Vinstristjórnin felur feigðina í sér

Mér finnst mikill feigðarblær yfir þeirri vinstristjórn sem verið er að brasa við að koma á koppinn. Eftir vikulangar viðræður þarf að taka viku til viðbótar að minnsta kosti til að mynda stjórnina. Greinilegt er að mikið gengur á bakvið tjöldin. Hefði allt verið slétt og fellt hefði þetta tekið skamman tíma og verið búið að tilkynna um niðurstöðu og jafnvel ný stjórn tekin við eftir kosningar. Vandræðagangurinn er algjör, sérstaklega þegar reynt er að telja fólki trú um að allt sé í lagi.

Miðað við að vinstriflokkarnir fóru fram í bandalagi er þetta langa vinnuferli við myndun stjórnarinnar talsverð tíðindi og í raun eðlilegt að velta fyrir sér hversu traustar undirstöðurnar eru. Ég sé að sumir reyna að segja að þetta sé ekki óeðlilega langur tími og nefna stjórnarmyndanir síðustu tvo áratugi í sömu andrá. Munurinn er þó sá að nú gengu flokkar bundnir til kosninga, festu sig saman og eiginlega útilokuðu aðra frá því að ganga inn í það samstarf. Þeir fóru fram sem blokk.

Þessi vandræðagangur felur í sig mikil innri mein ríkisstjórnar á vaktinni. Hún er ekki sterk á svellinu. Allar líkur eru á að hún gefist upp fyrr en síðar og kosið verði mjög fljótlega.

mbl.is Ný ríkisstjórn um næstu helgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ósýnileg listsköpun

Sara Watson og ósýnilegi bíllinn
Breski listneminn Sara Watson er orðin heimsfræg fyrir listsköpun sína; að gera bíl ósýnilegan. Ekki hægt að segja annað en henni hafi tekist vel til. Ja, allt er nú hægt að gera.

mbl.is Ósýnilegur Skodi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 3. maí 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband