Ásta talar hreint út - Geir á að biðjast afsökunar

Mér fannst Geir H. Haarde, formaður Sjálfstæðisflokksins, skauta ómerkilega framhjá tímamótariti endurreisnarnefndar Sjálfstæðisflokksins, sem eru orð í tíma töluð. Geir á að biðja þjóðina afsökunar á þeim mistökum sem gerð voru og klára þetta mál með sóma áður en hann víkur af hinu pólitíska sviði. Nú er tímabært að tala hreint út við fólkið í landinu. Augljóst er að mistök voru gerð og það er tímasóun að ætlast til þess að fólk hafi þolinmæði fyrir mörgum orðum um mistökin. Þau eru augljós og þarf að gera upp heiðarlega og traust.

Ásta Möller, alþingismaður, á hrós skilið fyrir að segja hlutina hreint út í sama fréttatíma. Þar sagði hún það sem flestir flokksmenn telja að þurfi að gerast. Viðurkenna þarf mistökin og reyna að læra af þeim. Því fannst mér Ásta tala um skýrslu endurreisnarnefndarinnar heiðarlega og traust, þetta er fyrsta skrefið í því að viðurkenna mistökin og reyna að feta sig fram á veginn. Mjög einfalt mál í sjálfu sér.

Endurreisnarnefndin þarf vissulega að líta til framtíðar. En við getum ekki horfst í augu við nýja tíma nema að gera upp fortíðina. Því er plagg endurreisnarnefndarinnar traust uppgjör á því sem gerðist. Þeir sem bera ábyrgð eiga að axla hana og viðurkenna hlut sinn í því að hafa ekki komið í veg fyrir það sem gerðist.

Ábyrgð þeirra er augljós og hana eiga þeir að viðurkenna. Þetta ætti fráfarandi formaður Sjálfstæðisflokksins að átta sig á sem fyrst.

mbl.is Baðst afsökunar á mistökum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Smekklaus ummæli skólastjórans í Sandgerði

Mér finnst innlegg skólastjórans í Sandgerði í umræðuna um slagsmálin í skólanum, um að gert sé of mikið úr slagsmálunum, varla boðlegt. Það á að vera hennar hlutverk sem skólastjóra að taka á slíkum málum og ekki heldur tala niður umræðuna um ofbeldi í skólanum hennar. Hitt er svo annað mál að það verður að ræða þessi eineltis- og ofbeldismál í skólum landsins heiðarlega og hreint út í stað þess að reyna að þagga umræðuna niður eða gera lítið úr henni.

Skólastjórinn á frekar að tala hreint út um þessi mál og vinna að þeim málum í stað þess að gera lítið úr því að það fari upp á borðið. Þetta er skólabókardæmi um léleg vinnubrögð og röng viðbrögð við alvarlegum vanda.

mbl.is Blóðug slagsmál skóladrengja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gróft ofbeldi í eineltismálum í skólastarfinu

Ekki er hægt að segja að síendurteknar árásir nokkurra nemenda á einn samnemanda í grunn- og framhaldsskólum landsins sé góð kynning á skólastarfi landsins. Á örfáum dögum höfum við heyrt af nokkrum alvarlegum málum, jafnan að einn klíkuhópur ráðist að skólasystkinum sínum með fólskulegu ofbeldi, jafnan eftir síendurtekið einelti.

Algjörlega ólíðandi er að slíkt viðgangist á skólalóð þar sem nemendur eiga að geta sinnt sínu námi án þess að eiga á hættu árás eða aðkast, sem getur leitt til varanlegs skaða á sál og líkama. Í raun eiga að vera einhverjar verklagsreglur og skýr vinnubrögð til staðar í svona málum, enda á að vernda rétt nemenda.

Svo er auðvitað annað að þetta er auðvitað lögreglumál og á að láta slíkt verða víti til varnaðar, taka hart á því bæði innan skólans sem utan. Þetta á ekki að líðast. Gróft ofbeldi og einelti er partur af því sem vinna á gegn í skólum landsins með öllum tiltækum ráðum.

Þetta þarf að ræða af fullri hreinskilni, alls staðar í þjóðfélaginu. Glæpsamlegt ofbeldi í skugga eineltis er ekki líðandi, hvar sem það er, sérstaklega þegar það gerist í skólum landsins. Slíkt verður að stöðva.

Mikilvægast af öllu er að viðurkenna vandann, gera hann opinberan og tala opinskátt um það.


mbl.is Ráðist á nemanda í Sandgerðisskóla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 2. mars 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband