Glæsilegt hjá Man Utd - 18. titillinn í höfn

Manchester United komst í sögubækur breskrar íþróttasögu í dag með því að vinna átjánda meistaratitilinn - jafnar þar með Liverpool sem átti sigursæla tíð forðum daga, en ekki unnið titilinn núna í heila tvo áratugi. Þetta var gott keppnisár hjá Man Utd og enn bætist við á afrekaskrána hjá Sir Alex Ferguson og hans lærisveinum. Enn eitt glæsilega afrekið hjá þessu frábæra knattspyrnuliði.

Þetta er reyndar mjög dapurleg endalok fyrir Liverpool. Þetta var besta tímabilið þeirra frá gullaldarárum forðum daga - samt sem áður ná þeir engum titli. Mikil vonbrigði þar eðlilega. Fróðlegt verður að sjá hversu löng sú bið verði, en þeir hafa átt mörg mögur árin, einkum á tíunda áratugnum.

Næsta verkefnið fyrir Man Utd verður að taka meistaradeildina aftur, sigra Barcelona í Róm eftir ellefu daga. Það verður spennandi og góður leikur, eflaust.


mbl.is Manchester United enskur meistari í 18. sinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sorglegt mál

Hugur minn er hjá fólkinu á Fáskrúðsfirði. Sorg einnar fjölskyldu verður að sorg heillar byggðar þegar svona sorglegt slys verður. Dapurleg slys af þessu tagi vekja vonandi alla í umferðinni til umhugsunar. Ég votta aðstandendum innilega samúð mína.

mbl.is Bænasamkoma á Fáskrúðsfirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Öskubuskuævintýri Hröfnu

Sigurganga Hröfnu í Idol-keppninni er ævintýri líkust, hreint öskubuskuævintýri. Með einlægni og hógværð tókst hinni að vinna hug og hjörtu þjóðarinnar. Hún tók gríðarlegum framförum í gegnum alla keppnina, breyttist úr látlausri landsbyggðardömu í glæsilega poppstjörnu. Hún sigldi alla tíð á móti straumnum, enda greinilegt að hún var ekki eftirlæti dómnefndarinnar né féll í hið staðlaða form poppstjörnunnar. Með jákvæðni og vinnusemi komst hún alla leið.

Mér fannst hún eiginlega endanlega springa út sem stórstjarna þegar hún söng lagið Ég elska þig enn eftir Magnús Eiríksson og gerði algjörlega fyrirhafnarlaust að sínu. Glæsileg söngkona sem hefur allt og ætti að eiga bjarta framtíð fyrir sér. Saga hennar í keppninni er skemmtilega notaleg útfærsla af því þegar ólíklegi sigurvegarinn, dökki hesturinn, leggur keppnina að fótum sér og verður stórstjarna á eigin forsendum. Þannig á það að vera.

mbl.is Fékk tvær milljónir í verðlaun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Manndrápsakstur á Reykjanesbraut

Enn og aftur berast fregnir af ökumönnum sem keyra um á manndrápshraða, keyra langt yfir hraðamörk og jafnvel í vímuástandi. Nú er ökumaðurinn 17 ára, nýbúinn að fá prófið og leggur í áhættuna, væntanlega án þess að hugsa nokkuð. Akstur á þessum hraða og við þessar aðstæður flokkast ekki undir neitt annað en hreinan háska, enda eru í senn bæði ökumaðurinn og þeir sem hann mætir í lífshættu vegna þess.

Hvað er fólk að hugsa þegar að það keyrir á slíkum hraða eða hvað fer í gegnum huga þess á meðan? Eða sennilega hugsar það auðvitað ekki neitt, þeysir bara áfram hugsunarlaust. Þeir sem keyra svona bera ekki einu sinni virðingu fyrir sjálfu sér og hvað þá þeim sem það mætir á leið sinni.

Í sjálfu sér tel ég þetta orðið eitt mesta vandamálið í umferðinni í dag. Engin trygging er fyrir því þegar fólk sest undir stýri og heldur út í umferðina að það mæti ekki fólki undir áhrifum vímugjafa - út úr heiminum í sínu annarlega ástandi. Skuggalegt alveg.

Er alveg sama hvað predikað er fram og aftur um ofsaakstur? Er ungt fólk tilbúið að taka áhættuna og fórna lífi sínu og annarra fyrir?

mbl.is Tekinn á 177 km hraða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 16. maí 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband