30.3.2009 | 17:26
Aumt væl úr horni frjálslyndra
Frjálslyndi flokkurinn virðist á vonarvöl í þeirri snörpu kosningabaráttu sem er hafin. Allt loft virðist úr flokknum. Liðsflóttinn hefur sjaldan eða aldrei verið meiri en í aðdraganda þessara kosninga og engu líkara en allir séu að flýja sökkvandi skip nema þeir sem geta ekkert annað farið. Nú nýlega hefur sjálfur varaformaðurinn gefist upp á félagsskapnum eftir heila níu daga í hlutverki sínu og yfirgefið fleytuna, væntanlega áður en hún sekkur.
Í miðri þessari varnarbaráttu fyrir tilvist Frjálslynda flokksins er örlítið sérstakt að hlusta á Guðjón Arnar Kristjánsson, akkeri og þungavigtarmann Frjálslynda flokksins alla tíð, koma með aumt væl úr horninu sem flokkurinn hefur alla tíð verið í. Hið auma væl snýst um að fólk fari þaðan með mútum yfir í Sjálfstæðisflokkinn. Þetta er í besta falli ótrúverðugt en mun frekar aumingjalegt blaður manns sem á engar aðrar skýringar.
Væntanlega vísar hann þar til Gunnars Örlygssonar og Jóns Magnússonar, þingmanna sem flúðu úr flokkaerjum í Frjálslynda flokknum yfir í annan flokk, sterkan flokk sem þeir töldu nær skoðunum sínum og vera betra vinnuumhverfi fyrir sig pólitískt. Þeir náðu hvorugur markmiðum sínum í prófkjörum en taka fullan þátt í flokksstarfinu, sátu báðir landsfund um helgina í Laugardalshöll.
Guðjón Arnar ætti að fara að líta í eigin barm og leita að skýringum í sukkuðu umhverfi þar að ástæðum þess að flokkurinn hans er að deyja.
Í miðri þessari varnarbaráttu fyrir tilvist Frjálslynda flokksins er örlítið sérstakt að hlusta á Guðjón Arnar Kristjánsson, akkeri og þungavigtarmann Frjálslynda flokksins alla tíð, koma með aumt væl úr horninu sem flokkurinn hefur alla tíð verið í. Hið auma væl snýst um að fólk fari þaðan með mútum yfir í Sjálfstæðisflokkinn. Þetta er í besta falli ótrúverðugt en mun frekar aumingjalegt blaður manns sem á engar aðrar skýringar.
Væntanlega vísar hann þar til Gunnars Örlygssonar og Jóns Magnússonar, þingmanna sem flúðu úr flokkaerjum í Frjálslynda flokknum yfir í annan flokk, sterkan flokk sem þeir töldu nær skoðunum sínum og vera betra vinnuumhverfi fyrir sig pólitískt. Þeir náðu hvorugur markmiðum sínum í prófkjörum en taka fullan þátt í flokksstarfinu, sátu báðir landsfund um helgina í Laugardalshöll.
Guðjón Arnar ætti að fara að líta í eigin barm og leita að skýringum í sukkuðu umhverfi þar að ástæðum þess að flokkurinn hans er að deyja.
![]() |
Ná fólki frá okkur með mútum eða öðru |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.3.2009 | 14:57
Örlagarík mistök óreyndrar framsóknarforystu
Augljóst er að stuðningurinn við minnihlutastjórn Samfylkingarinnar og VG er að snúast upp í örlagaríkustu og dýrkeyptustu mistök Framsóknarflokksins áratugum saman. Er sennilega þegar búin að kosta flokkinn möguleikann á endurreisn fylgislega og forystulega séð næstu árin. Óreyndri forystu flokksins skjöplaðist á oddastöðu sinni og missti taflið úr höndunum og eru nú eins og viljalaus verkfæri, í einskonar gíslingu, hjá vinstriflokkunum. Hvort reynsluleysi Sigmundar Davíðs er einu um að kenna skal ósagt látið, en það er stór hluti vandans vissulega.
Framsóknarflokkurinn kom mjög sterkur af flokksþingi sínu í janúar. Með nýjum formanni hafði hann öll tækifæri til að ná oddastöðu í íslenskum stjórnmálum, halda henni eftir næstu þingkosningar og endurbyggja sig aftur sem sterkt afl, eftir afhroðið í þingkosningunum 2007, þar sem fimm þingsæti fóru fyrir borð og flokkurinn þurrkaðist út í Reykjavík og varð fyrir miklu áfalli í nær öllum kjördæmum nema rótgrónustu lykilsvæðum í sögu sinni.
Sigmundi Davíð hefur ekki tekist að halda um taumana eftir að minnihlutastjórnin tók við og er í mjög vondri stöðu. Hann tók þann kostinn að spila öllu undir, gaf kost á sér í Reykjavík í stað þess að fara í öruggt þingsæti í Suðurkjördæmi. Áhættan verður flokknum dýrkeypt gangi hún ekki upp. Fátt bendir til þess að sætið í Reykjavík sé öruggt. Fjarri því. Þar verður barist upp á allt og flokkurinn verður í krísu gangi það ekki upp.
Þessi stjórnarstuðningur tryggði að Framsókn fékk kosningarnar sínar. Hinsvegar misstu þeir taflið annars úr höndunum. Hafa lent úti í horni og oddastaðan virðist skammverm pólitísk sæla. Varnarbarátta bíður Framsóknar enn og aftur, rétt eins og 2007. Fátt bendir til þess nú að þeir nái vopnum sínum og eflist mikið frá því sem var síðast. Þeir eru ekki öfundsverðir af því að hafa klúðrað sínum málum svo svakalega.
Framsóknarflokkurinn kom mjög sterkur af flokksþingi sínu í janúar. Með nýjum formanni hafði hann öll tækifæri til að ná oddastöðu í íslenskum stjórnmálum, halda henni eftir næstu þingkosningar og endurbyggja sig aftur sem sterkt afl, eftir afhroðið í þingkosningunum 2007, þar sem fimm þingsæti fóru fyrir borð og flokkurinn þurrkaðist út í Reykjavík og varð fyrir miklu áfalli í nær öllum kjördæmum nema rótgrónustu lykilsvæðum í sögu sinni.
Sigmundi Davíð hefur ekki tekist að halda um taumana eftir að minnihlutastjórnin tók við og er í mjög vondri stöðu. Hann tók þann kostinn að spila öllu undir, gaf kost á sér í Reykjavík í stað þess að fara í öruggt þingsæti í Suðurkjördæmi. Áhættan verður flokknum dýrkeypt gangi hún ekki upp. Fátt bendir til þess að sætið í Reykjavík sé öruggt. Fjarri því. Þar verður barist upp á allt og flokkurinn verður í krísu gangi það ekki upp.
Þessi stjórnarstuðningur tryggði að Framsókn fékk kosningarnar sínar. Hinsvegar misstu þeir taflið annars úr höndunum. Hafa lent úti í horni og oddastaðan virðist skammverm pólitísk sæla. Varnarbarátta bíður Framsóknar enn og aftur, rétt eins og 2007. Fátt bendir til þess nú að þeir nái vopnum sínum og eflist mikið frá því sem var síðast. Þeir eru ekki öfundsverðir af því að hafa klúðrað sínum málum svo svakalega.
![]() |
Þolinmæði framsóknarmanna þrotin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.3.2009 | 01:20
Kynslóðaskipti í Sjálfstæðisflokknum

Ég var að koma heim til Akureyrar eftir yndislega helgi í Reykjavík á fjölmennasta landsfundi í sögu Sjálfstæðisflokksins, öflugum og góðum landsfundi. Kynslóðaskipti urðu í forystu flokksins á þessum fundi. Nýjir tímar hefjast með því að valdaskeiði þeirrar kynslóðar sem náði undirtökum í Sjálfstæðisflokknum með formannskjöri Þorsteins Pálssonar sem eftirmanns Geirs Hallgrímssonar árið 1983 lýkur. Eftirmenn hans, Davíð Oddsson og Geir H. Haarde, hafa verið ólíkir forystumenn að mörgu leyti en allir eru þeir sömu kynslóðar.
Sjálfstæðisflokkurinn treysti ungu fólki fyrir forystunni þegar Geir Hallgrímsson hætti formennsku og sama gerist aftur nú. Þorsteinn var vel innan við fertugt þegar hann varð einn valdamesti stjórnmálamaður landsins og varð forsætisráðherra á fertugsafmæli sínu árið 1987. Davíð Oddsson varð 34 ára gamall borgarstjóri í Reykjavík og forsætisráðherra rétt rúmlega fertugur. Hann hætti í pólitík eftir að hafa verið forsætisráðherra í hálfan annan áratug fyrir sextugt. Þessar staðreyndir sýna vel að ungu fólki er treyst í flokknum.
Þáttaskil verða nú, ekki aðeins í landsmálum heldur og í sveitarstjórnarmálum. Forystumenn flokksins í borg og landsmálum eru fulltrúar nýrra tíma. Augljóst er að miklar breytingar verða á þingliði Sjálfstæðisflokksins í vor og nú hefur flokksforystan í Valhöll verið yngd verulega upp.
Í þessum þáttaskilum felast mikil tækifæri og ég efast ekki um að flokkurinn mun breytast mikið með því að ný kynslóð taki þar við völdum, kynslóð með nýjar áherslur og sýn á framtíðina, trausta framtíðarsýn. Mikilvægt er að uppstokkun verði í pólitíkinni og nýtt fólk taki við forystunni.
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur lengi talað um mikilvægi þess að frelsinu fylgi ábyrgð, áður en bankahrunið skall á. Nú er það hans að leiða stefnumótun til framtíðar í flokknum og stokka hann markvisst upp. Sú vinna hófst af miklum krafti á þessum landsfundi.
Nú er það forystumanna flokksins um allt land að leiða nýtt upphaf í flokksstarfinu. Bjarni og Þorgerður Katrín eru flott tvíeyki í forystunni og njóta trausts flokksmanna og hafa traust umboð eftir þennan fjölmenna og góða fund.
Ég vil þakka öllum þeim sem ég ræddi við og átti skemmtilegar stundir með á landsfundi fyrir spjallið og vináttuna. Þetta var frábær helgi í góðra vina hópi.
![]() |
Nýrri kynslóð treyst til verks |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 03:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)