Beðist afsökunar á lágkúrulegri fréttamennsku

Morgunblaðið gerir hið eina rétta og biður Geir Hilmar Haarde, formann Sjálfstæðisflokksins, afsökunar á lágkúrulegri fréttamennsku sinni þar sem starfslokum hans var gert skil með komu hjálparhundar fyrir sjóndapran þingmann á Alþingi. Flestum blöskraði mjög þessi framsetning fréttamannsins sem fór í hundana með framgöngu sinni.

Þetta er eitthvað sem á ekki að sjást til fréttamanns á virtasta dagblaði landsins, eigi það og hún að halda einhverjum snefil af trúverðugleika. Því er afsökunarbeiðnin til Geirs í rökréttu framhaldi af umræðunni.

mbl.is Afsökunarbeiðni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Opin skýrsla hjá Evrópunefndinni

Mér finnst skýrsla Evrópunefndar Sjálfstæðisflokksins mjög opin og gefur enga eina niðurstöðu inn á landsfundinn. Niðurstaðan mun ráðast af skoðanaskiptum í Laugardalshöllinni á morgun, eftir framsögu Kristjáns Þórs Júlíussonar, formanns nefndarinnar. Enda er það eðlilegt að skýrslan sé vinnuplagg inn á fundinn þar sem farið er yfir málin. Svo verður það fundarmanna að taka afstöðu til þess. Sú umræða verður væntanlega lífleg og spennandi, enda heitar tilfinningar í málinu.

Mér finnst samt mjög ólíklegt að hörð Evrópustefna verði fyrir valinu. Þetta verður væntanlega mjög traust skýrsla gegn aðild, þó ekki verði í sjálfu sér útilokað. Ég les þannig í spilin að þetta verði lífleg skoðanaskipti en niðurstaðan verði að fara ekki í þann Evrópukúrs sem leit út fyrir að yrði ofan á meðan samstarfið við Samfylkinguna stóð enn.

Bæði formannsefnin í flokknum hafa tekið eindregna andstöðu gegn ESB-aðild og frekar lokað þeim glugga frekar en hitt, eftir að hafa horft jákvætt til Evrópuumræðunnar í upphafi meðan fyrra stjórnarsamstarf var við lýði. Ég tel að flokksmenn láti hjartað ráða för og kjósi gegn hörðum Evrópukúrs. Það er engin stemmning í flokknum fyrir þeirri keyrslu.

mbl.is Evran komi í stað krónunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Léleg fréttamennska - hundur í blaðamanni

Mér finnst það léleg fréttamennska á fréttavef Morgunblaðsins þegar því er blandað saman í eina frétt að fyrrverandi forsætisráðherra kveðji þingið eftir 22 ára störf og að hjálparhundur komi þar til starfa fyrir sjóndapran þingmann. Fyrirsögnin og framsetningin kemur upp um tjáningu fréttamannsins og vinnubrögðin. Þetta er ekki merkilegt og í raun til skammar á stærsta fréttavef landsins sem á að vera hafinn upp yfir svona vitleysu.

Ég hef eiginlega alltaf staðið í þeirri trú að fréttamenn eigi að segja fréttir en ekki tjá skoðanir sínar í skrifum eða framsetningu. Þegar farið er á svig við það skaddast orðspor þess fjölmiðils sem um ræðir eða dregið er í efa hvernig staðið er að málum. Ekki er við hæfi að láta pólitískar skoðanir fara inn í þá tjáningu. Fréttamenn eiga að segja fréttir án skoðana sinna. Enda er það ekki fréttamennska þegar skoðanir koma í gegnum skrifin.

Ég veit vel að Geir Hilmar Haarde er umdeildur eftir umbrotatíma í íslensku samfélagi síðustu mánuðina. Geir er grandvar og heiðarlegur maður, mjög vandaður og traustur. Enginn hefur dregið það í efa, þó vissulega séu skiptar skoðanir um pólitíkina sem hann stendur fyrir. Mér finnst það til skammar þegar svona er staðið að málum í fréttaskrifum, enda sést langar leiðir er þetta er lituð framsetning og mjög rætin.

Mér finnst nokkur hundur í þeim blaðamanni sem setur þetta fram.


mbl.is Geir kveður og X heilsar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 26. mars 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband