Makedóníu í fyrra og er gott fyrir þjóðarstoltið.

mbl.is Frábær sigur í Skopje
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mikilvægt að flokksmenn fái valkosti í forystuna

Óðum styttist í landsfund Sjálfstæðisflokksins. Þar verður kjörinn nýr formaður Sjálfstæðisflokksins og í aðrar trúnaðarstöður. Flest bendir til þess að Bjarni Benediktsson verði næsti formaður flokksins. Mér finnst mikilvægt að flokksmenn fái val um hver skipi forystusætin, gildir þetta því jafnt um formannsstöðuna og varaformannsstöðuna. Mér finnst það ekki sjálfgefið eftir átök síðustu mánaða að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir verði ein í framboði til varaformennsku. Hún verður að vinna fyrir sinni stöðu áfram og hefur gott af því að taka slag um hana að nýju.

Í raun eru allir fundarmenn þó í framboði og flokksmenn geta skrifað hvaða nafn sem þeir vilja á atkvæðaseðilinn. Hinsvegar hefur jafnan verið svo að menn gefa upp formlega framboð sín og eðlilega hafa fleiri áhuga á að skipa þau sæti en Bjarni og Þorgerður. Sjálfur tel ég að Bjarni eigi að verða næsti formaður Sjálfstæðisflokksins og hef lýst yfir stuðningi við hann. Hinsvegar finnst mér ekki óeðlilegt að einhver annar hafi áhuga á því að taka við formannsembættinu þegar Geir H. Haarde hættir í stjórnmálum.

Ekki hefur verið tekist á um formennskuna síðan Davíð Oddsson felldi Þorstein Pálsson fyrir átján árum, en síðast var kosið um varaformennskuna í spennandi kosningu fyrir fjórum árum þegar Þorgerður Katrín sigraði Kristján Þór. Ekkert á að vera sjálfgefið í þessum forystumálum. Þessi landsfundur á að vera vettvangur uppgjörs. Þeir sem sigra hljóti nýtt umboð og ef aðrir vilja sækjast eftir þeim embættum eiga þeir að bjóða sig fram og reyna á styrkleika sinn og hvar þeir standa.

mbl.is Kristján Þór íhugar framboð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Straumi kippt úr sambandi

Gott er að heyra að Fjármálaeftirlitið hafi tekið á málum Straums og komið þeim fyrir. Ljóst er að Straumi verður nú kippt úr sambandi, ólíkt viðskiptabönkunum þremur. Brunaútsala verður á eignum bankans. Þetta eru sorgleg endalok. Mikil verðmæti kröfuhafa og eigenda allt að því gufa upp.

Ég vorkenni starfsfólki bankans, samt öllu meir, en nokkru sinni hinum aðilum málsins. Þeirra bíða erfiðir tímar.

mbl.is Innistæður Straums flytjast yfir til Íslandsbanka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 18. mars 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband