10.4.2009 | 14:22
Siðleysi forystunnar á Geirstímanum afhjúpað
Sífellt betur kemur í ljós hversu siðlaus forysta Sjálfstæðisflokksins var í formannstíð Geirs H. Haarde, honum til ævarandi skammar. Fólkið sem komst til valda innan flokksins á þessum tíma hefur skemmt gríðarlega fyrir trúverðugleika flokksins og á að sjá sóma sinn í að víkja úr toppstöðum áður en almennir flokksmenn fara að segja sig úr Sjálfstæðisflokknum í massavís.
Ég get ekki hugsað mér að styðja Sjálfstæðisflokkinn að þessu sinni nema það fólk sem hefur brugðist flokksmönnum og verið staðið að sukki og svínaríi sé sparkað út. Nóg er komið af þessu helvítis kjaftæði og þörf á vorhreingerningu.
Göngum hreint til verks!
![]() |
Þingflokkur fundar í dag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.4.2009 | 12:50
Á föstudaginn langa

Ungum var mér kennt að meta skáldskap Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi. Hann var fremsta ljóðskáld landsins á 20. öld - að mínu mati tókst fáum íslenskum skáldum betur að tjá sig frá hjartanu, er þá sama hvort átt er við t.d. gleði, sorg, ástina eða lífskraftinn. Davíð tjáði af stakri snilld sannar tilfinningar og varð eitt ástsælasta skáld okkar á 20. öld.
Davíð var skáld tilfinninga, hann orti frá hjartanu og talaði beint til hjarta þess sem las. Hann var alþýðuskáld sem snerti við fólki. Þess vegna mun minning hans verða okkur kær og kveðskapur hans festast í sessi um ókomin ár. Hann var sannur í yrkisefnum og sannur í tjáningu um sannar tilfinningar.
Eitt fallegasta kvæði Davíðs er án nokkurs vafa Á föstudaginn langa, sem margir kalla Ég kveiki á kertum mínum. Um er að ræða táknrænt og fallegt ljóð sem telst með því besta sem hann orti á löngum skáldferli sínum. Þetta ljóð snertir alltaf streng í hjartanu mínu. Það er við hæfi að líta á það á þessum helga degi.
Ég kveiki á kertum mínum
við krossins helga tré.
Í öllum sálmum sínum
hinn seki beygir kné.
Ég villtist oft af vegi.
Ég vakti oft og bað.
Nú hallar helgum degi
á Hausaskeljastað.
Í gegnum móðu og mistur
ég mikil undur sé.
Ég sé þig koma, Kristur,
með krossins þunga tré.
Af enni daggir drjúpa,
og dýrð úr augum skín.
Á klettinn vil ég krjúpa
og kyssa sporin þín.
Þín braut er þyrnum þakin,
hver þyrnir falskur koss.
Ég sé þig negldan nakinn
sem níðing upp á kross.
Ég sé þig hæddan hanga
á Hausaskeljastað.
Þann lausnardaginn langa
var líf þitt fullkomnað.
Ég bíð, uns birtir yfir
og bjarminn roðar tind.
Hvert barn, hvert ljóð, sem lifir,
skal lúta krossins mynd.
Hann var og verður kysstur.
Hann vermir kalda sál.
Þitt líf og kvalir, Kristur,
er krossins þögla mál.
Þú ert hinn góði gestur
og guð á meðal vor,
og sá er bróðir bestur,
sem blessar öll þín spor
og hvorki silfri safnar
né sverð í höndum ber,
en öllu illu hafnar
og aðeins fylgir þér.
Þú einn vilt alla styðja
og öllum sýna tryggð.
Þú einn vilt alla biðja
og öllum kenna dyggð.
Þú einn vilt alla hvíla
og öllum veita lið.
Þú einn vilt öllum skýla
og öllum gefa grið.
Að kofa og konungshöllum
þú kemur einn á ferð.
Þú grætur yfir öllum
og allra syndir berð.
Þú veist er veikir kalla
á vin að leiða sig.
Þú sérð og elskar alla,
þó allir svíki þig.
Ég fell að fótum þínum
og faðma lífsins tré.
Með innri augum mínum
ég undur mikil sé.
Þú stýrir vorsins veldi
og verndar hverja rós.
Frá þínum ástareldi
fá allir heimar ljós.
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.4.2009 | 00:28
Ógeðfelld árás
Annars þarf ofbeldi ekki alltaf að vera líkamlegt. Andlegt ofbeldi er engu skárra og gott dæmi að konur sé bugaðar af andlegu ofbeldi maka frekar en líkamlegu. Vissulega er hægt að bæla fólk með því - slíkt ofbeldi er og verður jafnt því þegar að fólk er jafnvel barið sundur og saman.
![]() |
Gengu í skrokk á 19 ára stúlku |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)