Burst í Róm - síðasti leikur Eiðs hjá Barca?

Börsungar unnu Evrópumeistaratitilinn mjög verðskuldað í Rómarborg í kvöld. Manchester United náði sér aldrei á strik eftir að Eto´o skoraði fyrra markið og liðið alveg arfaslakt lengst af. Börsungar réðu lögum og lofum á vellinum og tóku þetta traust og flott. Betra liðið vann klárlega í kvöld - sýndi algjöra yfirburði á öllum sviðum knattspyrnunnar á þessu kvöldi.

Eiður Smári varð Evrópumeistari, en samt finnst mér það afrek hans verða svolítið máttlaust þegar litið er á það að hann var aldrei inn á allan leikinn og algjörlega til hliðar. Finnst alveg hlægilegt að tala um mikið afrek í íslenskri íþróttasögu. Eiður hafði ekkert hlutverk í leiknum! Ætli þetta hafi verið síðasti leikur Eiðs Smára í liðsheild Börsunga?

mbl.is Barcelona Evrópumeistari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skammarlega langur viðbragðstími lögreglu

Mér finnst það algjör lágkúra að heilar 27 mínútur hafi liðið frá því að maðurinn sem varð fyrir árásinni á Seltjarnarnesi tilkynnti lögreglu um hvað hefði gerst og þangað til lögreglan kom heim til hans. Þetta er alltof langur viðbragðstími - algjörlega ólíðandi að ekki sé tekið hraðar á málum og komið á vettvang sem allra fyrst.

En kannski er þetta dæmi um niðurskurð og stöðuna almennt. Má vera. Hverju sem um er að kenna er alveg ljóst að þetta er ekki boðlegt að neinu leyti, sérstaklega þegar mikið liggur við að lögregla fari sem fyrst á vettvang.

mbl.is Komu 27 mínútum eftir útkall
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Snjall leikur hjá stjórnarandstöðunni

Mér finnst það snjall leikur hjá Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki að leggja fram sína eigin þingsályktunartillögu í Evrópumálum gegn tillögu utanríkisráðherra. Þar sem þingstyrkur er fyrirfram svipaður til beggja tillagna, þar sem vinstri grænir eru frekar lost, verður áhugavert að sjá hvað muni gerast. Ljóst er að sex til sjö stjórnarþingmenn úr VG, hið minnsta, munu greiða atkvæði gegn tillögu utanríkisráðherrans og margir í vafa um hvað eigi að gera og líklegir til að sitja hjá.

Ný tillaga fær fram aðra sýn á Evrópuumræðuna og reynir virkilega á afstöðu þeirra sem sitja á þingi og eru áttavilltir á því hvaða stefnu eigi að fara. Engin afstaða er að sitja hjá og því ætti önnur tillaga að geta reynt á afstöðu þeirra.


mbl.is Sameiginleg ESB-tillaga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hrottarnir á Seltjarnarnesi handteknir

Gott er að heyra að lögreglan hafi handtekið hrottana sem réðust á gamla manninn á Seltjarnarnesi. Svona mál eru dökkur blettur á samfélaginu, enda er svo ruddaleg og ógeðsleg árás á eldri borgara algjörlega óviðunandi og verður að taka hart á því. Þetta er eitt af því ógeði sem ekki er hægt að sætta sig og þarf að sýna fulla hörku og gefa gott fordæmi.

Viðbrögðin í samfélaginu við þessu fólskuverki eru bæði undrun og reiði. En þetta er eflaust skólabókardæmi um hina auknu hörku í samfélagi og virðingarleysi fyrir eldra fólki. Á þessu verður að taka.

mbl.is Ræningjarnir teknir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 27. maí 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband