Yndisleg Eurovision sigurstemmning á Íslandi

Jóhanna Guðrún
Þetta hefur verið alveg yndislegur dagur. Íslenska þjóðin er í sæluvímu eftir að Jóhanna Guðrún varð í öðru sæti í Eurovision - okkur líður öllum eins og hún hafi unnið keppnina. Þetta eru eiginlega fyrstu góðu fréttirnar sem þjóðin fær eftir efnahagshrunið í haust og sælan er þess þá meiri. Við þurftum eitthvað jákvætt og gott til að fá þjóðina til að brosa og gleyma áhyggjum hvunndagsins.

Þessi taktíski sigur er líka alveg magnaður. Sú sem fær Hollendinga og Breta til að kjósa Ísland innan við ári eftir Icesave-málið hlýtur að verða þjóðhetja hérna heima. Stemmningin á Austurvelli var allavega notaleg og hugljúf. Góða veðrið um helgina er yndislegur plús á þetta. Þúsundföld sæla og yndislegt að öllu leyti.

mbl.is Evróvisjón á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslensk þjóðhátíð á fögrum degi

Allir Íslendingar munu sameinast um að efna til þjóðhátíðar í dag, mánuði fyrir þjóðhátíðardaginn (á norsku þjóðhátíðinni) til að heiðra Jóhönnu Guðrúnu og hennar góða afrek í Eurovision í Moskvu í gærkvöldi. Þetta er fallegur dagur og við erum með sól í hjarta fyrst og fremst. Þessi táknræni sigur er mikilvægur fyrir þjóðina.

Enn ein ástæðan til að efna til grillveislu í kvöld. Nú fögnum við öll.

mbl.is Sérstök móttaka fyrir Jóhönnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Silfur Jóhönnu - frábær árangur í Moskvu

Jóhanna Guðrún
Við Íslendingar getum verið svo stolt af Jóhönnu Guðrúnu fyrir að ná öðru sætinu í Moskvu. Þetta var besti árangurinn sem við höfðum efni á að þessu sinni en þetta er samt svo innilega sætur sigur. Eftir margra mánaða bömmer og depurð vinna Íslendingar sætan og taktískan sigur á alþjóðavettvangi. Þetta silfur er jafn yndislegt og flott og það sem strákarnir okkar unnu á Ólympíuleikunum síðasta sumar - kvöldið var sigurstund Jóhönnu að svo mörgu leyti.... við erum ekki ein og eigum marga að. Stuðningurinn sem Ísland fékk, lagið og söngkonan, er ómetanlegur.

Fyrir áratug varð Selma Björnsdóttir líka í öðru sæti í Eurovision. Þá var munurinn minni og eiginlega mikil ergja meðal landsmanna með að hún vann ekki keppnina... töldum við annars ekki flest þá að sigurinn hafi verið tekinn af okkur konu með rangindum? Enda var skandall að Selma náði ekki sigra. Nú er það bara yndislegt að vera í öðru sæti. Árangurinn er líka svo miklu meira virði núna en þá. Eftir býsnavetur á Íslandi er þetta yndislega vorkvöld svo heitt og notalegt... við erum í sæluvímu.

Fyndnast af öllu er að árið 1999 sigraði Svíþjóð okkur en nú tíu árum síðar vinna Norðmenn. Skandinavískur sigur í Eurovision enn og aftur. Ekki amalegt svosem að tapa fyrir sjarmatröllinu Alexander. Var eiginlega alltaf viss um að hann myndi sigra og kaus þetta lag... fannst það bera algjörlega af. Átti samt ekki von á þessu rosalega bursti. Stigametið fellt og sannkölluð þjóðhátíð í Noregi á morgun, 17. maí. Tvöföld gleði.



En Jóhanna Guðrún á skilið mikið hrós. Hún hefur staðið sig frábærlega í öllu ferlinu, allt frá því hún sigraði undankeppnina hérna heima. Ég held að margir hafi þangað til litið á Jóhönnu sem barnastjörnu sem hafði hæfileika og gæti kannski slegið almennilega í gegn. Hún kom, sá og sigraði á þessum mánuðum. Lagið varð betra og betra.... hún var besta söngkona keppninnar að þessu sinni og fór alla leið, að nær öllu leyti.

Getum verið svo stolt af henni og þeim öllum sem komu nálægt þessu atriði. Við erum innst inni sigurvegarar kvöldsins. Eftir allt mótlætið og alla skellina í vetur getur íslenska þjóðin aftur borið höfuðið hátt á alþjóðavettvangi. Stórasta land í heimi, er það heillin. :)

mbl.is Ísland í 2. sæti í Moskvu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 17. maí 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband