14.5.2009 | 19:02
Óþolandi neyslustýring vinstri grænna
Henda á út í hafsauga öllum neyslustýringum. Hvað á ríkið annars með að skipta sér af því hvað þú eða ég borðar. Okkur á að vera treyst fyrir því að vega og meta sjálf hvað við látum ofan í okkur. Það getur enginn miðstýrt því hvað ég og þú borðar. Hversvegna er það þá reynt, spyr maður kæruleysislega? Muna menn annars eftir því þegar að Samfylkingin kom inn á þing með tillögu þess efnis að banna auglýsingar á óhollum matvörum í fjölmiðlum á vissum tíma dags?
Fólk verður að standa sjálft vörð um heilsu sína, það er út í hött að ríkið geri það með lagarömmum. Það verður hver og einn landsmaður að vega það og meta hvað þau setja ofan í sig eða drekka, sama hvort það er hard liqueur, kaffisull eða gosdrykkir. Burt með neyslustýringu eða aðra forræðishyggju af þessu tagi!
![]() |
Sykrað gos skattlagt? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.5.2009 | 14:11
IMF stjórnar Seðlabankanum algjörlega
Valdið hefur einfaldlega verið fært annað. Þeir spekingar sem töluðu fyrir því að IMF væri eina lausnin á okkar vandamálum hafa sig ekki eins mikið í frammi nú og þeir gerðu fyrir nokkrum mánuðum. Ætli sumir sjái eftir ráðleggingunum? Aðfarir IMF eru samt mjög fyrirsjáanlegar. Þetta er það sem varað var við.
Stóra spurningin nú er hvort IMF hafi ekki verið að makka með Bretunum, eftir allt saman.
![]() |
Seðlabankinn í klemmu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
14.5.2009 | 13:27
Árni fer í dýralækningar
Mér hefur alltaf fundist ómerkilega vegið að Árna hvað varðar menntun hans sem dýralæknis á meðan hann var fjármálaráðherra. Ekki hefur verið neitt fundið að því að eftirmaður hans sé jarðfræðingur.
![]() |
Árni aftur í dýralækningar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.5.2009 | 12:05
Af hverju má þjóðin ekki sjá ESB-tillöguna?
Er það kannski tilfellið að það megi ekki kynna tillöguna því hún sé svo rýr í roðinu og snautleg? Vinstri grænir lofuðu í kosningabaráttunni að ekki yrði sótt um ESB-aðild í sumar en sviku það fyrir stólana. Og nú fær þjóðin ekki að heyra hverskonar tillögu vinstri grænir seldu hugsjónir sínar fyrir. Merkilegt lið. Væri gáfulegt fyrir það að fara að sýna gegnsæi í verki í stað þess að tala bara um það.
Svona áður en Jóhanna verður eins og konan í þáttunum Allo, Allo sem sagði alltaf: Ég segi þetta bara einu sinni....
![]() |
Ekki hvíli leynd yfir samkomulagi stjórnarflokka um ESB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.5.2009 | 00:44
Sigmundur styrkir stöðu sína - nýliðar í forystu
Forysta Framsóknarflokksins kemur nokkuð á óvart með því að velja þrjá kjördæmaleiðtoga sem allir eru nýkjörnir á Alþingi til að stýra þingflokki sínum. Flokksformaðurinn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er greinilega að styrkja tök sín á flokknum með því að velja Gunnar Braga Sveinsson sem þingflokksformann fram yfir Siv Friðleifsdóttur, fráfarandi formann þingflokksins, eða keppinaut sinn um formennskuna, Höskuld Þórhallsson. Átti fyrirfram von á því að annað þeirra hlyti hnossið. Valið hlýtur að benda til þess að Sigmundur sé að sýna að hann ráði för.
Auk Gunnars Braga velur flokksforystan Sigurð Inga Jóhannesson, sem leiðir flokkinn í Suðurkjördæmi, kjördæmi Guðna Ágústssonar, og mágkonu Guðna, Vigdísi Hauksdóttur til verka. Reyndar verður ekki annað sagt en ásýnd Framsóknarflokksins sé mjög fersk þegar þing kemur saman eftir þessar alþingiskosningar. Aðeins Siv Friðleifsdóttir hefur setið á þingi lengur en sex ár; auk þess hafa aðeins Birkir Jón og Höskuldur hafa setið lengur en nýliðarnir sex í þingflokknum.
Sigmundur Davíð kom nýr inn í forystu íslenskra stjórnmála í ársbyrjun. Hann kom inn í rótgróinn þingflokk þar sem hann réð greinilega ekki alltaf för, eins og sást t.d. í stjórnarmynduninni og í eftirleiknum þegar hann átti erfitt með að sækja sér áhrif, enda utan þings. Staða hans hefur breyst mjög og nú er nýtt fólk sett yfir þingflokkinn.
Skilaboðin hljóta að teljast skýr. Nýr formaður velur nýtt fólk til verka, sitt fólk. Með því hlýtur staða hans að styrkjast innan flokksins.
![]() |
Gunnar Bragi þingflokksformaður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |