Ástþór reynir að vekja á sér athygli

Mér finnst nú aðferðir Ástþórs Magnússonar til að reyna að vekja athygli Ríkisútvarpsins á sér komnar út í tóma vitleysu. Eitt er að tjá óánægju með einhvern fjölmiðil en annað er að missa gjörsamlega stjórn á sér og fara yfir strikið. Mér finnst þessar aðferðir Ástþórs ekki beint gáfulegar og finnst þær vera frekar örvæntingarfullt neyðaróp á athygli frekar en málefnaleg kosningabarátta. Ástþór verður að vekja athygli á sínum málstað með öðrum hætti en öskra fyrir utan útvarpshúsið og væri sennilega nær að kynna betur framboðslista sína og stefnu þeirra á öðrum vettvangi.

Ég er viss um að ef Ástþór væri málefnalegur í baráttu sinni og iðkaði eðlileg vinnubrögð án þessara upphrópana myndi honum ganga betur. Þeir sem geta ekki komið málstað sínum á framfæri nema að öskra framan í fólk eða vera eins og rauð neon-skilti í eyðimörkinni eiga sjaldan auðvelt með að vekja athygli á sér með málefnalegum vinnubrögðum. Taktíkin segir allt um þá sem geta ekki notað önnur vinnubrögð.


mbl.is Kallaði lögreglu að Útvarpshúsinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 18. apríl 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband