28.5.2009 | 20:27
Ríkisstjórnin veitir heimilum landsins náðarhöggið
Ég held að vinstristjórnin sé að fara langleiðina með að veita heimilum landsins náðarhöggið með hækkun gjalda á eldsneyti, tóbaki og áfengi. Þetta er eflaust bara byrjunin. Væntanlega bara fyrsti kaflinn þar sem reynt er að krafsa ofan í tóma vasa Jóns og Gunnu úti í bæ. En er eitthvað þar til skiptanna? Mun þetta gamalgróna úrræði vinstriflokkanna duga? Efast um það.
Verkefni fólksins í landinu núna mun á næstunni verða að borga óráðsíu útrásarvíkinganna, sem voru forðum daga í kampavínsboðum hjá forsetasvíninu á Bessastöðum, þeirra sem settu þjóðina á hausinn. Lánin þjóta nú upp úr öllu valdi og vandséð hvernig fólkið í landinu geti náð endum saman.
Á eftir að sjá að fólkið í landinu láti þetta þegjandi yfir sig ganga. Það er að koma sumar og væntanlega megum við eiga von á hitasumri og auknum mótmælum. Nú fer millistéttin í þessu landi að láta í sér heyra.
Verkefni fólksins í landinu núna mun á næstunni verða að borga óráðsíu útrásarvíkinganna, sem voru forðum daga í kampavínsboðum hjá forsetasvíninu á Bessastöðum, þeirra sem settu þjóðina á hausinn. Lánin þjóta nú upp úr öllu valdi og vandséð hvernig fólkið í landinu geti náð endum saman.
Á eftir að sjá að fólkið í landinu láti þetta þegjandi yfir sig ganga. Það er að koma sumar og væntanlega megum við eiga von á hitasumri og auknum mótmælum. Nú fer millistéttin í þessu landi að láta í sér heyra.
![]() |
Ríkið fær 2,7 milljarða - lánin hækka um 8 milljarða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.5.2009 | 15:15
Steingrímur J. áttavilltur í Evrópuumræðunni
Ekki var mikið af hugsjónum og skoðunum í ræðu Steingríms J. Sigfússonar, fjármálaráðherra, þegar hann loksins fékkst í að mæta í þingsal í Evrópuumræðu, en hann hafði víst verið upptekinn í símanum þegar umræðan hófst í morgun. Ekki var mikið eftir af gamla Steingrími, sem við höfum séð á þingi í stjórnarandstöðu árum saman.
Ætli sé búið að afskrifa manninn með skoðanirnar, gamla Steingrím J, eins og gömlu bankana? Hvað varð um manninn sem hrópaði hátt og fór oft í ræðustól og talaði kjarnyrt - vildi að talað yrði hreint út um þjóðmál? Er hann gufaður upp eða kannski bara obbolítið áttavilltur í hjónasænginni með Samfylkingunni?
Svolítið raunalegt, ekki satt?
Ætli sé búið að afskrifa manninn með skoðanirnar, gamla Steingrím J, eins og gömlu bankana? Hvað varð um manninn sem hrópaði hátt og fór oft í ræðustól og talaði kjarnyrt - vildi að talað yrði hreint út um þjóðmál? Er hann gufaður upp eða kannski bara obbolítið áttavilltur í hjónasænginni með Samfylkingunni?
Svolítið raunalegt, ekki satt?
![]() |
Heimtuðu svör frá Steingrími |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.5.2009 | 15:10
Góð ræða hjá Bjarna - skynsamleg tillaga
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, stóð sig vel á Alþingi í morgun við að rekja lið fyrir lið gallana á þingsályktunartillögu Össurar Skarphéðinssonar, utanríkisráðherra. Sú tillaga veitir Samfylkingunni í raun opið umboð til að fara til Brussel í Evrópuvegferðina sína og er algjörlega óviðunandi.
Ég tel að Bjarni og Sigmundur Davíð hafi gert rétt í því að koma með aðra tillögu; virkja utanríkismálanefnd til að fara í þá vinnu sem fylgir þessu ferli og reyna á samningsmarkmið fyrir aðild. Held að enginn geti kvartað yfir því að málið sé sett í slíkt ferli.
Ég tel að Bjarni og Sigmundur Davíð hafi gert rétt í því að koma með aðra tillögu; virkja utanríkismálanefnd til að fara í þá vinnu sem fylgir þessu ferli og reyna á samningsmarkmið fyrir aðild. Held að enginn geti kvartað yfir því að málið sé sett í slíkt ferli.
![]() |
Óskiljanlegt og illa undirbúið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.5.2009 | 10:59
Ráðherrar VG flúnir úr Evrópuumræðunni
Mér finnst það táknrænt að ráðherrar VG séu flúnir úr ráðherrastólunum í þingsalnum þegar Evrópuumræðan fer þar fram. Staðan er núna þannig að þeir verða að styðja Evrópuvegferð Samfylkingarinnar eigi hún fram að ganga og svíkja þannig stefnu flokksins og hugsjónir sínar. Ekki er þingmeirihluti fyrir tillögu utanríkisráðherrans og Svarti Pétur kominn í þeirra hendur.
Nú ræðst hvort stjórnin stendur að baki tillögunni eða Samfylkingin ein. VG fær málið í sínar hendur. Fjarveran gefur til kynna að þeir hafi misreiknað taflið þegar þeir hétu Samfylkingunni að sitjá hjá og redda nægilega mörgum þingmönnum til stuðnings svo tillagan yrði samþykkt helst með atbeina stjórnarandstöðunnar. Það tafl er úr sögunni með tillögu stjórnarandstöðunnar.
VG situr uppi með örlög málsins í sínum höndum, þar á meðal ráðherrarnir sem flúðu úr ráðherrastólunum í þingsal í morgun.
Nú ræðst hvort stjórnin stendur að baki tillögunni eða Samfylkingin ein. VG fær málið í sínar hendur. Fjarveran gefur til kynna að þeir hafi misreiknað taflið þegar þeir hétu Samfylkingunni að sitjá hjá og redda nægilega mörgum þingmönnum til stuðnings svo tillagan yrði samþykkt helst með atbeina stjórnarandstöðunnar. Það tafl er úr sögunni með tillögu stjórnarandstöðunnar.
VG situr uppi með örlög málsins í sínum höndum, þar á meðal ráðherrarnir sem flúðu úr ráðherrastólunum í þingsal í morgun.
![]() |
Ráðherrar VG ekki viðstaddir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |