24.3.2009 | 18:09
Jóhanna víkur sér undan ábyrgð á hruninu
Mér finnst það frekar ódýrt hjá Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra, að reyna að hlaupast undan ábyrgð á bankahruninu, eins og hún gerir með yfirlýsingum sínum í dag. Hún sat í ríkisstjórn í aðdraganda hrunsins og er ein þeirra sem áttu að vera vakandi eftir skýrslu Seðlabankans. Ekki hefur orðið vart við að hún hafi nokkuð gert eða viljað viðurkenna þá ábyrgð sem hún bar sem ráðherra í ríkisstjórn á tímum hrunsins mikla.
Ekki er hægt að skjóta sér undan því þó viðkomandi sé heilög Jóhanna sjálf.
Ekki er hægt að skjóta sér undan því þó viðkomandi sé heilög Jóhanna sjálf.
![]() |
Sögðu eitt - gerðu allt annað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.3.2009 | 14:31
Aukið umfang saksóknara - nauðsynlegt skref
Mjög mikilvægt er að tekin hafi verið formleg ákvörðun um að fjölga starfsmönnum hjá sérstökum saksóknara bankahrunsins. Augljóst var allt frá upphafi að auka þyrfti umfang starfseminnar gríðarlega, til að ná utan um málið og að það væri einhver trúverðugleiki yfir störfum þess. Mikilvægt er að hlúa vel að þessu starfi svo landsmenn finni vel fyrir því að alvara er í þessari rannsókn og hún geti tekist á við hið risavaxna verkefni sem þetta mikla hrun er.
Koma Evu Joly til landsins og boðskapur hennar var gott innlegg í þessa vinnu. Mikilvægt er að íslensk stjórnvöld og embættismenn geti treyst á góða ráðgjöf frá henni og fleirum sérfræðingum, auk þess sem starfsmönnum við embættið fjölgi í takt við aukið umfang. Þetta eru nauðsynleg skref á þeirri vegferð sem við erum á til að klára þetta mál með trúverðugum hætti.
Þetta mál hvílir sem mara yfir þjóðinni og það verður að vinnast fumlaust og af ábyrgð.
Koma Evu Joly til landsins og boðskapur hennar var gott innlegg í þessa vinnu. Mikilvægt er að íslensk stjórnvöld og embættismenn geti treyst á góða ráðgjöf frá henni og fleirum sérfræðingum, auk þess sem starfsmönnum við embættið fjölgi í takt við aukið umfang. Þetta eru nauðsynleg skref á þeirri vegferð sem við erum á til að klára þetta mál með trúverðugum hætti.
Þetta mál hvílir sem mara yfir þjóðinni og það verður að vinnast fumlaust og af ábyrgð.
![]() |
Saksóknari fær 16 fastráðna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.3.2009 | 13:48
Hreinn embættismaður eða ævintýramaður?
Mér fannst mjög áhugavert að lesa viðtalið við Hrein Loftsson sem fellir mikla dóma yfir einkavæðingarferlinu og þeim sem hafa farið yfir strikið á síðustu árum í skjóli bankavaldsins. Vissulega er það gott að hann tali um ævintýramenn og sé heiðarlegur í mati á þeim sem hafa skilið þjóðina eftir í skuldafeni. En hverjir eru þessir ævintýramenn sem hann talar um? Er Hreinn sjálfur án tengsla við þessa ævintýramenn. Þegar litið er á Baugsmálið og stærsta eiganda Glitnis er ekki nema von að hugleitt sé hvort Hreinn sé að fella dóma inn á við hjá sjálfum sér.
Á amx.is í dag er góð umfjöllun um þetta. Þar segir orðrétt: "Ummæli embættismannsins fóru sem ferskur blær um smáfuglana sem fögnuðu því að nú væri kominn fram hreinn embættismaður sem gæti hafist handa við að uppræta flókin viðskiptanet útrásarvíkinganna og varpa ljósi á það sem þar gerðist. Vona smáfuglarnir að embættismaðurinn beini fyrst sjónum sínum að stærsta gjaldþroti Íslandssögunnar sem með ævintýralegum hætti tókst að fá að láni um þúsund milljarða króna. Mörgum spurningum þarf hinn aldni embættismaður að leita svara við.
Hverjir voru það sem færðu slíkt fé út úr Glitni til eigin félaga að stjórnendum bankans varð svo mikið um að haldnir voru næturfundir með ráðamönnum? Hver var stærsti og áhrifamesti hluthafi Glitnis þegar bankinn fór á hausinn? Hver hafði barist árum saman um yfirráð í Glitni? Hver notaði fé Glitnis og annarra íslenskra banka til að fjármagna eina mestu skuldsettu útrás í Evrópu? Hverjir notuðu íslenskt lánsfé til að kaupa einkaþotur og snekkjur fyrir milljarða króna? Hverjir skulduðu á tímabili hátt í þúsund milljarða á Íslandi?
Hverjir fengu bankann sinn til að beina fjárfestingum af flestum sviðum bankans í eigið fyrirtæki? Hverjir áttu fjölmiðlaveldi sem notað var til að fylgja skuldaævintýrinu eftir af mikilli hörku? Hverjir létu fjölmiðla sína ofsækja stjórnmálamenn sem stóðu í vegi fyrir skuldavextinum? Hverjir hafa kostað íslenskan almenning mest í sögu landsins? Hverjir voru þessir ævintýramenn sem settu bankana á hliðina? Hverjir voru ævintýramennirnir sem stóðu að baki stærsta gjaldþroti Íslandssögunnar sem kostað var af íslensku bönkunum?"
Góðar spurningar. Svipað fór í gegnum huga minn þegar ég las þetta viðtal við embættismanninn Hrein sem eins og hreinn stormsveipur gerði upp við mann og annan.
Á amx.is í dag er góð umfjöllun um þetta. Þar segir orðrétt: "Ummæli embættismannsins fóru sem ferskur blær um smáfuglana sem fögnuðu því að nú væri kominn fram hreinn embættismaður sem gæti hafist handa við að uppræta flókin viðskiptanet útrásarvíkinganna og varpa ljósi á það sem þar gerðist. Vona smáfuglarnir að embættismaðurinn beini fyrst sjónum sínum að stærsta gjaldþroti Íslandssögunnar sem með ævintýralegum hætti tókst að fá að láni um þúsund milljarða króna. Mörgum spurningum þarf hinn aldni embættismaður að leita svara við.
Hverjir voru það sem færðu slíkt fé út úr Glitni til eigin félaga að stjórnendum bankans varð svo mikið um að haldnir voru næturfundir með ráðamönnum? Hver var stærsti og áhrifamesti hluthafi Glitnis þegar bankinn fór á hausinn? Hver hafði barist árum saman um yfirráð í Glitni? Hver notaði fé Glitnis og annarra íslenskra banka til að fjármagna eina mestu skuldsettu útrás í Evrópu? Hverjir notuðu íslenskt lánsfé til að kaupa einkaþotur og snekkjur fyrir milljarða króna? Hverjir skulduðu á tímabili hátt í þúsund milljarða á Íslandi?
Hverjir fengu bankann sinn til að beina fjárfestingum af flestum sviðum bankans í eigið fyrirtæki? Hverjir áttu fjölmiðlaveldi sem notað var til að fylgja skuldaævintýrinu eftir af mikilli hörku? Hverjir létu fjölmiðla sína ofsækja stjórnmálamenn sem stóðu í vegi fyrir skuldavextinum? Hverjir hafa kostað íslenskan almenning mest í sögu landsins? Hverjir voru þessir ævintýramenn sem settu bankana á hliðina? Hverjir voru ævintýramennirnir sem stóðu að baki stærsta gjaldþroti Íslandssögunnar sem kostað var af íslensku bönkunum?"
Góðar spurningar. Svipað fór í gegnum huga minn þegar ég las þetta viðtal við embættismanninn Hrein sem eins og hreinn stormsveipur gerði upp við mann og annan.
![]() |
Lentu í höndunum á ævintýramönnum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.3.2009 | 00:54
Er líklegt að einhver kona hafi hafnað JFK?
John F. Kennedy, fyrrum forseti Bandaríkjanna, er einn mesti kvennaljómi sögunnar. Hann átti í mörgum sögufrægum ástarsamböndum, við þekktar sem óþekktar konur, mörgum meira að segja á síðustu árum ævi sinnar, á meðan hann var húsbóndi í Hvíta húsinu. Frægar eru sögurnar af ástarfundum hans í forsetabústaðnum þar sem hann hélt miklar svallveislur og útbjó sérstaka aðstöðu fyrir þau ævintýri sín.
Margar konur heilluðust af Kennedy og sjarma hans og vildu fórna miklu fyrir ástarstund með honum. Mun algengara er að heyra sögur af konum sem vildu allt gera fyrir að vera við hlið hans en þær sem vildu ekki vera með honum og höfnuðu meira að segja boði um hjónaband. Mér finnst þessi saga austurrísku konunnar svolítið farsakennd og á erfitt með að trúa að einhver hafi neitað aðgöngumiða í Kennedy-ættina.
Marilyn Monroe var ein frægasta hjákona forsetans. Hún hélt sennilega allt til hinstu stundar að hún ætti framtíð með forsetanum og söng eftirminnilega, skömmu fyrir andlát sitt, afmælissönginn þokkafullt fyrir Kennedy forseta. Hún var einnig hjákona Bobby Kennedy og hefði örugglega fórnað öllu, bæði kynþokkanum og framanum, fyrir það eitt að ná alla leið í Hvíta húsið.
En konurnar voru margar sem féllu fyrir Kennedy-sjarmanum en þær eru örugglega fáar sem hafa hafnað hlutdeild í ævi þessa fræga kvennaljóma.
![]() |
Hafnaði Kennedy |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)