Eignir fólks fuðra upp - aðgerðarleysi algjört

Mjög dapurlegt er að sjá hvert stefnir hjá fjölda fólks í íslensku samfélagi. Á hverjum degi heyrum við fréttir af fólki sem er komið að fótum fram, ævistarfið fuðrað upp í bálinu og enginn sem tekur á vandanum af festu og alvöru. Þetta er hinn napri veruleiki málsins. Stjórnvöld hafa ekki staðið sig í stykkinu. Enginn er að taka ákvarðanir sem skipta máli og tekur á stöðunni. Okkur vantar leiðtoga sem hafa bein í nefinu, skilja vandann og geta ráðist að rótum hans án hiks og málalenginga.

Stjórnvöld virðast ekki hafa bein í nefinu til að standa sig, sofa á verðinum og virðast vera að bíða eftir að einhverjir aðrir en þeir nái tökum á vandanum. Mér finnst raunalegt að sjá fjármálaráðherra þjóðarinnar ástunda ásökunarpólitík á fullum hraða þegar hann ætti að vera að taka ákvarðanir og leiða þessa þjóð. Hann virðist engar lausnir hafa á vandanum eða beinar aðgerðir á takteinum til að taka forystuna og leiða þjóðina út úr ólgusjó vandræðanna.

Sjálfsagt erum við komin í ferli þar sem stjórnvöld halda áfram að sofa af sér vandann og vona að allt lagist af sjálfu sér. En það mun ekki gerast. Okkur vantar fólk sem þorir að taka ákvarðanir og leiða okkur úr vandanum.

mbl.is Ævistarfið farið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hlutlausi Baldur fer í þingframboð

Mér finnst mjög skondið að fréttaskýrandinn hlutlausi Baldur Þórhallsson, stjórnmálafræðiprófessor, sé kominn úr felum og í varaþingmannsframboð fyrir Samfylkinguna. Kannski fyrirsjáanlegt eftir fréttaskýringar hans hvaða skoðanir hann hafði og betra að segja þær hreint út en undir grímu hræsninnar og felulitanna.

Í og með er þetta samt svolítið tragískt. Árum saman hefur þessi maður verið kallaður í fréttatíma sem hlutlaus álitsgjafi og undir fræðimannsheiti til að rýna í spilin. Hvernig er hægt að varpa þeirri ímynd af sér og fara að selja eitt stykki stjórnmálaflokk. Svolítið fyndið samt.

Samfylkingin hættir aldrei að koma manni á óvart með hræsni sinni.

mbl.is Listar samþykktir í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 1. apríl 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband