Guðlaugur Þór verður að víkja

Mér finnst yfirlýsing Guðlaugs Þórs Þórðarsonar fjarri því eyða efasemdum um hlutdeild hans í styrkjamálinu. Hann er að stórskaða flokkinn og ætti að sjá sóma sinn í að víkja. Heimildir bæði RÚV og Moggans eru afdráttarlausar um aðkomu hans að styrkjunum og mér finnst varla hægt að bjóða flokksmönnum upp á getgátur um þetta það sem eftir lifir kosningabaráttunnar. Ekki er hægt að klára þetta mál með sóma nema viðurkenna þátttöku í styrkjasiðleysinu og þeir víki sem þar komu nálægt.

Þetta er lágmarkskrafa hins almenna flokksmanns. Þeir sem ætla sér að sitja sem fastast og ætla að draga flokkinn með sér í því falli ættu að muna það sem Jóhann Hafstein, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði forðum daga, að enginn einn maður væri merkilegri en Sjálfstæðisflokkurinn sjálfur.

Mér finnst að forysta Sjálfstæðisflokksins á síðustu þremur árum eigi að skammast sín og biðja almenna flokksmenn opinberlega afsökunar á siðleysi sínu. Þau brugðust sjálfstæðisfólki um allt land sem unnið hefur fyrir flokkinn og stutt það í góðri trú.

mbl.is Guðlaugur Þór: Ég óskaði ekki eftir styrk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ábyrgð Guðlaugs Þórs - afsögn óhjákvæmileg

Ljóst er nú að Guðlaugur Þór Þórðarson ber meginábyrgð á því að sækja styrki til FL Group og Landsbankans, þó hann hafi ekkert við það vilja kannast í gær. Allir þræðir í þessu máli og fleirum liggja til hans. REI-málið og prófkjörið 2006 verður allt miklu skýrara þegar þessar tengingar hafa verið raktar beint til hans. Þetta er sorglegt mál og er gott dæmi um það þegar menn villast af leið og falla í pyttinn, bregðast trausti flokksfélaga sinna.

Ég segi fyrir mig að ég vil ekki sjá svona spillingarpésa í forystu Sjálfstæðisflokksins og ég vona að hann sjái sóma sinn í að víkja úr leiðtogasætinu í Reykjavík suður og helst af þingi strax. Á þessu máli þarf að taka, annað hvort af hálfu Guðlaugs, sem lagði ekki spilin á borðið strax heldur lét aðra taka ábyrgðina fyrir sig, eða almennra flokksmanna sem eiga ekki að sætta sig við vinnubrögðin.


mbl.is Guðlaugur Þór hafði forgöngu um styrkina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 9. apríl 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband