24.4.2009 | 22:08
Evrópumálin úr sögunni í vinstrasamstarfi
Af mörgum afdráttarlausum yfirlýsingum gegn ESB úr herbúðum er þessi frá formanninum sjálfum mest afgerandi og setur í raun vinstristjórnarvalkostinn í uppnám, muni Samfylkingin standa við hótanir sínar.
Augljóst er að það stefnir í líflegar og jafnvel langvinnar stjórnarmyndunarviðræður, enda hefur VG sagt hreint út að þeir muni ekki stökkva á Evrópuhraðlestina með Samfylkingunni.
Slík tíðindi skipta miklu máli kvöldið fyrir kjördag, því er ekki hægt að neita.
![]() |
Áherslan á ESB lýsir taugaveiklun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.4.2009 | 20:50
Þöggun vinstriflokkanna mikið áhyggjuefni
Niðurstöður síðustu kannana fyrir kosningarnar á morgun færa okkur þær skelfilegu vísbendingar beint í æð að vinstriflokkarnir, sem sitja á mikilvægri skýrslu um efnahagslífið og reyna að afvegaleiða almenning, muni í fyrsta skipti í lýðveldissögunni geta myndað einir meirihlutastjórn, jafnvel undir forsæti öfgavinstriflokks með forræðishyggju og ríkisyfirtöku fyrirtækja að leiðarljósi í pólitískri baráttu sinni.
Mikið áhyggjuefni er fyrst og fremst að þjóðin fái ekki beint aðgang að mikilvægri skýrslu sem kortleggur stöðu efnahagskerfisins degi fyrir kosningar. Hvað er að fela? Hvers vegna þessi leyndarhyggja og þöggun í nafni vinstriflokkanna? Eru þetta ekki sömu flokkar sem töluðu um gegnsæ og traust vinnubrögð fyrir nokkrum mánuðum og töluðu gegn leyndarhjúp á mikilvægum staðreyndum?
Hvernig geta svo kjósendur hér í Norðausturkjördæmi kosið flokka sem leggjast gegn álveri á Bakka og olíuborun, mikilvæg atriði í framtíðarsýn í uppbyggingu samfélagsins. Munum ummæli ráðherranna Össurar og Kolbrúnar og hugleiðum hvort flokkar þeirra verðskuldi traust.
Eftir alla þöggunina, leyndarhjúpinn á lykilmálum og atlögu að mikilvægri atvinnuuppbyggingu verðskuldar vinstrið ekki traust. Hugleiðum fyrst og fremst eitt, hversvegna fær þjóðin ekki að vita hver staðan er í aðdraganda kosninga? Hvað eru vinstriflokkarnir að fela?
![]() |
Samfylkingin enn stærst |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.4.2009 | 18:49
Vinstri grænir kasta grjóti úr glerhúsi
Steingrímur J. þoldi ekki grínauglýsingar Framsóknarflokksins, einkum ungliðanna, í sinn garð árið 2007 og frægt var þegar hann nöldraði yfir því í kosningaþætti þá við Jón Sigurðsson, þáverandi formann Framsóknarflokksins. Á meðan hans flokkur dreifir áróðri með myndum af Bjarna Ben er þetta blaður Steingríms honum mest til skammar.
![]() |
Segja VG hindra skoðanaskipti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.4.2009 | 14:15
Svipta þarf hulunni af Icesave-leyndarmálum
Traust er mikils virði í stjórnmálum. Nú reynir á hvort stjórnvöld vilji opin og gegnsæ vinnubrögð eða standa vörð um leyndarhjúp. Icesave-málið er stórt og umfangsmikið í sagnfræði bankahrunsins, nú sem í sögubókum framtíðar. Burt með leyndina!
![]() |
Siv segir atburði ævintýralega |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.4.2009 | 13:23
Fegurð eða ljótleiki?
Þessi ástralska fegurðardís, sem hefur greinilega tekið fegurð sína of alvarlega og fórnað henni fyrir vannæringu og markmiðið að vinna keppnina, minnir frekar á fanga í seinni heimsstyrjöldinni en táknmynd sem ungt fólk eigi að líta upp til eða taka sér fyrirmyndar. Ágætt er að fólk staldri við og hugleiði hugtakið fegurð og hvort hægt sé að svelta sig til að öðlast hana.
![]() |
Horuð eða falleg? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)