Bjarni Benediktsson kjörinn formaður

Bjarni Benediktsson hefur nú verið kjörinn formaður Sjálfstæðisflokksins á landsfundi hér í Laugardalshöll. Ég vil óska honum innilega til hamingju með glæsilega kosningu. Formannsslagur Bjarna og Kristjáns Þórs var góður fyrir flokkinn, tel ég. Hann gerði landsfundinn enn meira spennandi en ella og tryggði lífleg en snörp málefnaleg átök.

Þetta er styrkleikamerki fyrir Sjálfstæðisflokkinn að öllu leyti og við fylkjum okkur nú að baki forystunni, sem hefur enn traustara og öflugra umboð en ella. Kristján Þór stóð sig vel í sinni kosningabaráttu og getur verið stoltur af sínum árangri, þó ekki hafi sigur náðst. Ræða hans áðan var mjög traust og honum til mikils sóma.

Bjarni er tákn nýrra tíma í stjórnmálum. Hann verður næstyngsti flokksleiðtoginn í komandi kosningum, skýr valkostur þeirra sem vilja uppstokkun í pólitíkinni.

Þetta verður snörp og spennandi barátta næstu vikurnar - Sjálfstæðisflokkurinn heldur sterkari til þeirrar baráttu en ella eftir svo líflegan landsfund.


mbl.is Bjarni kjörinn formaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góður landsfundur - þrumuræða Davíðs

Ég er mjög ánægður með landsfund okkar sjálfstæðismanna. Þetta hefur verið frábær helgi með góðum vinum og kunningjum. Okkur hefur tekist að skyggja algjörlega á fundinn hjá Samfylkingunni og ná fókus á okkar mál og baráttupunkta fyrir kosningarnar. Davíð Oddsson flutti mikla þrumuræðu og gerði upp átakamál síðustu mánaða traust og flott. Hann var í essinu sínu, tókst algjörlega að skyggja á formannsefnin og um leið að klára lykilmál síðustu mánaða. Þetta var traust uppgjör.

Spennandi lokadagur fundarins er framundan. Kosið verður milli góðra valkosta í formannskjörinu. Þeir fluttu báðir góðar ræður og komu sínum áherslum vel til skila. Flokksmenn hafa þó skýra og ólíka valkosti í kjörinu. Framtíðin verður mótuð með kjöri nýs formanns.

mbl.is Víkingar með Samfylkingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 29. mars 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband