Er rétt að verðlauna fegurð?

gdr
Mjög lengi hefur verið deilt um hvort keppa eigi í fegurð. Femínistar hafa reyndar sérstaklega haft dálæti á að traðka niður þetta form á keppni og sagt hana niðurlægjandi fyrir konur og skaði ímynd kvenna að flestu leyti. Samt sem áður þrátt fyrir þessa umræðu tekur fjöldi kvenna þátt í slíkum keppnum og hefur áhuga á þeim tækifærum sem opnast með því.

Lengi vel voru femínistar mjög á móti þessum keppnum hérlendis meðan að eingöngu var keppt í fegurð kvenna en raddirnar hafa minnkað eftir að karlar kepptu í fegurð sinni líka. Persónulega hef ég aldrei haft neitt á móti fegurðarsamkeppnum. Mér finnst að þetta sé val einstaklinganna sem taka þátt hvort þeir gera það eður ei.

Þeir sem vilja keppa gegn öðrum með fegurð sinni eiga að hafa frelsi til þess. Í mínum huga er þetta einfalt mál.

Ég óska nýrri ungfrú Ísland til hamingju með sigurinn í keppninni.

mbl.is Guðrún Dögg valin Ungfrú Ísland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 23. maí 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband